Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.07.1956, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1956 Úr borg og bygð Hingað kom til borgarinnar á sunnudaginn Jón Björgvins- son prentmyndagerðarmaður (Photo engraver), ásamt frú sinni og tveim börnum frá Omaha, Nebraska. Hefir fjöl- skyldan dvalið þar í þrjú ár, en er nú í heimsókn hjá skyldfólki frúarinnar, Mr. og Mrs. W. Wattis 620 Rosedale Ave. Leggur þetta ferðafólk af stað heimleiðis á föstu- daginn. ☆ Frú Alice, kona Jóhannesar Snorrasonar flugstjóra í Reykjavík, er um þessar mundir í heimsókn hjá systur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. W. Sigurgeirson, Minaki, Ont. Væntanlega dvelur frú Alice hér um slóðir fram til haustsins; hún á margt vina og vandamanna hér í borg og í Nýja-íslandi. — Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. Herbert Baldwinsson, River- ton. ☆ Þau Mr. og Mrs. H. F. Daníelson, Garfield Street hér í borg, fóru norður til Flin Flon á föstudaginn var í heim- sókn til sonar síns og ráðgerðu að dveljast þar fram um mánaðamótin. ☆ Þær Johnson-systur, kenslu konur frá Lundar, Man., voru staddar í borginni á fimtu- daginn í fyrri viku. Mrs. Kristveig Jóhannesson frá Portage la Prairie dvelur í borginni þessa dagana í heim- sókn til ættingja og annara vina. ☆ Mr. og Mrs. Stan Walter frá Regina, Sask., komu til borg- arinnar um síðustu helgi ásamt þrem börnum sínum á leið norður til Mikleyjar. Mrs. Walter var fyrir giftingu sína Kristín Valgardson frá Moose Jaw. ☆ Gefið í byggingarsjóð éetel af Kristveigu Jóhannesson 618 Sask. Avenue, Portage la Prairie $25.00 í minningu um ástkæran eiginmann, Guð- mund Jóhannesson. ☆ — DÁNARFREGN — Látinn er nýlega í Portage la Prairie Björn Christianson fyrrum bóndi í grend við Langruth, er í allmörg undan- farin ár hafði rekið fyrir eigin reikning fyrirtæki í Portage la Prairie. Útför hans var gerð frá Westbourne. ☆ / Confirmation Service in Lundar Lutheran Church Confirmation service was conducted in the Lundar Lutheran Church, and follow- ing graduates were confirmed in their faith: Louis Svan- hildur Einarson, Ella May Kilby, Sylvia Björg Ólafsson, Mary Ann Sigfússon, Guð- finna Evelyn Sigurdson, Joseph Brian Burdett, Jóhann Edmund Fjeldsted, Guðni Al- bert George Foster, John Allan Howardson, Clifford Allan Jónasson, John Kenneth Ólafsson, Kenneth Wastly Sigurdson. Mr. and Mrs. G. H. Howard- son also had their son, Guð- mundur Jónas, christened. Rev. B. Friðriksson officiated. ☆ Þessir nemendur Mrs. L. Bergen, Riverton, Manitoba, tóku próf í hljómfræði hjá Royal Conservatory of Music, 3. júlí síðastliðinn, að Husa- vík, Manitoba: Grade IV. Nadia Onysko (First Class Honours). Grade III. Blanche Smigelski (Honours). Grade II. Loraine Thorarinson Gail Dahlman Linda Smigelski. (All with Honours). ☆ Nýkjörnir embæltismenn lúterska kirkjufélagsins Forseti, dr. V. J. Eylands. Ritari, séra Eric H. Sigmar. Gjaldkeri, Njáll Bardal. Séra Ólafur Skúlason, Mountain. Séra Stefán Guttormsson, Cavalier. Séra Guttormur Guttorms- son, Miniota. Oscar Björkland, Winnipeg. Ray Vopni, St. James. Mrs. Bonnie Bjarnason, Langruth. Endurskoðunarmaður: Fred Thordarson, Winnipeg Stalistician: Sigurbjörn Sigurdson, Winnipeg. Kosnir í Belelnefnd: Victor Jónasson, Winnipeg. S. V. Sigurdson, Riverton. Skúli Backman, Winnipeg. Erindrekar kosnir á U.L.C.A. kirkjuþing í Harrisburg, Pennsylvania, Oct. 1956: Presiar: Séra Eric H. Sigmar . Séra Ólafur Skúlason. Leikmenn: Hálfdán Thorlaksson, Vancouver. Ray Vopni, St. James. Varamenn: Séra Jóhann Fredriksson, Glenboro. Séra Eiríkur Brynjólfsson, Vancouver. Orville Bernhöft, Mountain. Mrs. Bonnie Bjarnarson. Langruth. Fréttir frá Gimii Framhald af bls. 1 Robertson” á Gimli hefði starfað yfir 50 ár. og vonast væri eftir, að 500 manns geti notið þessarar nýju byggingar í sumar. Dr. J. M. White, sem hafði unnið mikið að því að sjúkrahúsið yrði byggt, gaf yfirlit yfir starfsemi stofnun- arinnar á liðnum árum. Næst fór fram vígslu-guðsþjónusta og stýrði henni Rev. Fred J. Douglas; bæn og biblíukafla las Rev. J. Esek Stewart. ----0---- Mrs. Jón Reykjalín frá Langenburg, Sask., kom til Gimli sextánda þ. m. í heim- sókn til móður sinnar, Mrs. Guðlaugar Halldórsson (á Betel) og hefir dvalið hjá Mr. og Mrs. H. G. Sigurdson síðan hún kom til Gimli. ----0---- S.l. laugardagskvöld hafði Kvenfélagið „Framsókn“ kaffi sölu og basar í neðri sal lút- ersku kirkjunnar. Við borð að skenkja í bollana voru þær Mrs. Bragi Friðriksson, Mrs. Knox Foster, Dr. Dorothy Hollenberg og Mrs. Burden. Sölu á heimatilbúnum mat annaðist Mrs. Anna Josepson. Forsetinn, Mrs. Ted Árnason, hafði með höndum aðalum- sjón samkomunnar, sem lukk- aðist ljómandi vel. MESSUBOÐ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighis — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday July 29ih: Family Service 11 A.M- Guest soloist at the Service will be Mr. Sig. ‘Kristjanson, a tenor from Seattle. ☆ — MESSUR — Sunnud. 29. júlí: GIMLI, kl. 11 f. h. Rev. E. A. Day, messar. LUNDAR Á ensku, kl. 11 f. h. Á íslenzku, kl. 2 e. h. 50 ára afmælis safnaðarinS minnst. RIVERTON Messað kl. 8 e. h. Sumarskólanum lýkur. Séra Bragi Friðriksson ☆ . * — MESSUBOÐ — Messað verður í Guðbrands- söfnuði við Morden, Sunnud. 5. ágúst, kl. 2 e. h. Standard Time. Ferming ungmenna og altarisganga. Bæði enska og íslenzka notuð við guðsþjón- ustuna. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Dánarfregn Hinn 30. júní s.l. andaðist á Grey Nuns sjúkrahúsinu í Regina, Sask., Mrs. Gróa Þuríður Gunnarsson, 76 ára. Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni í Þingvallabyggð. Séra Sun Mark frá Marchivell, Sask., jarðsöng. Gróa,fluttist til Canada frá Fáskrúðsfirði í Suður-Múla- sýslu árið 1914 með manni sín- um, Gunnari Gunnarssyni- Þau stunduðu búskap í nánd við Bredenburg, Sask. Þar iézt Gunnar árið 1930. Síðustu árin átti hún heimili hjá Jónínu dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Bjarnasyni, Church- bridge, Sask., og naut þar alúðlegrar aðhlynningar. Gunnar og’ Gróa eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi- Þau eru: Karólína, Winnipeg; MrS- M. Bjarnason (Jónína), Churchbridge, Sask.; Eyjólfur, Campbell River, B.C.; Gunn- ar, Summerland, B.C.; Mrs. E- A. Eyjólfsson (Hrefna), Port Arthur, Ont.; Magnús, bú- settur í Reykjavík á íslandi; Mrs. A. M. Gíslason (Ingveld- ur), Vancouver, B.C.; Mrs. John Saw (Helga), Vancouver, B. C. ISLENDINGADAGURINN I GIMLI PARK MÁNUDAGINN 6. ÁGÚST 1956 Forseli nefndarinnar: Snorri Jónasson — Fjallkonan: Mrs. Arnheiður Eyolfson HIRÐMEYJAR: Gail Johnson — Sharon Thorvaldson íþróttir byrja kl. 12 (D.S.T.) íþróttakeppni um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn. Bílaskrúðför frá C.P.R. stöðinni.á Gimli byrjar kl. 11 f. h. (D.S.T.) Skemmíiskrá byrjar kl. 2 e. h. (D.S.T.) 1. 2. 3. 4. O, Canada — hljómsveit Winnipeg Grenadiers spilar. Ó, Guð vors lands. Forseti, Snorri Jónasson, setur hátíðina. Ávarp Fjallkonunnar, Mrs.Arnheiðúr Eyolfson. 5. Hljómsveitin spilar. 6. Fjórraddaður söngur: Alvin Blöndal, Albert Halldórsson, Hermann Fjeldsted, T h o r Fjeldsted, undir stjórn Mrs. B. Violet Isfeld. 7. Ávörp gesta. 8. Söngur. 9. Minni íslands, Björn Sigur- björnsson, B.S.A. 10. Hljómsveitin spilar. 11. Kvæði, Minni Islands, Heimir Thorgrímsson. 12. Söngur. 13. Ræða, K. Valdimar Björnson, Minneapolis, Minn. 14. Hljómsveitin spilar. 15. Söngur. 16. God Save The Queen (Hljómsveitin spilar). Skrúðganga að landnema minnisvarðanum að lokinni skemmtiskrá. Fjallkonan leggur blómsveig á minnisvarðann. Kveldskemmtun byrjar í skemmtigarðinum kl. 7.45. Hljómveitin spilar 7.15—8.00. Community singing byrjar kl. 8 D.S.T. Dr. Lárus A. Sigurdson sýnir litmyndir teknar á íslendingadögum 1944—1955. Dans byrjar í Park Pavilion kl. 9.30. Inngangur: Börn innan 12 ára ókeypis. Fullorðnir 75 cents. Aðgangur að dansinum 75 cents fyrir alla. Buses fara frá Lútersku kirkjunni á Victor Street kl. 9 f.h. og frá Sambandskirkjunni á Banning Street kl. 9.15. Frá Gimli til Winnipeg kl. 11 að kvöldi. Mrs. Kristín. Thorsteinsson Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 695 Sargent Ave., Winniþeg I enclose $ for Icelandic weekly, Lögberg. subscription to the NAME ADDRESS City Zone

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.