Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 6
30 í skáldlegu tilliti, en voru þá keyptar og lesnar í grið, því þá var fátt eða eklcert til af aiþýðlegum vísindaritum, en flestar Robinsonssögur snerta mjög landafræði, þjóðafræði og jafnvel náttúrusögu, eins og sögur Jules Verne’s um þessar mundir. Fjórar af þessum Robinssögum hafa komið á prent á íslenzku. Fyrst og fremst heflr Steingrímur Thorsteinsson gefið út ágrip af sögu Defoe’s 1886, Róbínson Krúsóe, og er það hentug bók handa börnum, en fæstir held ég að séu á máli Hettner’s að sagan sé afbragð í skáldlegu lilliti. Björn lög- maður Markússon gaf út á Hólum 1756 »þess svenska Gustav Landkrons og þess eingelska Bert- holds fábreytilegir Robinsons, eður lífs og æfi sögur. Ur dönsku útlagðar af séra J>orsteini Ketilssyni, prófasti í Vaðla þíngi«, og eru sögur þessar taidar merkilegri en Islendingasögur í formálanum. Sög- urnar eru 348 bls., fjarskalega þétt prentaðar og mundu vera stór bók ef þær væru prentaðar með skapiegu letri. Loksins eru Felsenborgarsögur Ak. 1854, sællar minníngar, af þessu tagi. Reyndar kom aldrei út af þeim nema fyrri hiutinn, en hann er hvorki meira né minna en 544 síður og var guðs lukka að ritið skyldi hætta í miðju kafi, þvi verri bók hefir ekki sézt á íslenzku máli. En auk þess eiga Islendíngar Robinssonssögu út af fyrir sig, eins og áður er drepið á og mun þeim fæstum vera það kunnugt. Sagan heitir: »Sá íslenzki Robinson eða hinar undarlegu ferðir og atburðir sem drifu á daga Gissurs Isleifs, sem fæddur var á Islandi; er hér sérstaklega Iýst ein- veru hans í tíu ár á óbygðri smáeyju og hvernig hann komst loksins þaðan, en inn í þessa frásögn er skotið skemtilegum ástasögum annarra manna. Aptanvið er viðbætir, stutt en þó áreiðanleg skýrzla um hina stóru eyju Island og nákvæmt kort af henni«. Kmh. og Leipzig 1755. (IV) 346 bls. Skýrzlan um Island er sex siður kortið er sama og í bók Horrebows um Island 1752, en nöfnunum er snúið á þýsku og eru þau öll afbökuð. F'raman við bókina er mynd af Gissuri á tunnufari sínu, sem seinna verður getið um. F.kki stendur neinn höfundur á bókinni, en menn vita þó eptir hvern hún er, Johan Georg Fleischer, sem var herforingi (Kommandeursergent) i Kmh. 1725—56. Hann ritaði ýmsar aðrar bækur í sömu áttina, »Der nordische Robinson« 1749, »Der dánische Robinson« I—IV 1750—53 og »Der fáröische Robinson« 1756, en þótti annars fremur lítilfjörlegur rithöfundur. Aðalmaðurinn í bókinni Gissur er sjálfur látinn segja frá, og er því haldið framan af sögunni, meðan hann segir eingaunga af sjálfum sér, en seinna, þegar sagan er orðin eins mikið um aðra menn og hann sjálfan er frásagnarhættinum breytt og vona ég að þetta ósamræmi hneixli eingan. Eg er fæddur og uppalinn á Islandi. Faðir minn var kaupmaður og hafði farið víða. Hann sagði mér frá ferðum sínum i útlöndum og vaknaði við það sterk laungun hjá mér til að fara að dæmum hans. Vonutn bráðara bauzt ágætt tæki- færi til að fullnægja þessari laungun. Kaupmaður frá Hamborg varð veikur á Islandi, svo hann gat ekki siglt með félögum sínum um haustið. Honum var komið fyrir hjá föður mínum um veturinn og batnaði honum þar smámsaman. Hann hafði sér til skemtunar að kenna mér þýzku og var ánægður með eptirtekt mína og framfarir. Loksins bauð hann okkur feðgum að ég skyldi fara með sér til Hamborgar og lofaði að leiðbeina mér þar og sjá um mig. Við tókum þessu boði með þökkum, því við vissum að maðurinn var valmenni. Aður en ég fór af stað tók faðir minn mig á eintal og lagði mér ýms heilræði, brýndi hann fyrir mér guðsótta, trúmensku og greiðvikni við náúngann, en varaði mig við blóti og ragni og drykkjuskap; hafði hann ritað þessar áminníngar á blað og fekk mér það í hendur, svo ég skyldi síður gleyma þeim; kvaddi ég nú frændur og vini og komzt til Hamborgar með heilu og höldnu. Eg komzt á verzlunarskrifstofu i Hamborg og lét mér mjög hugað um að geðjast húsbónda min- ura, enda var hann harðánægður með mig og stakk að mér mörgum gullpeningnum; hélt ég þeim saman og forðaðizt að slá mér út og taka þótt i dansi, dufli og drykkju, eins og svo mörgurn af jafnöldrum minum hætti til. Aptur las ég góðar bækur, þegar ég hafði tóm til, og fór mér nú óðum fram í þýzkunni. þegar ég var orðínn nokkurn veginn vel að mér i verzlunarfræði fór mig að lánga til að nema sjómannafræði; sagði ég húsbónda mínum það og lét hann þegar kenna mér hana; kom hann mér í undirstýrimannsstöðu á skipi, sem fór til Noregs og þótti mér takast það starf svo vel, að ég fékk sömu stöðu á skipi sem fór til kanarisku eyjanna. þar var mér tekið mjög vel og skemti ég mér þar ágæt- lega; sá ég fjaliið Pico á Teneriífa meðal annars, og var okkur sagt að það væri hæzt fjall í heimi. Ferðin gekk ágætlega að öllu leiti og komum við aptur til Hamborgar með ógrynni af dýrindisvörum. Eg stundaði nú sjómannafræði í sex mánuði hjá ágætum meistara, á eigin kostnað, en notaði jafnframt tækifærið til að kynna mér alt sem mér þótti markvert í Hamborg og skrifaði ég hjá mér það sem mér fanzt mest til um. Húsbóndi minn mælti nú fram með mér við einn af félögum sínum i Amsterdam og leið ekki á mjög laungu áður en bréf komu um að ég skyldi flýta mér þángað, og gæti ég orðið undirstýrimaður á skipi til Batavía; þótti mér vænt um þetta. Nú vissi ég að lángt mundi verða þángað til ég kæmi aptur til Hamborgar og vildi ég því skilja vel við þar. Eg bað því einn af félögum mínum að efna til gildis handa sex mönnum, því ég þekti ekki fleiri menn að marki, ekki alt of lángt frá borginnni; ætlaði ég til þess 60 dali. Hann tók vel í það, en gerði það af skömmum sinum að efna til svalls-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.