Lögberg - 26.07.1956, Page 5

Lögberg - 26.07.1956, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1956 5 TV»vrVV^'f ÁHLGAHÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á ferð til Vancouver Fimtudagurinn 5. júlí rann UPP bjartur og fagur. En nú mátti ég ekki leggja í rúminu fram á dag! Ég var stödd í Glenboro, Man., og þetta var dagurinn, sem lagt skyldi af atað með C.P.R. lestinni til Vancouver, og var ráðgert að ég kæmi á lestina í Brandon, en þangað er 60 mílna keyrsla frá Glenboro. Þetta var sér- stök lest með tveim aukavögn- um, og nefndum við hana “Kirkjuþing Special.” Laust fyrir hádegi kvaddi ág bræður mína og ástvini, en Margrét (Mrs. R. E. Helgason) °g Roger sonur hennar keyrðu mig til Brandon. Grænir akrar og engjar bærðust vit und í hægri golunni, og víst var bygðin mín fögur! Við vorum komin á stöðina í Brandon í góðan tíma, og um leið og lestin staðnæmdist stigu þeir séra Eric H. Sigmar og Mr. Njáll Bardal út — en þeir ætluðu ekki að láta mig verða eftir. En það var engin hætta á því, vegna þess að Mrs. Pearl Johnson var búin uð segja mér að hún mundi taka þarna á móti mér opnum örmum — og hún stóð við það. — hún og Lincoln stóðu þarna við hliðina' á mér um leið og ég leit upp. Kvaddi ég nú Margréti og Roger — og lestin brunaði af stað. Þegar ég svo leit í kringum mig í vagninum, fanst mér ég vera komin í Fyrstu lútersku kirkjuna, því ég var um- kring af safnaðarfólki o^ vinum. Vitanlega var þetta eðlilegt, því að þessi hópur sem þarna var samankominn var á leið til kirkjuþings Hins Ev. lúterska kirkjufélags, sem i fyrsta sinn í sögunni skyldi mæta í Vancouver, B.C. Alls voru 46 manns í hópnum, erindrekar og gestir. Mr Njáll Bardal var fararstjóri og hafði hann að öllu leyti undir- búið og séð um ferðaáætlun, útvegað tvo „Special coaches” og pantað farseðla og svefn- rúm fyrir hópinn. Reyndist hann vel í sinni stöðu. Dagur- inn leið ánægjulega; við ým- ist skröfuðum við kunningj- ana, spiluðum bridge eða sát- um í glerturninum (dome car). Við keyptum kveldverð í “Diner”, en kaffi og aðrar máltíðir í “Coffee Bar”, sem er áfastur við Dome car. Fyr en varði var komið kvöld og þjónninn fór að búa upp rúmin. Þá kom Dennis Eyjólf son, sem var yngsti erindrek- inn frá Winnipeg, og sagði að það ætti að messa og bað okk ur að koma í hinn vagninn. Þar mættist hópurinn bæði þetta kvöld og kvöldið eftir — Njáll Bardal og Dennis Ey- jólfson lásu biblíukafla, svo sungum við sálma, en þeir séra Eric H. Sigmar og séra Bragi Friðriksson prédikuðu. Þessar kvöldstundir verða mér ógleymanlegar. Morguninn 6. júlí og við bráðum komin til Calgary. Og hvernig sváfum við? Ég svaf vel, þökk fyrir; en sumir kvörtuðu yfir hávaðanum o. s. frv. Ég bauð Mrs. Jónasson (móður Victors Jónassonarj góðan daginn, og spurði hvernig henni liði. „Alveg ágætlega,“ var svarið. „Ég sef rétt eins og heima hjá mér.“ Þessi kona er á níræðisaldri, en mikið yngri í anda og sjón. Hún var alltaf glöð og skemmti sér vel. Á stöðinni í Calgary mætt- um við Mr. og Mrs. O. B. Olsen og syni þeirra — voru þau þangað komin til að heilsa upp á hópinn; það var gaman að hitta þau aftur, en þau áttu lengi heima í Winnipeg. Var svo haldið áfram og nú :'órum við að sjá fjöllin í fjarska — og er það ógleym- anleg sjón fyrir þá, sem sjá þau í fyrsta sinn. Þetta var í fjórða sinn, sem ég sá þau, en þó varð ég gagntekin af fegurð þeirra. Og eftir því sem nær dró tók ég eftir því, að það varð kyrrð í vagn- inum; var sem menn setti hljóða, umkringdir af þessari hrikalegu náttúrufegurð Banff, Lake Louise og Field B.C. o. s. frv. Við sáum Mt. Edith Cavell. Ég var að hugsa um þau atvik, sem leiddu að dauða henar — Edith Cavell, og það sálarþerk sem hún sýndi þá. Aðeins augnablik — og hennar sál hvarf inn í ei- lífðina, en fjallið háa með snævi þöktum tindum, sem ber nafn hennar og bendir, augum manns til himins um ókomnar aldir — og þaðan kemur hjálpin og styrkurinn til að bera raunir lífsins. Ég sofnaði út frá þessum hugleiðingum — og þegar ég vaknaði var kominn laugard. 7. júlí, og við vorum að nálg- ast Vancouver. Um leið og lestin staðnæmdist og við stigum út, komu þeir brosandi á móti okkur séra Eiríkur Brynjólfsson og Mr. Hálfdán Thorlakson forseti íslenzka safnaðarins í Vancouver — og buðu þeir hópinn velkominn. Stigum við síðan á “escalator” sem flutti okkur upp á aðal- stöðina, en þá sá ég hvorki presta né forseta, því þarna stóð sonur minn og sonar- sonur, og var sæla mín full- komin. Síðan ók hópurinn í bílum að hinni nýju kirkju íslend- inga í Vancouver, og þar í neðri salnum biðu þær frú Guðrún Brynjólfsson og Katrín systir séra Eiríks. Lét séra Eiríkur syngja sálm og ávarpaði hann svo gesti sína og bauð þeim fyrir sína hönd og konu sinnar að þiggja kaffi og brauð, sem fram var borið, auk heldur flatbrauð og hangikjöt. Tók svo móttöku- nefndin við, og var hverjum vísað þangað ,sem hann skyldi búa. Mr. Gunnþór Henriksson var þarna að mæta móður sinni, Mrs. Marju Henriksson frá Selkirk — og buðu þau mér heim með sér, og dvaldi ég þar fram yfir kirkjuþing og var alt gjört til að mér liði sem bezt. Kona Gunnþórs keyrði mig í kirkjuna hverjum morgni fyrir kl. 9, og svo var ég sótt á kvöldin. Ég er þeim hjónum mjög jakklát fyrir góðar viðtökur. Seinnipart laugardagsins var keyrt með gesti í Stanley Park — English Bay og víðar. En kl. sex um kvöldið buðu þau Mr. Hálfdán Thorlakson og kona hans öllum erindrek- um og gestum til kveldverðar. Viðtökurnar voru alveg yndis- legar og máltíðin ágæt og vel framreidd úti undir beru lofti, og kaffi og brauð inni í stofu á eftir matnum. Þetta var sér- lega ánægjuleg kvöldstund. Ég ætla ekki að segja nein- ar þingfréttir, það gjöra aðrir mér færari. Kirkjan nýja, sem vígð var sunnudaginn 8. júlí, er fagurt guðshús, og var sú athöfn hátíðleg. Safnaðar- konur báru fram beztu mál- tíðir og kaffi alla dagana. Seinasti þingfundurinn var haldinn í íslenzku kirkjunni í Pt. Robert, Wash., á miðviku- daginn 11. júlí — og var þing- heimi síðan boðiðvtil dagverð- ar á sjávarströndum þar. — Veittu íslenzkar konur okkur af mikilli rausn reyktan lax bakaðan (Salmon barbeque). Og þannig endaði þá þetta 72. kirkjuþing, sem haldið var í Vancouver, B.C. Lauga Jóhannesson Óvenju miklar . . . Framhald af'bls. 4 hafnargerð við Dyrhólaós mun kosta mikið fé, en grun hef ég um það, að mögulegt væri að fá lán til hennar. Ef af þessari hafnargerð yrði, myndi hún valda gerbyltingu í héraðinu og raunar víðar á Suðurlandi. Binda menn hér því miklar vonir við hana, þótt sumir þori ekki að vera svo bjartsýnir að reikna með, að úr framkvæmdum geti orð- ið í nánustu framtíð. Annars vil ég ekki segja meira um þetta mál að svo stöddu. Síð ar mun koma í ljós, hver ár- angur verður af því undir- búningsstarfi, sem nú er hafið. En ég tel mig hafa ástæðu til þess að vona, að lausn þessa máls geti verið nær en margan grunar. — Hvað viltu þá að lokum segja mér um kosningahorf- urnar hjá ykkur? Eruð þið Sjálfstæðismenn ekki bjart- sýnir? Hverjir ortu? DÆGRADVÖL — Jú, við teljum okkur hafa mikla ástæðu til þess. Jafnvel andstæðingar Jóns Kjartanssonar verða að viður- kenna dugnað hans á þingi og áhuga hans á öllu því, sem til heilla horfir fyrir okkur Vest- ur-Skaftfellinga. Mun menn því ekki fýsa að skipta um fulltrúa á þingi að þessu sinni, cg eru Sjálfstæðismenn hér einhuga um það að berjast fyrir glæsilegum sigri Jóns Kjartanssonar í kosningunum í vor. —Mbl., 10. júní Hér fara á eftir fjórar stökur eftir skáld, sem búsett eru eða hafa verið hér á Akur- eyri síðasta áratug. Ætlum við nú lesendum að geta sér til (eða kanna í ljóðabókum) eftir hverja erindin eru, og senda blaðinu svör fyrir ára- mótin. Mun blaðið birta nöfn þeirra, er rétt svör senda, en lofar ekki verðlaunum. i Fyrsta erindi: Þeir krupu á gólfið niður hlið við hlið í helgri þögn í ríki myrkrar nætur. Og loksins tókst að lífga manninn við, og líknarhendur studdu hann á fætur. Annað erindi: Sólin er sigin til viðar. Særinn er hljóður og lygn. Þá vængjast hin innsta vitund. Þá verða augun skyggn. Þriðja erindi: Margur hlýtur öll sín sár engar raunabætur. Yfir honum sorgin sár sínum tárum grætur. Fjórða erindi: Örlög köld mér auðnan gaf og í veröldinni fleygir steini enginn af ólánsgötu minni. —íslendingur Kristin kirkja . Vísindin hafa orðið að kveða niður gamlar hug- myndir og kollvarpa fornri hjátrú. En þau hafa ekki gert það með því að gera sjónar- mið mannsins þrengra. Þau hafa víkkað sjónarsviðið og gert. alheim stórkostlegri og víðari en hann áður var. Þau hafa sagt: „Sjá hversu mikil- fenglegur er sá heimur, sem vér lifum í og óendanlega vítt það sjónarsvið sem blasir við“. Þannig á kirkjan að tala. Markmiðið er að opna augu manna fyrir mikilleik krist innar kenningar, fyrir hinum djúpstæða sannleika um Guð og ríki réttlætisins hér á jörð. —Fosrich mcm tS FOR vour Aðeins til að vegja athygli yðar á nokkrum einföldum atrið- um, sem skýra fyrir yður aukið notagildi símþjóustunnar. . . finnið númerið í símaskránni. Getið einskis til. . . talið skýrt í símaáhaldið. . verið fáorð, forðist mála- lengingar. Stutt samtöl hafa í för með sér aðgang að fleiri samtölum yfir sömu línu. TELEPHONE COURTESY PAYS— EVERYONE! MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.