Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 23
»75 fjötrarnir urðu mér léttbærir af því, að á hverjum degi sá ég fríðri konu bregða fyrir í svip, er hún gekk þar fram hjá. Síðar gat ég flúið, en þá var því miður hjarta mitt þrungið af hatri, svo ég gerðist sjálfur ræningi. En hversvegna komst ég aftur á betri leið? Spyrjið hana, sem ég eina morgunstundina mætti upp í borg einni. — Hvar skyldi hún vera núna? Eg gæti, vinir mínir, sagt ykkur margt um. . . en það er orð- ið áliðið, ég held ég vilji heldur liggja útaf og hvíla mig, á með- an ég hlusta á ykkur. Pó er það hugboð mitt, að þegar ég nú er láfinn, muni koma ferjumaður með bát sinn, til að flytja mig til þeirrar strandar, þar sem mínir góðu englar nú dvelja, svo að ég geti knékropið þeim og þakkað þeim fyrir alt ljósið á jarðríki". Gamli maðurinn strauk aftur um ennið og hallaði sér útaf á koddann; þar lá hann lengi grafkyr og starði á annað ljósið. Eoks settist hann skyndilega upp og stundi við, hann fékk nýtt kast, og þegar það aftur leið frá, lagðist hann útaf og lá lengi með aftur augun. Pað leið á nóttina og bræðurnir sátu þögulir við hvílu hans og biðu þess, er að höndum mætti bera. Loks leit hann upp, brosti á ný og sagðist nú vera miklu hressari, -og að nú yrðu þeir að efna orð sín og segja sér frá einni kærri endurminningu. III Peim kom þá saman um að Lúkas, sem var næstelztur, skyldi fyrstur segja frá einhverju, sem á daga hans hefði drifið. Lúkas var kominn yfir sjötugt, sköllóttur og með langt, svart al- skegg, sem orðið var hæruskotið. Hann greip þá um talnabandið sitt og tók svo til máls: »1 barnæsku var ég fátækur og munaðarlaus smaladrengur, -og vetur og sumar hafðist ég við á fjöllum uppi með sauða og geitahjarðir mínar. Eg man eftir því, að oft var svo heitt, að ég ætlaði alveg að stikna, en á veturna var mér aftur býsna kalt, einkum á höndunum og á berum fótunum. Eg var margar mílur vegar burtu frá öllum mannabygðum, og oft var ég næstum ör- vita af hræðslu við úlfana, sem ég heyrði ýlfra í grendinni, eink- um á nóttunni. Pað voru engir sældardagar, því þó ég gréti, var enginn, sem heyrði það, og á hásléttunum sýnist himinhvolfið svo hátt, að meira að segja guð sjálfur virðist of langt í burtu. En mér er í minni að einn dag, þegar ég sat þarna á þúfu hjá hundinum mínum, þá sá ég hvar dóttir húsbónda míns kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.