Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLI 1956 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 74-3411 Hver er maðurinn? Hann heitir Gamal Abdel Nasser, og hefir nýlega verið kjörinn forseti Egyptalands, og mun hann einna umræddasti stjórnmálamaðurinn, sem nú er uppi; hann er enn maður tiltölulega á bezta aldri með óbifandi trú á forustuhæfi- leikum sínum, og honum kemur ekki í lifandi hug að efast um, að hann sé maðurinn, sem forsjónin hafi valið til að leiða egypsku þjóðina út úr eyðimörkinni. Eins og sakir standa, stærir Nasser sig af því, að vera yfir allar alþjóðaklíkur hafinn; austrið og vestrið megi eiga sig, eða hagsmunastreitan milli austrænna og vestrænna þjóða; hann tjáist með öllu hlutlaus um alþjóðamál og telur sig í þeim efnum líkjast þeim Tito og Nehru, sem þó eru gerólíkir menn í lífsskoðunum og stjórnmálaháttum. Sú skoðun er alment ríkjandi meðal Breta, að Nasser sé þeirra svarinn óvinur; hann leggi sig í líma um, að sam- ræma þannig stjórnháttu arabisku þjóðanna að brezk áhrif í Miðaustrinu veikist þar svo, að áður en langt um líði verði skorið þannig á lífæð Breta þar um slóðir, olíuna, að hags- munaveldi þeirra hrynji til grunna. Hið endurborna ísraelsríki sér Nasser í sama ljósi og Bretar gera; forustumenn Gyðinga austur þar eru þeirrar skoðunar, að í Nasser séu sameinuð öll þau eiturmögnuðu öfl, er koma vilji Israel fyrir ætternisstapa, og það sem allra fyrst. Nú ber þess að gæta, að allir eru ekki á einu máli um Nasser og innræti hans; ýmsir telja hann ólæknandi, valda- sjúkan sjálfbyrging, en aðrir skoða hann mörgum þeim kostum búinn, er til heilla horfi og koma muni vestrænum þjóðum að miklum notum þegar fram í sæki; hann er í flest- um meginmálum í andstöðu við kommúnista, þótt hann telji það óhjákvæmilegt að eiga við þá nokkur viðskipti; og af þessari ástæðu fer þeim fjölgandi, sem þannig líta á málin, að æskilegt væri, að Bandaríkin léti Nasser og ráðuneyti hans í té allan þann efnahagslegan stuðning og leiðbeiningar, sem kostur væri frekast til; að úr því verði má telja vafasamt enn, sem komið er. Nasser forseti vill sem allra minst mök eiga við milli- liði; hann kann því bezt að þeir, sem vilja ráðgast við hann persónulega, hvort heldur um er að ræða stóriðjuhölda er- lendra ríkja eða pólitísk stórmenni, beri upp við hann sjálfan vandamál sín svo að hann einn geti kveðið upp úrskurð um gildi þeirra eða vangildi. Hinn nýi forseti Egyptalands er þrjátíu og átta ára að aldri; hann er mikill maður að vallfarsýn og vöðvastæltur; hann tekur á móti gestum sínum af hinum mestu virktum, og hvort þeir eru honum sammála eða ekki er fram í viðræð- urnar kemur sannfærast þeir þó brátt um það, að hann sé eldheitur þjóðernissinni, er í öllu vilji hlut Egyptalands sem mestan. Nasser forseti hafði sett sér það markmið að koma í framkvæmd stjórnarfarslegri sótthreinsun hvað svo sem það kostaði; honum var það deginum ljósara, að valdamenn þjóð- arinnar hefðu árum saman mergsogið hana og haldið henni í úlfakreppu, og úr þessu hefir á skömmum tíma verið all- raunverulega bætt, þó vitaskuld sé frekari umbóta þörf. Völdin eru Nasser forseta fyrir miklu, sumir segja öllu, þótt slíkt geti auðveldlega verið ofsagt; hann kaus sér að vísu hernaðarlega mentun vegna þeirra valda, er slíkt lífsstarf gæti í framtíðinni veitt, og í þeim efnum varð honum að ósk sinni; en þeir, sem eiga við hann náið samtal, sýnast ekki í neinum vafa um það, að persónulega sé honum mest um- hugað um að halda völdum með það fyrir augum, að Égypta- land verði í aldir fram fullvalda og voldugt ríki. Enginn veit sína ævina fyr en öll er. — Nasser forseti er enn að miklu óráðin gáta, og með hliðsjón af því, er ekki nema sanngjarnt, að þeirri spurningu verði kastað fram hver maðurinn sé; hann er eins og sakir standa að minsta kosti að nafni til lýðveldisforseti. En glittir ekki einhvers staðar ónotalega í einræðishnefann? Óvenju miklar verklegar framkvæmdir í Vestur-Skaftafellssýslu Rætt við RAGNAR JÓNSSON, verzlunarstjóra NÝLEGA hitti blaðaamður frá Mbl. að máli Ragnar Jónsson, verzlunarstjóra í Vík í Mýrdal. Spurði hann al- mæltra tíðinda úr Vestur- Skaptafellssýslu. — Hvernig hefir tíðarfar verið í vetur? — Frá því í febrúar var veturinn mjög mildur og gróð- ur kom snemma. Vorið hefir aftur verið kaldara og gróðri ekki farið eins vel fram og vonir stóðu til. Fénaðarhöld í vetur voru góð, og sauðburð- ur hefir yfirleitt gengið ágæt- lega, þar sem ég hef haft fréttir af. — Voru ekki heyin léleg eftir óþurrkana í fyrrasumar? — Austan Mýrdalssands náðu menn heyjum sínum mikið til óhröktum, en í Mýr- dalnum gekk heyskapur miklu verr, og hey hröktust mikið. Þó má segja, að þau hafi reynzt skárra fóður en menn bjuggust við. En fóður- bætisgjöf varð miklu meiri í vetur en venja er. Samgöngur í eðlilegu horfi — Hvernig er með sam- göngurnar austur yfir Mýr- dalssand? — Þær eru nú að komast í eðlilegt horf og raunar miklu betra en fyrir jökulhlaupið í fyrra. Brúin á Múlakvísl er fullgerð og unnið var í allan vetur, þegar tíð leyfði, að varnargörðum beggja megin hennar. Er því verki nú senn lokið. Þá er einnig verið að ljúka við að byggja nýja og öfluga brú yfir Skálm, en bráðabirgðabrúin, sem byggð var yfir hana í fyrra, fór af í vetur. Eins og flestum mun kunnugt er nýja brúin yfir Múlakvísl sunnan Höfða- brekkuheiðar. Styttist því leiðin austur að mun. Auk þess er nýi vegurinn miklu snjóléttari en gamli vegurinn yfir heiðarnar var. Aukin mjólkurframleiðsla — Skapa þessar samgöngu- bætur ekki nýja möguleika í búskapnum fyrir bændur austan sands? — Jú, það er nú einmitt það, sem við vonum. Austan Mýr- dalssands er nær eingöngu r e k i n n sauðfjárbúskapur. Mjólk framleiða menn aðeins til heimilisnota. Nú eygja menn hins vegar möguleika til aukinnar mjólkurframleiðslu, enda hafa þessi mál mjög verið á dagskrá manna á meðal undanfarin ár, m. a. á fundum Verzlunarfélags V.- Skaptfellinga. — Er þá ætlunin að flytja mjólkina í Mjólkurbú Flóa- manna? — Á þessu stigi málsins er ekki gott að slá neinu föstu um það, en mér sýnist, að Álftveringar og Skaptártungu menn gætu jafnvel flutt sína mjólk þangað óunna. En vafa- samt er, hvort það væri heppilegt fyrir Meðallandið og sveitirnar austan Eld- hrauns. M j ólkurvinnslustöð Kemur því til álita, hvort ekki muni vera unnt að setja á stofn mjólkurvinnslustöð einhvers staðar austan Mýr- dalssands. Það er ekki hægt c*ð loka augunum fyrir því, að snjóþyngsli eru oft mikil á þessari leið, gæti því verið erfiðleikum bundið að halda uppi reglulegum flutningum að vetrarlagi. En að sjálfsögðu mundi þetta breytast allveru- lega, ef veginum austur yfir Mýrdalssand væri ýtt upp eins þegar nýr vegur hefir verið lagður austur yfir Eld- hraun, en sú vegalagning mun hefjast nú í sumar. Mér er sagt, að ný jarðýta sé á leið til landsins. Á að nota hana til þess að ýta þeim vegi upp, en gamli vegurinn yfir hraunið er mjög niðurgrafinn og snjó- þungur. Jón Kjartánsson mun hafa rætt þessi mjólkurmál nokkuð á manntalsþingum í Meðal- landi og Álftaveri í fyrra og e. t. v. víðar. Hefur hann mikinn hug á, að athugað verði um alla möguleika á framkvæmd þess, því að þetta er svo þýðingarmikið atriði, að ekki stoðar að flana að neinu. Við verðum fyrst að finna, hver sé heppi- legasta og bezta leiðin, áður en hafizt er handa, og höfuð- skilyrðið er það frá mér séð, að sveitirnar austan Mýrdals- sands komizt inn á vegalags- svæði Mjólkurbús Flóamanna. — Hafa þá bændur austan sands í hyggju að breyta sauð: fjárbúum sínum í kúabú, þeg- ar þar að kemur? — Ekki heyrist mér það, enda tel ég það ekki heppi- legt. Hjá flestum eru búin of lítil. Mjólkurframleiðslan þarf að koma sem aukning við þá framleiðslu, sem nú er fyrir hendi, en það krefst aftur á móti aukinnar ræktunar, þar sem heyöflunin nú er ekki meiri en svo, að hún rétt næg- ir handa þeim skepnum, sem bændur nú eiga. Varnargarðar — sjúkra- flugvöllur o. fl. — Þú talaðir um, að fyrir- hugaður væri nýr vegur yfir Eldhraun. — Hvaða fram- kvæmdir aðrar eru fyrirhug- aðar í sumar í samgöngu- málum ykkar? — Byggð verður brú á Laxá í Fljótshverfi, Fjarðará á Síðu og endurbætt brú á Tungu- fljóti í Skaftártungu. Þá er unnið að miklum varnargarði austan Kúðafljóts. Ennfremur verður lagður nýr vegur fram með Reynisfjalli til Víkur. Haldið verður áfram endur- bótum á Fjallabaksleið. Þá má geta þess, að unnið er að aukningu og endurbótum á símanum í Landbroti og Meðallandi. Stór flugvöllur hefir verið gerður í Álftaveri til öryggis í Kötlugosi. Sjúkra flugvellir hafa verið gerðir á tveimur stöðum í Meðallandi og við Vík og búið er að at- huga flugvallarstæði í Fljóts- hverfi og Skaftártungu. Ölull þingmaSur — Eru þetta ekki óvenju- miklar framkvæmdir hjá ykkur í sýslunni? — Jú, óneitanlega er það svo. Síðan Jón Kjartansson varð þingmaður okkar, hefir þessum málum miðað svo ört áfram, að það er fram yfir björtustu vonir manna. Aldrei áður hefir jafnmiklu fé verið veitt til framkvæmda hér í sýslunni og nú. Jón hefir ver- ið mjög ötull í því að berjast fyrir hagsmunamálum okkar V estur-Skaf tf ellinga. Höfn við Dyrhólaós — Hvað segið þið um Dyr- hólaósinn? Binda menn ekki miklar vonir við hafnargerð þar? —Á þessu stigi er ekki hægt að segja neitt ákveðið um það mál. Það er nú í rannsókn. Þýzkir verkfræðingar hafa tví vegis komið hingað til þess að athuga alla staðhætti. Er ætlunin, að verkfræðingur frá firmanu „Hoch Tief“ dvelji hér um tíma í sumar við rannsóknir og mælingar. Niðurstöður þeirra rannsókna munu skera úr um það, hvort mögulegt reynist að ráðast í framkvæmdir. Ljóst er, að Framhald á bls. 5 “ Bete I" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 —120 —100 ——$85,101.80 Make your donalions to tb® "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.