Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 3
27 sá litur er náfroða af þrautpíndri þjóð og þrælsblóð úr feðranna æðum, og hrægustur sá sem þar Helvíti bálar er hrygla og andremma kúgaðrar sálar. þ>eir standa þar líka sem létu sitt blóð i lausnarsjóð frelsisins gánga: en það eru hræin sem þeytt er á glóð og þeir sem á gálgunum hánga. Og þetta var öndverða æfinnar daga mín örlaga fræði, mín veraldarsaga. Og þegar að lokum þeir launin sín fá er lífinu svo hafa slitið: hve mega þeir, hamíngja, þakka þér þá sem þú hefur synjað um vitið, sem grimdina tigna, sem hræsninni hnegja, sem hálfvitar fæðast, sem skiftíngar deyja! En hvar stóðu þeir, sem að beina nú braut í baráttu þjóða og landa; sem glæða mér vonir, sem greiða mér þraut, sem gefa mér kraft til að standa, og hjálpa mér þángað er hvíla jeg megi í heiðari bjarma af fegurra degi. Eg veit þó sitt bezta hver vinur mér gaf og viljandi blekti mig einginn: en til þess að skafa það alt saman af er æfin að helmíngi geingin. þ>að verður á bók þess svo varlega að skrifa sem veikur er fæddur og skamt á að lifa. Og æskunnar menjar það meinlega ber sem mitt var hið dýrasta og eina — um síðuna þá sem þar óskrifuð er jeg ætla ei að metast við neina: mig lángar að sá aunga lýgi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni. p. E. Sólskríkjan. Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og saung þar á grein svo sólfögur ljóð um svo mart sem ég unni, og kvöld eftir kvóld hóf hún ástarljóð ein — ó, ef að þú vissir hvað mikið hún kuntii. Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalla skraut. hve frítt er og rólegt að eiga þar heima, hve mjúkt er í Júni í ljósgrænni laut, hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma, og hvað þá er indælt við ættjarðar skaut um ástir og vonir að sýngja og dreyma. En sætust af öllum, og sigrandi blíð, hún saung mér þar ljóðin um dalbúans næði, um lundinn sinn kæra og lýnggróna hlíð, þó lítil og fátækleg væru þau bæði; en svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð í sýngjandi snjótitHngs vornæturkvæði. þ>ar saung hún í kyrðinni elskhugans óð um óbygðar heiðar og víðsýnið fríða, og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð sem biður þess sumarið: aldrei að líða; því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð því hika þar nætur, og dreymandi bíða. En fjarri er nú saungur þinn sólskríkjan mín og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann lángar svo oft heim á þ>órsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, — hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. p. E. Bókmentir. Hannes Ilafstein. Ynvisleg Ijóðmœli. Rkv. 1893. 8. VIII + 191 + (1) bls. »Fátt er ljótt á Baldri«, datt mér í hug, þegar ég hafði farið yfir kvæði Hannesar Haf- steins í fyrsta skipti, því ég tók ekki eptir einni einustu vísu, sem ekki var boðleg hverju ljóða- safni setn skyldi. Að vísu "eru kvæðin misjöfn að gæðum, en hér er einginn óhroði, ekkert alveg ónýtt, ekkert, sem réttara hefði verið að fella á burt, eins og annars á sér stað með flestar ís- lenzkar kvæðabækur, jafnvel þótt höfundarnir hafi sjálfir séð um útgáfu þeirra. Hannes hefir jafnvel vandað valið svo mjög, að hann hefir skotið ýmsu undan af ljóðmælum sínum, sem þeim er sneyðir að sem kunna. Fyrstu kvæðin í bókinni, kvæðin sem hann orti fyrst, standa heldur ekkert á baki þeim seinni, og ef maður vissi ekki að Hannes hefir ort talsvert af kvæðum fyrir 1880, sem ekki eru tekin upp í bókina og talsverður úngærisbragur mun vera að, mætti jafna honum saman við Aþenu, sem stökk fullvaxin og albrynjuð, fögur og aflmikil út úr höfði Seifs, föður síns.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.