Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 4
28 f>að er á við sjóbað að blaða í kvæðum Hannesar, því léttleiki sá og hressleiki1, sem kemur fram svo að segja, á hverri síðu, hefir ósjálfrátt áhrif á mann. Eg get varla hugsað mér það dauðýfli, að ólundin dytti ekki úr þvi, um stundarsakir, við að vera úti í öllum þeim stormi, sem þýtur gegnum kvæðin. þ>að er annars eðlilegt að fjör og léttleiki ráði miklu í kvæðum Hannesar, því það má segja um þau eins og hertoginn af Gloucester sagði um launson sinn, að glatt og fjörugt hefði verið á Hjalla þegar hann kom undir. Hannes Hafstein er úngur maður, fæddur 1862. Hann varð stúdent vorið 1880 og sigldi á háskólann um haustið. Einmitt um þetta leyti var mjög fjörugt andlegt líf í Kaupmannahöfn, hnakkrifr- ildi milli hægri manna og vinstri manna, deilur og gauragángur meðal stúdenta og alt í upp- námi yfir höfuð að tala. íslenzkir stúdentar, þeir sem nokkur mannsbragur var að, tóku þátt í hreifíngum þessum eptir faungum og það leið ekki á laungu áður en þær höfðu skapað miklu fjörugra líf meðal íslenzkra stúdenta en áður hafði verið. Þetta var nú alt gott og blessað, því aldrei er ofmikið fjör meðal úngra manna, en eins og vant er þar sem Íslendíngar eiga í hlut, kom brátt upp óvild og fjandskapur meðal ís- lenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, út af eingu, held ég. þ»eir klofnuðu í tvo flokka, setn gerðu hvor öðrum alt til bölvunar, sem þeir gátu. þ>essar deilur og stælur stóðu mestallan þann tíma sem Hannes var í Kaupmannahöfn og tók hann mjög mikinn þátt í þeim. Liðið hafði skiptzt þannig af einhverri hendíngu, að flestir þeir sem voru nokkuð skáldmæltir, voru þeim megin sem Hannes var og má fullyrða að aldrei hafi verið ort meira meðal íslenzkra stúdenta en um þetta leyti. Mart var lítilsvirði, vísur sem fleygt var fram við tækifæri eða skop um mótstöðufiokkinn, en sumt er aptur með því bezta, sem hefir verið ort á íslenzku, eins og svo mörg af kvæðum Hannesar frá þessum árum. Fjörið keyrði alveg fram úr hófi meðal þessara »úngu, efnilegu manna«. jþeir hafa, ef til vill, lesið minna en skyldi og drukkið heldur mikið, en þeir skemtu sér vel, betur heldur en Islendíngar eru vanir að geta skemt sér og þó eða ef til vill öllu fremur þess- vegna lítur svo út sem þessi flokkur ætli að hafa miklu meiri áhrif á íslenzkar bókmentir en »dygð- amunstrin« úr hinum flokknum. Eg held allir kannist við að Gestur Pálsson, Hannes Hafstein og Einar Hjöileifsson standi mjög framarlega meðal íslenzkra skálda um þessar mundir. Tvö af kvæðum Hannesar, »strykum yfir stóru orðin« og »Úr bréfi« eru deilukvæði frá þessum róstutímum og hið óviðjafnanlega »Lof- kvæði til heimskunnar« er í sömu áttina, þótt það sé nokkru ýngra. Mart mætti segja út af kvæðum þessum, ef hér væri rúm til þess. J>au eru reyndar fremur óljós, en þó lítur svo út sem skáldið telji frelsið mark það og mið, sem ís- lendíngar og víst allar þjóðir og allir einstakir menn ættu að keppa að, ekki þetta gamla, lög- bundna frelsi sem hvorki er heilt né hálft, heldur frelsið sjálft, í heilu lagi, ef svo má segja, óbundið, takmarkalaust frelsi, sem hvorki nokkur trú né nokkrar aðrar kreddur marka bás. þ>etta er fögur hugsjón, en mun eiga nokkuð lángt i land og sú »háttvirta heimska«, drottníngin sem öllu vill ráða og flestu ræður, jnun hafa unnið mörg afreksverk áður en »heimsins sanna menníng« ryður sér til rúms, en »kirkjan, kirkjan hún brennur« með tímanum og þá er rutt úr vegin- um aðalmótspyrnunni móti því, að öll skepnan geti orðið frjáls og verði frjáls. Eg hefi nú í mórg herrans ár hálfkunnað utanað miklu meira en helmínginn af kvæðum Hannesar Hafsteins og mér hefir ávalt fundizt einhver óíslenzkukeimur að þeim, en þegar ég lít nú yfir þau í heild sinni hverfur þessi tilfinn- íng alveg. Fjöldi af kvæðunum er einmitt mjög þjóðlegur að blæ. Eg þekki t. d. ekki þjóðlegri kvæði en »Smalastúlkan« og »Morgun«, enda eru þessi kvæði með þeim allrabeztu í bókinni. Onnur eins vísa og annað erindið í »Smalastúlkan« hefir meira gildi fyrir islenzkar bókmentir en heilar kvæðabækur með krístalsáa og sólargljáa- ljóðum. Hver einasti maður sem les kvæðin hlýtur að taka eptir kveðandinni á sumum kvæðunum, svo sem »sjóferð«, »Við Geysi«, »Oveður« o. s. frv. Flest eða öll íslenzk skáld eru altaf að juða við sömu bragarhættina, og þángað til hafa þau verið að, að menn eru orðnir sárleiðir á þeim. þ>að er heldur ekki von að vel fari þegar hvert skáldið(!) eptir annað geingur í skrokk á sama bragarhættinum ár eptir ár og notar hann við brúðkaupsljóð og erfiljóð og hvatir og sálma, því mest er ort af þessu tagi um þessar mundir, öðru máli er að gegna um Hannes Hafstein. Að vísu eru mörg kvæðin undir gömlum bragar1- háttum, en mörg eru líka með nýum bragarhátt- um og þeir eru sumir svo snildarlegir, t. d. bragarhátturinn við »Sjóferð«, að það liggur alveg eins mikil íþrótt í sjálfu hljóðfallinu og í orðum og hugsun. Og þótt skynsemin sé marg- búin að telja manni trú um, að allur skáldlegur búníngur sé hégómi; það sé hugsunin ein, sem skilur á milli skálda og leirskálda, þá verður rnaður þó að dást að öðrum eins híalínsbúningi og þeim sem fellur niður um Sjóferðina. Mörg af kvæðunum eru nokkurs konar ætt- jarðarkvæði, þótt þau séu, til allrar hamíngju, ekki lík þessum kvæða leysum, sem svo opt eru ort fyrir minni íslands. Kvæði þessi bera með sér að Hannes ann mjög ættlandi sfnu og Vandiæðaorð, sem svara til danska orðsins «Friskhed«.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.