Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 12 maí 1978 Veður var hið versta og fljótið í vexti. En þegar hann var lagstur til hvíldar, heyrir hann kallað til sín með veikri bamsrödd. Hann fer út, en sér engan. Fer þvi inn aftur og leggur sig til hvíldar, en þegar hann ætlar að fara að sofna, er kallað aftur. Hann fer út, gengur fram og aftur með fljótinu, en sér engan. Fer svo inn aftur. 1 þriðja skipti er kallað, og þegar hann kemur út, sér hann lítið barn standa á bakkanum hinum megin fljótsins. — Hann tekur göngustaf sinn, veður yfir um og sækir bamið. En þegar hann kemur aftur út í fljótið, tekur það að vaxa og verður hálfu straumþyngra en vanalega. Jafnframt verð- ur barnið svo þungt á herðum hans, að hann þykist aldrei hafa borið jafnþunga manneskju. Honum finnst sem muni hann örmagnast og ekki nú landi. Nú kom hið mikla afl honum að góðu haldi, og þó fékk hann sig nú fullreyndan. Loks er hann komst yfir um, setur hann barnið á bakkann og segir við það: Osköp varst þú þungur, drengur minn. Mér finnst sem ég hafi borið himin og jörð á bakinu yfir fljótið. Sveinninn brosti og leit framan í hann skærum og blíðum augum. Það er von, mælti hann, því að þú hefur borið himins og jarðar skapara. Og áður en hann fékk átt- að sig, var barnið horfið. En hann varð heilagur maður, varði öllu lífi sínu guði til dýrðar og fékk nafnið sancte Christaphorus, það þýðir þann, sem ferjað hefir örist...” „Við búum við beljandi fljót, vinur minn, og erum að vinna þrautir okkur til frelsis. Ef til viil eru það syndir of- metnaðarins og ofstopans, sem við gjöldum, eins og sancte Ohristophorus, en við megum umfram allt ekki missa þolin- mælina. Enn eigum við eftir þyngstu þrautina, sjálft kær- leiksverkið, — aðalkærleiksverkið, sem kórónar cillt og bless ar allt líf okkar.” ---------Skömmu seinna reið „maður .m á svarta hestin- um“ vestur um byggðina. En í þetta skipti fór hann ekki einsamall. Sancte Christophorus var með honum. Hann gat ekki hrundið úr huga sínum þessu ævintýri sem Anna hafði sagt honum. Það var svo ólíkt öllu því, sem hann hafði heyrt og lesið til þessa. Að riddari, mikill maður og hraustur, riddari, sem hvergi hitti sinn jafningja, skyldi gefa hest sinn og tygi til guðsþakka og gerast ferjumaður, — nei, ekki einu sinni ferjumaður, heldiu’ aðeins burðar- maður fátækiinga og förumanna yfir straumharða á, og finna þar loks þá hamingju sem han þráði. Hann settist að í helli sínum, og 'dagarnir urðu aftur hverjir öðrum líkir. Og þó var tilbreyting, sem hann tók varla eftir. Sólin hækkaði á braut sinni. Skuggakafli næturinnar varð styttri og dagarnir lengri og mildari. Grundirnar undir f jöll unum dökknuðu og sandarnir urðu svartari. Markarfljót var búið að sópa af sér öllum ísnum, o gþað var talsverður móður í því. Hann fór að heyra raddir, sem hann hafði saknað í lang- an tíma. Farfuglarnir voru að koma aftur. Og nú óx umferð um héraðið. Fólk var að flytja sig vistferlum. Það var kom- inn vinnuhjúaskildagi. Þá var það einn dag, að einkennilegt atvik kom fyrir hann. Hann sat uppi í helli sínum, framan við vaðmálstjaldið, eins og hann var vanur, og starði suður á grundirnar og fljótið, sem svall á eyrum rétt undir brekkunum. Þá kom kvenmaður ríðandi vestan við fljótið, með bam í fanginu og fataböggul bundinn við söðulsveifina. Hún reið undur hægt, fót fyrir fót. Hesturinn virtist vera latur en traustur. Þegar hún kom að fljótinu, reið hún hiklaust út í það. Hún þræddi brotin eftir stramnlaginu og var auðsjáanlega vön vötnunum. Hesturinn óð hægt og knálega. Fljótið var svo djúpt í sumum álunum, að vatnið beljaði upp í fótskör- ina. — Þegar hún nálgaðist austurlandið, óð hesturinn um stund á grynningum fyrir ofan eina eyrina. — Þá var ekki eftir nema siðasti állinn, en hann var líka dýpstur. En allt í einu sökk hesturinn í sandbleytu. -? Reyndu þetta, vinur, það nota þeir í lúðrasveitunum! t>ví sagði mér enginn að þessi hurð væri læst! Asni geturðu verið. — ekki sumartízkan — heldur skótízk- an! ooooooooooo oooc Heyrðu kunningi. Væri ég í leit að slagsmálum, þyrfti ég ekki að fara að heiman! Hvar er hitt sverðið? Hann braust um nokkra stund, þar til stúlkan hvarf og söðullinn með. Gjarðirnar höfðu slitnað. Eftir örlitla stund var hún komin upp á eyrina með bamið í fanginu, og söðullinn einnig rekinn upp á eyrina. — En hesturinn reif sig fram úr sandbleytunni og óð aust- ur yfir. Stúlkan stóð á eyrinni og kallaði um hjálp í ákafa. En það voru litlar líkur til, að það heyrðist heim að Fit, sem var næsti bærinn. Hjalti brá við skjótt, greip stöng sína og hentist í fáein- um loftköstum ofan að fljótinu og óð út í eyrina til stúlk- unnar. Állinn var 'honum undir hendur. Hann tók móðurina og barnið í einni ferð, móðurin á bak- ið og barnið á handlegginn. og óð með þau austur yfir. Svo óð hann til baka og sótti söðulinn. Stúlkan vatt bleytuna úr fötum sínum og bamsins á með- an Hjalti náði hestinum, gerði við gjarðimar og lagði á. Hún skalf enn þá eins og laufblað af hræðslunni, og tárin .titruðu í augnahárum hennar. En barnið hló út undir eym að öllu ævintýrinu. „Guð launi þér hjálpina!” mælti stúlkan með grátklökkri rödd, þegar hún var sest á bak og Hjalti rétti henni bamið. „Hverjum á ég að þakka þessa miklu hjálp?” Hjalti svaraði engu. Hann leit framan í stúlkuna. og virti hana fyrir sér. Hún var ung og góðleg, og barnið hennar var yndislega fagurt og hraustlegt, svo sem ársgamalt. — Það var svo sem auðséð, að hún var bláfátæk og barnið lík- lega óskilgetið. Enginn maður lætur konu sína ríða þannig vötn fylgdarlausa; annað mál er það, hvað menn bjóða bamsmæðrum sínum. Líklega var hún að fara í vist eitt- hvað austur undir fjöllin, þar sem hún mátti hafa bamið á kaupinu sínu. „Hvað heitir þú og hvar áttu heima?” spurði stúlkan og horfði hálfhrædd á þennan sterklega villimann, sem hafði bjargað henni ,en ekkert orð við hana talað. Hún hafði ekki virt hann fyrir sér fyrr en nú. Nú varð henni starsýnt á hann. Hjalti svaraði engu. Hann rétti henni tauminn, myrkur, en þó mildur á svipinn. Svo tók hann stöng sína, gekk í hægðum sínum ofan með fljótinu og lagðist þar niður. — Stúlkan reið á stað, en leit við og gaf honum auga á meðan ,hún gat séð til hans. — Nsestu nótt gat Hjalti ekki söfið í helli sínum. Hann var alltaf að hugsa um þetta ævintýri. Þetta tárvota augna- tillit stúlkunnar, fullt af þakklæti og þó um leið af undrun og ótta og spumingum, hvarf aldrei frá innri augum hans. Tár, — þakklætistár! Það var sjaltgæfur ylur, sem um. hann lagði, er hann hugsaði til þeirra. Það lagði bjarta og heita geisla af þessum tárum um alla sál hans. — Þessu gat enginn maður rænt. — Það var hægt að fá að launum, en ekki öðruvísi. Nú fór hann að skilja hugarfar hins heilaga Kristófrus- ar. En hvað var það að bera bamið hjá því að bera móður þess líka? Auðvitað var það ekki guðs móðir, sem hann hafði borið, en það var fátæk móðir, sem engan átti að og ekkert til að launa með. Og hvaða munur var á þvi, að bera guðs móður og einhverja aðra umkomulausa stúlku, ,Jesús eða eitthvert annað barn? Enginn vissi um þann mun fyrr en eftir á. Og dag eftir dag starði hann út yfir fljótið eftir nýju ævintýri, nýju tækifæri til að gera góðverk og fá að bjarga einhverjum úr háska. En það kom ekki. Menn fóm daglega yfir fljótið og oft á dag, en engum barst þar á. Það vom allt vanir vatnamenn, sem sáu hverja hættu og sáu undir- eins úr landi, hvar fært var og hvar ekki fært. — Fljótið var þeim ekkert annað en ofurlítil þraut, sem gaman var að ,yfirstíga. SJÖUNDI ÞÁTTUR 1. STÖRIDÖMUR Alþingið við öxará 1564 var mislitt og misviturt. Það em öll þing. Mislitt var það að minnsta kosti, því að aldrei hefir tísk- an í klæðaburði haldið meira upp á það mislita en einmitt þá. Og til vom menn hér á landi einnig þá, sem tolldu í tísk- unni og fylgdu apalátum hennar erlendis. Pípukragamir vom þá óðum að ryðja sé rtil rúms, og ut- íkorin litklæði vom í blóma sínum. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.