Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 2
20 tók hann 1864 og var svo um tíma heima hjá foreldrum sínum er þá voru flutt að Hjaltastöðum í Skagafjarðarsýslu, fór því næst á prestaskólann og tók þar burtfararpróf 1867 med 1. einkunn og varð sama ár skrifari hjá Pétri biskup Péturs- syni og var hjá honum þángað til 1874, en þbngeyraklaustursprestakall var honum veitt 14. Júli 1873, og reisti hann bú í Steinnesi. 1877 var hann skipaður prófastur í Húnavatns- sýslu; haustið 1879 sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar fram í Mars, en síðan ferðaðist hann um J>jóðverjaland og England og kom heim aptur um vorið; 29. Júli 1880 var honum veitt 2. kennaraembættið við presta- skólann og tók hann við því embætti um haustið en flutti alfarinn suður vorið eptir. A presta- skólanum hefir hann kent heimspekileg forspjalls- vísandi og jafnframt nokkuð í biblíuþýðíngu. Síðan 1881 hefir hann og kent trúarbrögð í lærða skólanum og stundum einnig stærðfræði. Reikníngsbók hans var prentuð fyrst 1869 og hefir hún náð mjög miklu hylli á íslandi og var 6. útgáfa af fyrri hluta hennar prentuð 1891. Árið 1873 var prentuð þýðing hans á kenslubók Lisco’s »Hin postullega trúarjátning« og hefir hún síðan verið höfð fyrir kenslubók í trúar- brögðum í lærða skólanum. Næstu árin, eptir 1870, ritaði hann og nokkrar ritgerðir er voru prentaðar í »Kristilegum smáritum«. I Andvara hefir hann ritað »Yfirlit yfir æfi Jóns Sigurðs- sonar« (1880), »Um að safna fé« (1884) og »Um Söfunarsjóð íslands« (1888). I búnaðarriti Her- manns Jónassonar (1891) er og ritgerð eptir hann »Um verð í heyi«. Frá nýjári 1882 til vorsins 1883 var hann og um stundarsakir ritstjöri ísafoldar. Sneinma hafði hann lagt stund á stýrimanna- fræði, og var það mikið þarfa verk á þeim tíma og kenndi hann hana nokkrum mönnum eptir 1870. Einn af lærisveinum hans er núverandi kennari stýrimannaskólans, Markús Bjarnason. Gekk hann frá hans hendi undir próf 1873 hjá foríngjunum á herskipina »Fylla« í öllu því, sem heimtað er til hins almenna stýriinannaprófs f Danmörku og gáfu þeir honum góðan vitnisburð. Arið 1880 var hann kosinn þíngmaður Hún- vetninga og endurkosinn 1886; hann var upp- ástúngumaður fremur fárra mála, en hlaut virð- íngu þingsins fyrir ráðdeild sína og forsjálni og var hatin kosinn forseti t sameinuðu þíngi 1891. Við kosningarnar 1892 gaf hann ekki kost á sér til þíngmensku. Við sveitamálefni hefir hann verið töluvert riðinn bæði í Húnavatnssýslu og Reykjavík og verið kosinn í stjórn ýmsra félaga. Varaforseti J>jóðvinafélagsins var hann frá 1881—91, en hafnaði þá kosningu, en er nú aptur endurkosinn. í stjórn Búnaðarfélags Suðuramtsins hefir hánn verið síðan 1886 og í stjórn Landsbókasafnsins síðan 1885. J>egar landsbánkinn var settur á fót var hann kosinn gæzlustjóri hans og endur- kosinn 1887 og 1891. Hann hefir því verið við riðinu fleiri mál en flestir embættismenn á íslandi og mun hann ein- mælt vera talinn einn af hinum þörfustu mönnum vorum. Bókin mín. Eg fékk þig svo úngur á fjarlægri strönd og fyr en ég kynni að lifa; og á þér var hvervetna annara hönd — því óvitar kunna ekki að skrifa. En oft hef jeg hugsað um ógæfu þína og alla sem skrifuðu í bókina mína. J>ú skyldir mín lífsbók og leiðtogi sá er leiddi frá myrkrum og draugum, því mændi ég til þín er mest reyndi á, en mætti þar steinblindum augum; því varð ég svo oft þegar vesnaði að rata að velja þá fylgd er þú bauðst mér að hata. J>ú greindir mér sannleikann guðanna þjón er gjalla hér raustina lætur: mér reyndist hann tjóðrað og tannbrotið ljón með túnguna stýfða við rætur, sem hjarir af miskun, en helzt ætti að deyja, sem heyrir og sér, en er pínt til að þegja. J>ú segir þar sköpuð á mannlífsins mynd þau mein sem að frelsinu bana; en það eru holsár af heimsku og synd og hundstönnum afgamals vana það skríða svo margar af mannkynsins nauðum úr músétnu holdi á lifandi sauðum. Og þar sé ég hefndanna grimdólmu glóð sem glampar og brakar á hæðum:

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.