Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 50
202 Svona kvaðst sjálfur þú, snillingur, sem ert her leiddur, það líka nú löngu fram komið er. fórn, skuggi, það er þín! það eru tdr, ei gull! Gull skal ei gefið þér, sem gekst við þinn brenda fót snauður í heimi hér og haltur um þyrni og grjót. Aumingja augun mín eru af tárum full; Ég var þá unglingur og gleymdi merg málsins: að séra Jón var gullskáld og í raun réttri mesti auðkýfingur íslands, andlega skoðað, sem þá var uppi. Ég gaf spesíu til að presturinn á stað- num léti hlaða upp leiðið, en 30 árum seinna sá ég að það hafði ekki verið gert; veit nú enginn, hvar hans bein muni vera! Fylgjum nú Bólu-Hjdlmari vestur til Skagatjarðar. Hjálmar átti all-sökótt hér í Eyjafirði á uppvaxtarárum sínum; var hann snemma níðskár og heldur ódæll. Hrökk svo rúmlega tví- tugur til frændfólks síns vestur í Blönduhlíð. En snemma bygði hann sér þar ófriðarstaði, enda þoldu Skagfirðingar nokkuru ver flim hans, en Eyfirðingar höfðu gert. Skal hér eigi rekja æfiferil Hjálmars, en Skagfirðingur varð hann úr því til elli. I því héraði voru að venju allmargir hagyrðingar; en óðara en Hjálmar lét á sér bóla, varð hann sjálfkjörinn forsöngvari héraðsins. Gerðu menn þar ýmist að verjast glettingum hans, eða sættast við hann. Gekk það oftast betur, því í raun réttri var Hjálmar kostamaður saman við, þótt skapið væri kaldrænt og bölsýni hans og tor- trygni meðfæddir skaplestir, eflaust sóttir fram í kyn. Sakamáli hans sleppi ég hér, enda botna ekkert í því. Var Bjarni amt- maður, þjóðskáldið, þá kominn norður, og er svo að ráða af sögn- um og kviðlingum, að lítt hafi fallið á með þeim amtmanni og hinu ákærða skáldi; mun Bjarni hafa grunað Hjálmar um græsku og skoðað hann fremur sem skógarmannsefni Skagfirðinga, en höfuðskáld þeirra, en Hjáimar reiðst því, að Bjarni hafi því síður látið sig njóta listar sinnar og gáfna, að hann kallaði amtmann hafa brotið lög á sér. Það er og sjaldan að mjög frumlegir menn felli hugi saman, enda mættust þar megnir hleypidómar, þar sem þeir áttust við. Stakan »Nú er amtmann Bjarni burt« finst mér að varla geti verið eftir Hjálmar, en erindið (um Bjarna): Vizkan eins og dís í draum ef hann slepti slökum taum, dró honum svipleg gæði, sló og jós hún bæði, sver sig í ætt til hans. Og ef við skreppum snöggvast aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.