Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 4
4 Lögberg-Heimskringla, föstudagur 12 maí 1978 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephone 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson ASSISTANT EDITOR: Sharron Wild PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg ?!!? ENSKA - ÍSLENSKA ?!!? I BLAÐINU í DAG er þess stuttlega getið, sem helst er á íslensku af efni blaðsins. Þetta var gert í fyrra, og mæltist þá vel fyrir, en ýmsar ástæður eru fyrir því, að ekki reyndist unnt að halda þessu áfram. Nú hafa hins vegar aðstæður breyst á þann veg, að þessi hátt- ur verður framvegis hafður á. Með þessu er komið til móts við óskir lesenda blaðsins, og um leið er enskt efni í blaðinu aukið. Gera má ráð fyrir, að auk þessa verði framvegis meira efni á ensku, en hingað til hefur verið í blaðinu, en engu að síður verður meginhluti alls efnisins á íslensku hér eftir sem hingað til. Þannig má t.d. búast við því, að forystugreinar birtist á ensku oftar en verið hefur, en það má senni- lega telja þau skipti á fingrum annarar handarinnar, sem forystugreinar þessa blaðs hafa verið á ensku á undangengnum árum. Það er, og verður sjálfsagt alltaf deiluefni, hve mikill hluti af efni blaðsins skuli vera á íslensku, og hve mikið skuli vera á ensku. Um það hefur og verið skrifað fyrir stuttu, og verður því ekki fjallað nánar um það hér að þessu sinni. Á hitt má benda, að í vetur hefur það færst í vöxt, að blaðið hefur verið notað sem hjálpargagn við ís- lenskukennslu hér í Kanada, og er það vel. — Það ætti að verða til þess að auka áhuga íslenskunemendanna á blaðinu, og er þess að vænta, að blaðið geti orðið þeim að sem mestu gagni. Til þess að koma til móts við þetta áhugafólk hef- ur verið ákveðið að senda sérhverjum nemanda eintak af blaðinu á meðan námskeið standa yfir og hafa af hálfu blaðsins verið lögð drög að þvi að fá nöfn og heim ilisföng nemenda víða að. Þeir kennarar, sem lesa þessar línur, og ekki hef- ur verið haft samband við, ættu að senda okkur lista með nöfnum nemenda sinna, og heimilisföngum, svo unnt sé að senda þeim eintök af blaðinu. Fyrir skömmu hittum við einn af íslenskukennur- unum í Manitoba, og í viðræðum við hann kom í ljós, að nemendum hans þótti íslenskan í blaðinu of þung aflestrar. Þessa skoðun höfum við reyndar heyrt fyrr. Hvernig skyldi standa á því? — Undirritaður hef- ur reynt að finna svar við þessari spurningu, og í fyrr- greindum viðræðum var niðurstöðunni varpað fram. Hún er sú, að íslenskan, sem nú er notuð í blaðinu sé ósköp venjuleg íslenska, hvorki betri né verri en al- mennt gerist. Þetta sé sú íslenska, sem notuð er af ís- lenskum almenningi nú til dags. Ef til vill er sú íslenska eitthvað frábrugðin þeirri, sem áður hefur verið notuð í blaðinu, og ef til vill er hún um leið eitthvað frábrugðin því máli, sem fólk hér vestan hafs er alið upp við, og hefur verið að læra. — LögbergHeimskringla getur auðvitað ekki komið í stað kennslubóka. Blaðið ætti hins vegar að geta verið dýr- mætt hjálpargagn, eða kennslutæki, og verður vonandi notað sem slíkt. já UMFANGSMIKIL STARFSEMI NEFNDAR UTANRÍKISRÁÐUNEYTIS ÍSLANDS SEM FJALLAR UM SAMSKIPTI ÍSLANDS OG VESTUR-ÍSLENDINGA HAUSTEÐ 1976 skipaði utan ríkisráðherra íslands, Einar Ágústsson, þriggja manna nefnd, sem hefði það hlut- verk í samráði við ráðuneyt- ið, að samræma allar aðgerð ir, sem horfðu til aukinna samskipta við Vestur-íslend- ingaw Nefndin var skipuð til fjögurra ára, og eru eftir- taldir í henni. HeimirHann- esson, lögfræðingur, formað- ur, Árni Bjamarson, bókaút gefandi og séra Bragi Frið- riksson. Kitari nefndarinnar var Sverrir Haukur Gunn- laugsson, deildarstjóri í utan ríkissáðuneytinu, en hann hefur nýlega látið af því starfi, þar sem hann hefur tekið við embætti sendiráðu- nautar við íslenska sendiráð ið í Washington. Nefndarmenn er óþarft að kynna, þeir hafa allir haft veruleg afskipti af málefn- um Vestur-lslendinga um langt árabil. Formaðurinn er auk þess umboðsmaður Lög- bergs-Heimskringlu á Is- iandi, og séra Bragi er for- maður Þjóðræknisfélagsins í Reykjavik, Árni er formað- ur Þjóðræknisfélagsins á Ak ureyri. Nýlega lagði nefndin fram skýrslu yfir starfsem- ina, og var hún afhent utan- ríkisráðherra fyrir skömmu. I skýrslunni kemur meðal annars fram, að fjárveiting- ar til nefndarinnar leyfa ekki eins umfangsmikið starf, og ef til víll væri æski- legt, og þar kemur ennfrem- ur fram, að meginverkefni nefndarinnar, er stuðningur við útgáfu Lögberg-Heims- kringlu, og hefur mestur hluti alls fjármagns nefndar- innar farið í þann þátt starf- ins. Helmlr Hannesson Þá hefur nefndin einnig veitt nokkra styrki til ým- issa aðila, í því skyni að varðveita upplýsingar um málefni og annan fróðleik, sem hætta er á að færi ann- ars forgörðum. Þá hafa enn- fremur verið veittir styrkir til þess að treysta menning- arleg tengsl og varðveita ís- lenska tungu í Vesturheimi, eins og segir í skýrslu nefnd arinnar. Þessir styrkir voru veittir: 1) Styrkur til Áma Björns- sonar, þjóðháttafræðings, til þess að safna þjóð- háttalegu efni meðal V estur-Islendinga, (skýrsla hans hefur verið birt í Lögberg-Heims- kringlu. 2) Styrkur til Ólafs Hjartar deildarstjóra í Lands- bókasafni Islands til þess að ljúka skráningu á ís- lénskum bókum, blöðum og tímaritum, sem gefin hafa verið út í Kanada og Bandaríkjunum. (skýrsla hans hefur einn- ig verið birt í blaðinu). 3) Styrkur til Kvennakórs Suðurnesja vegna söng- feröalags kórsins til Is- lendingabyggða í Kanada sumarið 1977. 40 ÁR FRÁ UPPHAFI FLUGS Á ÍSLANDI FRÁ Reykjavík var farið yf- ir Akranes og síðan með ströndum til Akureyrar. — Þar var lent á Pollinum eftir 2 klukkustunda og 20 mín- útna flug. '1 Þetta var 2. maí árið 1938. Farkosturinn var TF-ÖRN, og er meðfylgjandi mynd tekin á Akureyrarpolli árið 1938 af flugvélinni, sem var af Waco gerð, keypt til lands ins frá Noregi. Flugmaður var Agnar Kofoed Hansen, sem nú er flugmálastjóri á Islandi, og með honum i þess ari fyrstu ferð var Gunnar Jónsson, flugvélstjóri. Á Akureyri beið þeirra fjöldi fólks, sem fagnaði þess um tímamótum í sögu sam- göngumála á Islandi. Daginn eftir var flogið með fyrsta farþegann, Ing- ólf Kristjánsson, bónda að Jódísarstöðum í Eyjafirði. Á þessum fjörutíu árum hefur merkileg saga verið skráð af flugmálum Islend- inga, og stórfelldar framfar- ir orðið á öllum sviðum þessa þáttar samgangna. — Nægir í því sambandi að benda á, að í fyrra voru fluttir í áætlunarflugi innan- lands á vegum Flugleiða, fleiri farþegar en nemur allri íbúatölu Islands, eða um 235 þúsund manns, eins og sagt var frá hér í blaðinu á sínum tíma. já 'ktíZ ¥;Y'^¥* agra llj"

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.