Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 4
Vf SIR Miðvikuda: t 4. október 1961 StyrjöEd ¥©íiní ek Hin kunna (lanska blaða- kona Ninka, sem áður starf- aði við Dagens Nyheder, er nú komin að Politiken og eru samtöl hennar farin að birtast þar. Eitt fyrsta sam- tal hennar þar var við Hal- vard Lange utanríkisráð- herra Noregs. Fara hér á eftir kaflar úr bví. ★ — Hann er einn af hin- um hæglátu Norðmönnum, — já, þeir eru líka til! Það vottar fyrir brosi á vörum hans, það er vingjarnlegt og hlýtt, en hann hlær aldrei, — á vorum dögum hafa ut- anríkisráðherrar litla ástæðu til að hlæja. Hann er ekki langur; þótt hann heiti Hallvarður Langi, en hann stendur fyrir sínu, jafnvel hérna í landi trölla og berserkja, þar sem menn vilja helzt mæla sig við grenitré, kletta og tinda. Hann er norskur Norðmað- ur frá Noregi. Það er trjá- viður í honum, eins og ann- ar sá trjáviður, sem landið gefur, — alvara, seigla en einnig skrjáfið í léttum birkiblöðunum. Að „Sjöunda himni“, ^íorska utanríkisráðuneyt. ið er ekki í höll, heldur í skýjakljúf, — ekki á neðstu og virðulegustu hæðinni, heldur á sjöundu hæð. Hér býr Halvard Lange „búi“ sínu að „Sjöunda himni“ og hefur gert það síðustu 15 árin. Ekkert bendir til að hann muni bregða búi á næstunni. Hann hefur setið lengur í embætti utanríkis- ráðherra en nokkur annar og virðist nú í hugmynd fólksins hafinn upp yfir kosningaósigur, stjórnar- kreppu og innaflokksdeilur. Úr skrifstofuglugganum hefur hann opið útsýni yfir borgina sína og landið sitt. Ferskur svali utan af Osló- firði ber honum kveðju frá víðáttum úthafanna. Hér eru engar rauðar flauelsmublur eða gyllt útflúr eins og á Kristjánsborg, heldur birki, tin og ullaráklæði eins og í fjallakofa. Hér eru ekki mjúkir rokokosófar, sem maður sekkur og ferst í, heldur sléttur ottoman, sem er gott að hvíla sig á, en heldur manni þó vakandi, svo stórar hugsanir geti fæðzt. Hér mótar Halvard Lange utanríkisstefnuna. Þegar hann hefur einu sinni kom- izt að niðurstöðu er hún jafn óhagganleg og Dofra- fjöll. Hann er maður sem nýtur orðið mikils álits og virðingar, — hann var einn hinna þriggju vísu manna í NATO, hann er aðaltalsmað- ur Norðurlanda hjá S.Þ., trygging fyrir ákveðinni og skýrt mótaðri utanríkis- stefnu. Sonur nóbelsverðlaunahafa. Uppruni hans og mennt- un gerir hann færari flest- um öðrum til að gegna em- bætti utanríkisráðherra. — Faðir hans var nóbelsverð- launahafinn Christian Lange, en heimili hans var miðstöð friðarhreyfingar og menningar. Æska hans var eins og viðburðarík ferðasaga á milli Noregs, Belgíu, Sviss, ftalíu, Þýzkalands, Frakk- lands og Englands. Hann varð hugfanginn af stjórn- málum og vísindum, — því- næst var hann fanginn af Gestapo. Þrjú ár í Sachsen- vel hafði ég tvo til reiðar, fræðimennsku og stjórnmál. En stríðið og hernámið skildi aðeins einn hest eftir handa mér. — Hvers vegna varð það stjórnmálahesturinn? — Það er víst vegna þess að ég kaus heldur að starfa við að skapa söguna, heldur en að skrifa hana eins og ég hafði áður gert. — Haldið þér, að við nú- tímamenn eigum skilið hrós fyrir, hvernig okkur geng- ur að skapa söguna? — Ég gæti freistazt til að svara „nei, þvert á móti“. En það er erfitt að standa á þessu sviði. Andstæðurn- ar eru svo miklar í heimin- um, sérstaklega á því sviði stjórnmálanna, þar sem ég hef starfað síðustu fimmtán ár. Þó er enginn vafi á þvi, að í kyrrþey er verið að Halvard Lange, utanríkisráðherra. nema fyrir sérstakt dhapp. hausen, — hann þraukaði af með Gerhardsen og Över- land. Halvard Lange er 59 ára, hár hans er grátt, augun grá, fötin grá, það er að segja, alveg eins og diplo- mat á að vera, getur lagað sig að öllum, hvort sem er aðalsmönnum, borgurum, prestum eða bændum. Ró og ráðvendni hvílir yfir honum og vekur hjá manni hlj>hug og traust til hans. Manni finnst alveg óhætt að fela honum atkvæði sitt og örlög á þessum stórpólitísku tím- um. Hann er gráklæddi mað- urinn, án þess að vera grar sjálfur, Og hér er hann ein- mitt, gengur fram og aftur um stóra skrifstofuherberg- ið sitt og nýr saman hönd- um eins og skólapiltur í prófi. Tveir hestar eða einn. — Hefur ósigur Verka- mannaflokksins slæm áhrif í för með sér fyrir yður? — Ja, fyrst um sinn er ekki í ráði að gera neinar breytingar á stjórninni. — Stjórnarmyndun verður fyrst rædd þegar Stórþing- ið kemur saman. Þá verður farið að ræða um manna- skipti. en ekkert bendir til að Verkamannaflokkurinn láti af stjórn. — Gætuð þér yfirhöfuð lifað án þátttöku í stjórn- málum? — Það væri erfitt. Lengi skapa merkilega og góða sögu. Ég á við það starf sem nær langt út fyriy hm.,þjóð- legu og hugsjónalegu lánda- mæri. Ég lít t.d. á það sem mjög merkilegt og jákvætt starf, þegar skyldar þjóðir hefja samstarf í svæða- bandalögum eins og t.d. í felst einmitt mikil hætta á vanmati. Ég vona að Vest- urveldin verði samm'ála um að taka aftur upp frurn- kvæðið um samninga og þar verði útskýrt svo óyggjandi sé, að hagsmunir okkar eru svo miklir að þeir verða ekki gefnir upp. Slík grein- '61/16 Samtal Ninku við Halvard Lange. bandalagi Évrópuþjóða og i Atlantshafsbandalaginu. En mér lízt illa á afvopn- unarmálin. Það er mjög slæmt að ekki hefur tekizt að skapa neitt raunhæft al- þj óða-öryggiskerf i. Stríðshótanir. —•' Komumst við hjá styrjöld? — Já, svo fremi að ekki verði hreint óhapp. Eyðing- arvopn nútímans eru orðin vopn, sem ekki er hægt að nota. Því miður er þó ekki hægt að dylja sig þeirri miklu áhættu, sem er fólg- in í því að annar deiluaðil- inn vanmeti hinn. — Hvert er persónulegt álit yðar á stefnu Sovétríkj- anna upp á síðkastið? — Það er hrein stríðs- hótunsrstefna og í henni argerð myndi draga úr hætt unni á vanmati. Þarf sterkar taugar. — Er ástandið eins núna og 1938 þegar Miinchen- samningarnir voru gerðir? — Tvö atvik í sögunni eru aldrei nákvæmlega eins og það getur verið villandi að gera slíkan samanburð. Þegar ég hef gert þennan fyrirvara get ég leyft mér að segja, — við skulum nú notfæra okkur, það sem við lærðum 1938, að láta taug- arnar ekki fara úr skorð- um, en sýna fullkomna festu í aðalmálunum. — Hvað eru þá aðalmál- in? — Fyrst og fremst Berlín. Það er aðalatriðið að íbúar borgarinnar geti verið ör- uggir um að fá að lifa við það stjórnarfar, sem þeir kjósa sér. Andlegur kraftur einn nægir ekki. — Þegar þér voruð ung- ur, hélduð þér því fram að valdbeitingin yrði sigruð einungis með andlegum krafti? — Ég er orðinn reynsl- unni ríkari. Andleg vopn ein nægja ekki gegn pyndinga- tækjum öryggislögreglunn- ar. Kraftur sannfæringar, siðferðilegt og líkamlegt hugrekki nægir ekki gegn aftökusveitunum. Afvopnun lýðræðisþjóðanna verður ekki til að draga úr árásar- og útþensluhneigð einræðis- ríkja, heldur þvert á móti til að ýta undir hana. Það situr sízt á mér að vanmeta sálræn atriði í þessari bar- áttu, en ef við eigum að vera hreinskilnir, þá ber því ekki að neita, að það sem gaf okkur von og styrk til að þraulía í fangabúðunum var trúin á það, að bandamenn hefðu þann hernaðarlega mátt, sem til þurfti til að vinna styrjöldina. — Svo virðist sem friðar- sinninn í yður hafi orðið fyrir áfalli. — Það fer eftir því, hvað maður á við með friðarsinni. Ef hann er sú skoðun, að maður geti unnið sigur án þess að láta nokkru sinni hart mæta hörðu, þá hefur hann ekki aðeins orðið fyrir áfalli, heldur er hann dauð- ur. En ef hann er sú skoð- Framh. á 5. síðu-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.