Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.10.1893, Blaðsíða 7
31 ins á illa ræmdum stað, þar sem vændiskonur voru vanar að hafast við. Eg hafði ávalt verið fráhverfur öllum solli og ætlaði hann að vita hvort ég gæti staðizt freistingar þessara fögru en lauslátu kvenna. Við fórum á veizlustaðinn þegar til var tekið og átum þar og drukkum ágætlega, svo við urðum jafnvel hálfkendir. þegar við höfðum matazt gekk ég mér til skemtunar í garðinum stundarkorn. Skömmu seinna heyrði ég hljóðfæraslátt og gekk á hljóðið; sá ég þá að félagar minir voru komnir i tæri við sína stúlkuna hver þeirra og sumir voru jafnvel farnir að dansa. Nú kemur mjög skoplegt æfintýri fyrir Gissur og segi ég frá því með sem fæstum orðum, því oflángt yrði að þræða sögu hans sjálfs. Gissur var hálfkendur eins og drepið er á og alveg ókunnugur kvennfólki og brellum þess. Fé- lagar hans sáu svo um að hann varð einn með einni konunni og er ekki að orðleingja að hann varð »bálskotinn« í henni. Fyrst þorði hann varla að koma nærri henni, þvi síður að nefna ást sina á nafn, en Arasía litla gaf honum undir fótinn, svo hann varð djarfari. Loksins bað Gissur hennar í fullri alvöru ok tók hún því máli vel, og sagði, að þar sem hún vissi hvernig stæði á ferðum hans, skyldi hún ekki heimta að þau giptust fyr en hann kæmi aptur, en þau yrðu að opinbera félögum hans trúlofunina. Gissur þóttist vera sælasti maður undir sólinni og felzt fúslega á þetta. þegar þau lcomu til hins fólksins sagði Gissur frá trúlofuninni og létust allir samfagna honum, en ætluðu að sprínga af hlátri undir niðri; var nú svallið aukið og drukkið fast. Hver ræðan fyrir Gissuri og kærustu hans rak aðra en þau kystust og klöppuðust eins og þau væru geingin af vitinu og þóttist Gissur aldrei hafa lifað jafnyndislegar stundir. þetta gekk alla nóttina og loksins geingu allir til svefns; var Gissur þá orðinn svo sljór bæði af víni og ástar- vímu að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Um morguninn vaknaði hann í rúminu hjá Arasíu og hafði ekki hugmynd um hvernig hann var kominn þángað; mundi hann nú eptir þvi hvað gerzt hafði kvöldið áður og sáriðraðizt eptir öllu saman og það þvi fremur sem honum þótti Arasía ekkert girnileg í morgunsárinu. Auk þess skamm- aðist hann sin gagnvart félögum sínum og var að hugsa um að laumast burt með Arasíu, en þá kom spilagosinn sem hafði valdið öllu saman og dró hann sundur í logandi háði fyrir flysjúngsskapinn. Nú kom líka Árasía og hljóp þegar upp um háls- inn á Gissuri og vissi hann þá varla hvað hann átti að gera af sér. Loksins gat hann ekki stilt sig um að kvarta yfir vandræðum sínum við félaga sína og lofaði spilagosinn honum að hann skyldi koma honum úr þessum klípum. Skömmu seinna stakk Árasía upp á því að fyrra bragði, eptir undir- lagi hans, að þau Gissur skyldu slíta trúlofunina, en halda kunníngskap, þar sem þau hefðu komizt í svona mikil kynni; tók Gissur þvi boði fegins- hendi og varð nú sýnu hressari og glaðari en áður.; Arasia sagði nú Gissuri æfisögu sína og hvernig stæði á því að hún væri í þessum solli. Æfisagan er laung og eru fléttuð inn í hana mörg bréf sem ekkert koma Gissuri við. Henni er þvi slept hér og skal þess aðeins getið að Árasía var gipt kona sem hafði vanizt á lauslæti frá blautu barnsbeini svo að segja. Maður hennar hafði hlaupið frá henni og hún lifði nú af því að vera hér vændis- kona, en var orðin leið á þessum solli og þessari spillíngu. Gissuri fanzt mikið til um sögu þessa og brá honum svo við hana að hann fékk aptur heita ást á Árasíu; fékk hann hana til að fara með sér til Hamborgar og mátti ekki af henni sjá þennan stutta tíma, sem hann átti eptir að vera þar. Loksins urðu þau þó að skilja og hét hvort öðru eilifri trygð og vináttu að skilnaði. Gissur hélt nú af stað til Amsterdam, en átti að koma við í Bremen á leiðinni; átti hann að verða samferða þaðan ungum kaupmannssyni. Á leiðinni var hann optastnær að hugsa um Árasíu og iðraðist mjög eptir að hann hafði farið frá henni. I Bremen var Gissurí tekið mætavel og skrifaði hann þar bréf til Arasíu fult af yfirlýsíngum um ást og sárar sorgir. Félagi Gissurs var mjög skemtilegur og gat hann haft nokkuð af honum með því að segja sögur o. s. frv. Ferðin geklc vel yfir höfuð, en þó kom það fyrir þá fjórða daginn, að þeir urðu staddir við áflog milli hermanna og bænda i veitingahúsi einu og urðu að bera vitni í því máli, en flæktust annars ekkert inn í það. þeir félagar lentu lika 1 brúðkaupsveizlu læknis eins og skemtu sér þar i nokkra daga við saung, dans og hljóðfæraslátt o. s. frv., en þó lentu hijóðfæraleikendurnir í geysi- legum áflogum og hjó það skarð í gleðina um hrið. Alt jafnaði sig þó og skildu þeir við lækninn og konu hans með mestu kærleikum. þess verður að geta að Gissur mátti ekki pils sjá í veizlunni svo honum dytti ekki Árasía í hug og varp hann opt mæðilega öndinni af þrá til hennar, en yfir höfuð hægðist honum þó, eptir því sem frá leið. Gissur kom alveg mátulega til Amsterdam þvi skipið sem hann átti að fara með til Indlands átti að leggja af stað innan hálfs mánaðar. Hann fékk þar bréf frá Arasíu og flutti það honum þær fréttir að maður hennar væri kominn heim aptur með sand af peníngum og ynni henni hugástum; þótti honum þréfið ekki eins innilegt og hann hefði kosið á, og svaraði henni þvi aptur fremur þurt, en gat þó ekki að sér gert að hann virti hana meira ennþá en nokkra aðra konu, sem hann hafði komizt í kynni við. (framhald.)

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.