Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 10
V í S I R 1P Mlðvikudagur 4. október 1961 Ein síðasta myndin sem tckin var af Pasternak, Olgu Ivinskaja t.v. og dóttur hennar Irinu. Crankshaw lýsir rógsher- ferðinni gegn Pasternak HINN kunni Rússlandsmála- sérfræðingur Edward Cranks- haw hefur nýlega rakið í brczka blaðinu Observer sögu rússnesku skáldkonunnar Olgu Ivinskaya, beztu vinlconu Past ernaks, en hún var á sl. ári dæmd í átta ára fangelsi og dóttir hennar Irina í þriggja ára fangelsi. Hafa rithöfundar um allan heim mótmælt þess- um hræðilegu ofsóknardómum. Frásögn Edwards Cranks- haws er mjög ýtarleg og skýr- ir hvað liggur að baki dómun- um. Er hér um að ræða furðu- Iegan leik undirferils og rógs. Öllum brögðum beitt. Kjarni málsins er sá, segir Crankshaw að rússnesku vald- hafarnir neyðast til að viður- kenna Pasternak sem mikið ljóðskáld og þýðanda. Er nú unnið að því að endurreisa hann á þessu sviði. Kemur út á næstunni bók með úrvali ljóða eftir hann. j En jafnframt þessu er það | ætlun valdhafanna að sverta og kasta rýrð á síðustu æviár Pasternaks, einmitt þau árin : sem hann var að skapa merki- legasta og stórbrotnasta skáid- I verk sitt, Sívagó lækni. Til þessa virðist eiga að beita öll- um brögðum jafnvel hreinum ósannindum. Ákæran og dóm- urinn yfir Olgu Ivinskaya og dóttur hennar er' aðeins einn liðurinn í að ófrægja og sverta minningu Pasternaks. Hlutverk Surkov Aðaltæki valdhafanna í þessu er Alexei Surkov for- maður rússneskú rithöfunda- samtakanna. Það er hann sem sér um útgáfuna á úrvalsljp^- um Pasternaks'.hif^íð^'í^ð ‘ Á- einnig hgnn sem stendur Menntaskólínn - Framh af 7. síðu undir hvern dag. — Þess vegna er afar áríðandi að slá ekki slöku við námið, heldur sækja skólann vel og búa sig undir tímana, svo að námið komi að fullu gagni. Og svo er eitt, sem ; þið verðið að gæta og þgð er ' stundvísi. En því miður gætir nokkuð einnig i þessum skóla þess höfuðgalla íslendinga yf- irleitt, en það er óstundvísi Af henni verðið þið að reyna að , venja ykkur. — Annars hygg ég, að skólinn geti verið ánægður með nemendur sina yfirleitt Nýlega heyrði ég bæði frá Vesturheimi, Bretlandi og meginlandinu lof um fram- komu námsfólks frá þessum skóla. Gladdi það mig mjög.“ Viðbótarbygging. f stuttu viðtali við frétta- mann Vísis sagði rektor Krist- inn Ármannss. um húsnæðismál skólans, en á þau drap hann lítillega í ræðu sinni, að nú væri kominn nokkur skriður á málið: „Á næsta ári verður vænt- anlega byggt i olíuportinu hjá húsi KFUM. Það er ekki ákveð- ið hvað húsið verður stórt, en því er aðeins ætlað að leysa úr brýnustu húsnæðisvandræðum okkar. En í svona stórri borg er þörf á öðrum menntaskóla, erlendar borgir af sömu stærð og Reykjavík hafa tvo eða þrjá menntaskóla. Þessi viðbót verður sennilega tilbúin næsta haust.“ — Er ekki talað um að byggja annan skóla? — Jú, en það mál er eigin- lega á byrjunarstigi, þótt eig- inlega hafi verið búið að velja honum stað, í Háuhlíð, En hann þarf auðvitað að rísa upp sem allra fyrst. — Verður viðbótarbygging- in þá notuð áfram af þessum skóla? — Já. þar er fyrirhugað að hafa ýmsar sérstofur í framtíð- inni, eðlisfræðistofu. náttúru- fræðistofu og stofu, sem er- lendis er kölluð humanistic la- boratorium, þar á að fara fram sérstök kennsla í málum. með kvikmyndum, skuggamyndum, segulbandstali og með öðrum slíkum tækjum. sem hentug geta talizt við málakennslu. Annars verður full þörf fynr þetta hús, enda þótt nýr menntaskóli verði settur á stofn. Nú er 200 nemendum of mikið í skólanum. Eftir kannski 10 ár verður þörf fyrir þriðja menntaskólann, þegar Reykja- vík verður orðin 100 þúsund manna borg, eða nálægt því, sagði rektor Kristinn Ár- mannsson að lokum. fremst í rógsherferðinni gegn Pasternak. Eins og kunnugt er hafa rit- höfundar um allan heim mót- mælt hinum ströngu dómum yfir Olgu og seytján ára dóttur hénnar. Til dæmis hefur Dav- id Carver framkvæmdastjóri alþjóðlega rithöfundasam- bandsins skrifað Surkov þar sem hann harmar og mótmæiir hinni grimmilegu meðferð á konum þessum. Olga er saklaus. Surkov svaraði honum og skýrði í fyrstu frá því hverjar hefðu verið sakagiftirnar á hendur þeim mæðgum. Það var að þær hefðu framið ólöglega gjaideyrisverzlun. Hefðu þær smyglað hluta af ritlaunum Pasternaks fyrir Sívagó lækni frá Ítalíu. Hinir ítölsku útgefendur hafa algerlega borið þessar sakargiftir til baka. Þeir segja að það sé rétt, að Olga hafi annazt yfirfærslu á fé frá Ítalíu, en þeir segja og hafa sannanir fyrir því að hún gerði það algerlega eftir réttum og löglegum ieiðum og með fullri vitneskju og samþykki rússn- eskra yfirvalda. Er það eitt í sjálfu sér furðulegt að dæma fólk á slíkum grundvelli. Síðasta tromp valdhafanna Þegar alþjóða rithöfunda- sambandið benti Surkov á þetta og ítrekaði áskoranir sín ar um að Olgu væri sleppt úr fangelsinu og þó alveg sérstak- lega hinni 17 árg dóttur henn- ar, sem hafði fengið hvorki meira né minna en þriggja ára fangelsi, þá spilaði Surkov loks út trompi sínu, er sýnir það bezt til hverra ráða hinir rússn esku valdhafar grípa til að sverta minningu Pasternaks. í bréfi sínu lýsir Surkov undrun sinni yfir því að rithöf undasamtökin geti verið að elt- ast við þetta ómerkilega mál,, „Olga Ivinskaya“, segir Surk- ov í bréfi sínu, „var ekki að- eins venjulegt ævintýrakvendi heldur líka hóra.“ Crankshaw segir í grein sinni, að þessi atlaga gegn Olgu og minningu Pasternaks sé hörmuleg. Allir hafa vitað, segir Crankshaw að Olga hef- ur síðustu 14 árin verið þýð- ingarmesta persónan í lífi Past ernaks. Hún varð skáldinu örv andi afl og mun t.d. vera fyrir mynd Larissu sögúhetjunnar í Sívagó lækni. Kvöldvak Fimmtudagskvöldið 5. októ- ber efnir Ferðafélag íslands til fyrstu kvöldvöku sinnar á þessu hausti. Ósvaldur Knúdsen, málara- meistari hefir enn einu sinni sýnt félaginu þann velvilja, að leyfa því að frumsýna kvik- mynd, sem hann hefir gert. Nefnist kvikmyndin Fjallaslóð- ir og lýsir ferðaiögum um mið- landsöfævi íslands. Sýnir kvik- myndin m. a. alla dvalarstaði Fjalla-Eyvindar á örævum, sem kunnir eru, en þeir eru margir. Hefir Ósvaldur lagt mikla vinnu | í þessa kvikmynd og er hún hin j fróðlegasta. Texta kvikmyndar- innar hefir Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur gert. Á eftir ! er mvndagetraun. Kvöldvakan verður í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl 20.30 stundvíslega og , verður húsið opnað kl. 20.00. ................. ini'MMwwiiMnmi 1 X EI X 1) Tarzan hrinti óðum ap- anum til hliðar. en hann hafði þegar veitt Wallace : t i* ' h i1 ’! 1 i.i1 'í •! ! "IT WAS A SEAUTIFUL HCAXV// HE SASFE7. "you SEE--MAKI01.VXELLI LOOIÍS EXACTLV LIK.E VOU—'" EVEKI WALA WAS F00LE7— SO COMFLETELY THAT SHE PLANS TO MAKKY HIMP banvænt sár. 2) „Þetta var sniðugur leikur“ stundi Wallace. „Mario Morelli ar nefnilega tvífari þinn-------“. 3) „Jafnvel Wala er svo sannfærð um, að hann sé þú, að hún ætlar að giftast honum“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.