Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 5
29 líklega talsvert meira en þjóðinni. Hið tröllslega, stórskorna, fagra kemur einkutn frarn í lands- lagslýsíngum Hannesar svo sem í kvæðunum. »Við Valagilsá«, »Oveður« og »Gullfoss«, og tekzt honum snildarlega að lýsa því; einkum er lýsíngin á óveðrinu svo stórkostleg, að það má jafna henni saman við Rammaslag Bósa. En Hannes hefir líka augu fyrir því sem er þýtt, hlítt og frítt í íslenzku landslagi, og ég þykist aldrei hafa heyrt »lýriskara« kvæði á íslenzku en »þ*ar sem háir hólar«. Fjöldi af kvæðum Hannesar er um kvenn- fólk og er undarlegt að skáldunum skuli ekki leiðast að hafa blessaðar konurnar að yrkisefni ár eptir ár og öld eptir öld. þ»að er þó ekki stór flötur, yfirborðið á einum kvennmanns lík- ama og það er ólíklegt að hægt sé, að upp- götva þar nokkuð nýtt að marki eða sjá nokkuð skáldlegt við hann, sem þessi 100,000 skáld sem hafa kveðið um kvennfólkið, nú í 3000 ár, hafa ekki séð. Og þó kemur eingin kvæðabók út á neinu máli, svo að þar séu ekki nákvæmar lýs- íngar á kvennmönnum frá hvirfli til ylja. Tinn- udökt eða silkibleikt hár, kolsvört eða draunt- blíð brúnaljós, töfrafríður barmur og fram eptir því, þetta hefir nokkrum sinnum sézt á prenti, og ég skil ekki í að nokkur maður græði á, að sjá það á prenti í hundraðþúsundasta og fyrsta skipti, því flestir munu hafa séð konur og hafa nokkurn veginn huginynd um hvernig þær líta út. Annað væri ef skáldin vildu beita skarp- skygni sinni til að skýra fyrir okkur, hinum veslíngunum sálarlíf kvennfólksins, því þar er víst mart skrítið í Harmónín, en því leiða ís- lenzku skáldin hest sinn frá. Augu og enni, mjöðm og mitti, brjóst og barmur: það eru þeirra ær og kýr. Kvennakvæði Hannesar eru annars með þeim beztu í íslenzkum bókmentum, því það skín út úr þeim flestum, að þau eru kveðin um vist kvennfólk, en ekki alveg út í bláinn eins og svo mörg íslenzk ástakvæði. fá verða kvennakvæðin eða ástakvæðin fyrst óþolandi þegar þau eiga við einhverja hugsjón, einhvern blóðlausan svip, sem eingan stað á sér í víðri veröld. þ>etta eru ástakvæði Hannesar alveg laus við og eins við það saknaðarvein og þann eymdaóð, sem óprýðir svo mörg ástakvæði. fau eru holdleg og kall- mannleg og eins og þau séu eptir mann, sem vanur er að »gera lukku hjá kvennfólkinu«. f ótt svo líti út sem nóg sé til í heiminum af ástakvæðum og að litlu sé við þau að bæta, hafa þau þó rétt á sér; að minzta kosti meðan sú raun er á að allur fjöldinn af kallmönnunum er svo hneigður til kvenna að hann kvænist, og ef þau eru eins snjöll og ástakvæðin hjá Hannesi er hægt að lesa þau með ánægju. »Smala- stúlkan« er þannig óviðjafnanlegt kvæði í sinni röð, en ekki kann ég enn þá við »blaut«. »Ast og ótti« er líka óvenjulega fagurt kvæði og auk þess merkilegt að ýmsu öðru leyti. Tækifæriskvæði eru fá í bókinni. Maður sem vit hafði á sagði einusinni við Hannes: »þ>egar þú yrkir tækifæriskvæði eru þau ekki leingur tækifæriskvæði«, en ég er ekki á sama máli. Mér þykja tækifæriskvæðin lánglökust í bókinni, en þó skil ég undan eptirmælin eptir Arna Finsen. Fegurri eptirmæli eru ekki til á íslenzku og séra Mattías í allri sinni eptirmæla- dýrð gæti ekki ort betur. þ>eir sem þekkja skáldskap Hannesar að fornu fari, munu taka eptir því, þegar þeir lesa bókina, að ýinsum orðum og setníngutn er breytt frá því sem var í fyrstu, og fer að jafnaði betur á þessum breytingum en áður var, svo sem við »Skarphéðinn í brennunni«, en ver þó á einstaka stað, svo sem við fyrri lausavísuna á bls. 151, en af því fáir munu þekkja í hverju breytíng- arnar eru fólgnar, er ekki til neins að fjölyrða um þetta mál. Fg sé mér ekki fært að fara að þræða ein- stök kvæði, enda á hver hægast með að finna púðrið í þeim sjálfur. Ekki er heldur til nokk- urs, að nefna til fleiri einstök kvæði en gert hefir verið. fað er nóg að taka fram, að annaðhvort kvæði í bókinni er snildarverk, en hinn helm- íngurinn góð kvæði og er þá vel boðið af skáldinu. Að öllu samanlögðu kemur fram göfugleg og kallmannleg hugsun hvervetna í bókinni. Skáldið finnur auðsjáanlega til sjálfs sín, eins og hver maður hlýtur að gera, sem hefir luaustan líkama og heila sál, og einkum hefir Hannesar Hafstein ástæðu til þess, því við útgáfu bókar þessarar er hann orðinn einn af aðalmönnum í andlegu lífi Íslenínga og ætti að kallast þjóð- skáld réttu nafni, ef þetta nafn væri ekki tómt húmbúg, eptir: því sem það er tíðkað nú. Ó. D. Elztu skáldsögur sem suerta Islaud á útlendum málum. II. 1719 kom út skáldsaga eptir enskan rithöfund Daniel Defoe (1661—1731), »The surprising adven- tures of Robinson Crusoe of Yorlc«. Saga þessi er um hraknínga Robinsons, vist hans á eyðieyju svo árum skipti, viðskipti hans við villimenn o. s. frv. Sagan vakti óvenjulega mikla eptirtekt og myndaði að nokkru leiti nýja stefnu í sagnaskáldskapnum, því fjöldi manna tók sér fyrir hendur að semja sögur í sömu áttina og leið ekki á laungu áður en hvert einasta land í Norðurálfu hafði feingið sinn Robinson og sum fjöldamarga. þessar Robinsons- sögur skipta þúsundum og eru flestar mesta ómynd

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.