Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 2
Vf SIR Miðvikudagur 4. október 1961 rmíUR V////míZ////WŒ??////± JO 'HL TT w/. “]_£ Allsherjarsöfnun hafin til handa Kíkharði. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags Is- lands, boðaði fréttamenn á sinn fund; en hann hefur nú tekið að sér for- ystu í fjársöfnun þeirri sem hnfin er til að styrkja Ríkarð Jónsson, knatt- spyrnumann til utanfarar, þannig að hann geti leitað sér lækninga við hinu þrá- láta meini sem hefir haldið( honum frá knattspyrnu- íðkunum að undanförnu. Sérfræðingar í Þýzkalandi hafa nú látið uppi það álit sitt, að góðar horfur séu á því, að Ríkarður geti feng- ið fullan bata, ef hann komist skjótt utan til rann- sóknar. Gísli Sigurbjörnsson hefur, haft milligöngu í því máli, að koma Ríkharði í umsjá hinna færustu sérfræðinga i V.Þýzka- landi, og er hann fór utan nú fyrir sltömmu, hafði hann með- ferðis lýsingu á sjúkdómi þeim sem háð hefur Ríkharði að und- anförnu. Eftir að hafa kynnt sér málið, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að allar líkur væru á því, að hann gæti fengið lækn- ingu. Til þess að svo megi verða, þarf Ríkharður að kom- ast utan, og geta staðið undir þeim fjárhagslega kostnaði, sem er því samfara að dvelja utan um alllanga hríð, Telst sérfræðingum svo til, að e. t. v. geti Ríkharður náð fullum bata með 2—3 mánaða séræfingum, en hins vegar geti svo farið að á þeim tíma komi í ljós, að hann þurfi aðgerðar við, og þá gæti svo farið, að dvölin yrði ailmiklu lengri, eða 7—8 mánuðir. Kæmi þá einnig til hvíld, og æfingar að aðgerð lok- inni. Ríkharður hefur þegar tvisv- ar orðið að gangast undir að- gerðir, eftir þau meiðsli, sem hann hlaut á sínum tíma. Eftir síðari aðgerðina mun mjög hafa brugðið til batnaðar hjá honum, þótt sýnt þyki nú, að fullnaðar- bata hljóti hann ekki nema því aðeins að hann komizt utan, þar sem skilyrði eru til slíkra lækn- inga. Því munu nú öll dagblöðin taka á móti fjárframlögum til Rikharðs, en nú þarf að bregða skjótt og vel við, því að mikið er undir því komið, að hann i komist utan hið fyrsta, Hjá gjaldkera Vísis liggja nú frammi söfnunareyðublöð. Eru það eindregin tilmæli til allra unnenda knattspyrnuíþróttar- innar, að þeir annað hvort taki slík eyðublöð og hefji söfnun í starfshópum eða hjá fyrir- tækjum, eða komi framlögum sínum á framfæri við gjaldkera blaðsins, sem síðan mun af- henda féð til Sveins Sæmunds- sonar, sem veitir söfnuninni forstöðu. Hvert framlag, stórt sem smátt, er vel þegið. og er heitið á alla unnendur knatt- spyrnuíþróttarinná'r áð’“leggja fram sinn sttérí l,!$$ssú ’miáli. Tekjur berklavarnadagsins fara enn vaxandi. Tjarnarbíó sýnir kvik- myndina Æv- ■ntýri í Aden. Þetta er gam- anmynd, tekin í litum, frönsk, og heitir á frönsku C’est arrivé a Adén. Segir hér frá frönskum leikaraflokki, sem hefir verið á leiksýningarferða- lagi um eyna Madagaskar og hafir nú loks aurað sér inn fyr ir farinu heim til Frakklands til Parísar, sem allir leikararn ir hafa mjög saknað. Af stað ei lagt, en þegar skammt er ófar ið til Aden syðst á Arabíuskaga verður ketilsprenging í skipinu, og byrja nú meiri vandræði og erfiðleikar en nokkrn tima fyrr, og verður það ekki rakið, en hér koma við sögu ekki aðeins hin- ar fögru leikkonur flokksins, sem að sjálfsögðu áttu sína að- dáendur meðal karlleikaranna, heldur og ástfangnir brezkir liðsforingjar, slóttugur lands- höfðingi Breta, Arabahöfðingi, glæsimenni og heitlyndur, sem heillast af Abilene, einni leik- konunni. Með hlutverk hennar fer Dany Robin og furstans Je- an Bretonniére. Franskt létt- lyndi nýtur sín hér dável á vett- i vangi, þar sem brezkir embætt- ismenn ota sínum tota leynt og ljóst til áhrifa á fyrrnefndan Arabahöfðingja, og kemur hin fagra Abilene mjög við sögu. —Fréttamynd er sýnd á undan, m. a. frá frægasta strand skemmtistað á Bretlandi, Blackpool. A. Th. ★ Fveim hlutum má slá föst- am um mynd- ma Afbrot læknisins (Portrait in Black), sem Hafnarbíó sýnir núna. í fyrsta lagi að sjaldan hefir sézt annað eins andlegt svefn- meðal, og í öðru lagi, að hún verður vafalaust vel sótt, hvort sem það er vegna þess eða þrátt fyrir það. Myndin fjallar um ríkan skipakóng (Lloyd No- lan), sem legið hefir veikur um árabil. Kona hans, (Lana Tur- ner) þolir illa einlífið, og tek- ur því að halda við lækni manns síns (Anthony Quinn), Kom- ast þau tvö að þeirri niður- stöðu, að allt mundi þetta verða auðveldara ef maðurinn væri dauður og myrðir því læknir- inn hann. Næst halda þau að framkvæmdastjóra skipafélags- ins (Richard Basehart), sem er samvizkulaus maður og auk þess ástfanginn af frúnni, muni gruna hið sanna. Myrða þau hann því líka. Dóttir skipaeig- andans (Sandra Dee) heyrir skömmu seinna á tal þeirra, þar sem þau ræða afrek sín og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Reyna þau þá að myrða hana, en prinsinn, í gerfi skipstjóra á dráttarbát (John Saxon), bjarg- ar Þyrnirós á síðustu stundu. Lana.Turner hefir undanfar- ið annaðhvort skjlið við menn sína og elskhuga, eða skilið við þá dauða, með lítilsháttar að- stoð frá dóttur sinni. Af þessu hefir hún látið nokkuð á sjá, en reynt að gera það bezta úr þessu með málningu. Snyrting- armanninum tekst að hylja flestar hrukkurnar >g væri ekki úr vegi að veita lionum Oscar- verðlaun fyrir það. Mikill hluti myndarinnar fer raunar í það að sýna Lönu Turner opna hurðir, ganga um stiga o. s. frv., alltaf í fáránlega fínum fötum. Það sem eftir er fer í að sýna hana og Quinn að kyssast, auk nokk- urra morðsena. Sandra Dee og Fyrstu tölur um tekjur af berklavarnadeginum a'ð þessu sinni, bcnda til þess, að al- mcnningur hafi enn vcitt S.f. B.S. aukinn stuðning. Vísir átti í gær tal við Þórð Benediktsson, fram- kvæmdastjóra Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga, og sagði hann, að hann hefði þeg- ar fengið fregnir úr öllum sölusvæðum hér í bænum, og væru tekjurnar að þessu sinni 117 þúsund, og hefði þær auk- izt um 3 þúsund frá í fyrra. Sama hlutfall væri á þeim stöðum úti á landi, þar sem til hefði frétzt, en ails eru sölumiðstöðvar á 112 — eitt hundrað og tólf — stöðum á landinu á berklavarnadaginn. í fyrra urðu brúttótekjur berklavarnadagsins 415,509 krónur, en að frá dregnum kostnaðinum reyndust tekjurn- ar 259,744 krónur. . Utselur í sambandi við þetta má geta þess til fróðleiks, að helztu kostnaðariiðir voru sem hér segir: Prentun merkja, vinn- ingar í sambandi við þau o. fl. nam 44,779 krónum, kostnað- ur við blaðið Reykjalund, 13,000 eintök á myndapappír, 83,634 krónur, og fyrir auglýs- ingar, burðargjald og fleira 28,251 krónur. Vélskólinn settur. VÉLSKÓLINN var settur í fyrrad. í setningarræðu sinni gat Gunnar Bjarnason skóla- stjóri þess að í I. bekk vél- stjóradeildar hafa borizt 28 umsóknir. Er það nokkru fleira en í fyrra, en 12 vantar upp á svo 2 bekkjardeildir geti talizt fullsetnar. Aðsókn að skólan- um hefur alla tíð verið mjög breytileg frá ári til árs og veld ur það ýmsum truflunum í rekstri hans. Þetta er þeim mun óheppilegra, sem telja verður skort á vélstjórum í Framh. á 5. síðu. Síðdegis á föstudaginn kom stór selur inn á innri höfnina hér, og hélt sig við togara- j bryggjurnar í cystri höfninni. Brótt kom í ljós að selurinn var orðinn citthvað miður sín. Voru bá gerðar ráðstafanir til þess að fá skotmann frá lög- rcglunni, sem skaut selinn, enda var hann þá orðinn að i því er virtist ófær til sunds. Á laugardagsmorguninn sást selskrokkurinn á floti og var, hann dreginn upp á bryggju. Reyndist hér vera um 2 mtr. langan útsel að ræða. Er það skoðun manna að er selurinn; hafi komið inn á höfnina, hafi | oliubrákin, sem þar er að jafn- j aði, farið i augu selsins, blind- að hann, og einnig sezt í skinn- ^ feldinn — Þetta er með allra ^ stærstu selum sem menn muna 1 eftir að skotinn hafi verið hér í höfninni. John Saxon eru bæði fallegt fólk en ekki mikið annað. Fyr- j ir fólk sem lifir í draumórum j um fín föt, ’fallega bíla og heit- ar ástríður (fyrr má nú vera). er þetta afbragð, en varla fyrir fólk sem lifir í okkar raunveru-1 lega heimi. Ó. S. í Veitið aðstoð. ÖLLUM er í fersku minni, er vélbáturinn Helgi frá Horna- firði fórst nýlega á heimleið frá Englandi. Á honum voru 9 menn. Aðeins tveir björguðust, en 7 drukknuðu. Allt vaskir menn og á bezta aldri. Fjórir þeirra voru tengdir nánum fjölskylduböndum. Allir skilja eftir sig fleiri eða færri harm- þrungna ástvini. Þar á meðal 11 börn, sem flest eru á unga aldri og öll nú orðin föðurlaus. Aldraðir foreldrar hafa og misst fyrirvinnu sína. Víst er að þjóðin öll harmar þennan mikla mannskaða, en samúð vora í garð þeirra, sem um sárast eiga að binda, get- um vér einna helzt vottað með því að efna til nokkurs fjár- styrks þeim til handa, sem mest þurfa þess með. Vér vit- um að margir muni einmitt á þennan veg vilja votta syrgj- endunum hlýhug sinn og hlut tekningu. Dagblöðin í Reykja- vík og vér undirritaðir sókn- arprestar, munu veita gjöfum manna viðtöku. Gunnar Árnason, Skarphéðinn Pétursson, Sváfnir Sveinbjarnarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.