Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1961, Blaðsíða 8
8 VISIR Miðvikudagur 4. október 1961 ÚTGEFANDI BLADAÚ'GÁFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritstióri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór ar: Sverrir Pórðarson Þorsteinn 6 Thorarensen. RitstjórnarskrifstoKr: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðslo Ingólfsstrœti 3. 4skrÍftarg|ald er krónur 45.Of ó mónuði - f lausasðlu krónur 3.00 elntakið Sími 1 1660 (5 llnur) — Félags- prentsmíðian h f. Steindórsprent h.f.. Eddo h.í Varnir íslands. I gærkvöldi var haldinn fyrsti fundur Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Fundarefni var ísland og vestræn samvinna og voru þrír framsögumenn, þeir Jóhann Hafstein, Ölafur Jóhannesson og Emil Jónsson. Þessi fundur Varðbergs og starf þess félags og Vestrænnar Menningar ber vott um þann vaxandi á- huga, sem er hér á landi á því að kynna starf og stefnu- mið Atlantshafsbandalagsins. t allmörg ár hefir sára- lítið verið unnið að slíkri kynningarstarfsemi. Við höf- um lengi lítt látið okkur utanríkismál varða og vafa- laust er ástæðan sú að svo skammt er síðan þau mál voru í annarra höndum. Atlantshafsbandalagið hefir unnið ómetanlegt starf á því sviði að tryggja friðmn í heiminum og það ^r nauðsynlegt að Islendingar fylgist náið með starfsemi þess og geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi hlutverks þess. Stofnun Nato félaganna tveggja mun vafalaust verða til þess að auka kynni landsmanna á starfi þessa varnarbandalags og nú hefir verið tilkynnt að upp- lýsingaskrifstofa þess muni verða opnuð í Reykjavík ínnan skamms. Félögin tvö eru þó fyrst og fremst félög áhuga- manna. En hið opinbera má ekki láta sinn hlut eftir liggja. Það er eðlilegt og sjálfsagt að þar sem við erum þátttakendur í bandalaginu gangist ríkið fyrir upp- lýsinga- og kynningarþjónustu um Atlantshafsbanda- lagið. Á þann hátt mun fræðsla um starfsemi þess og markmið ná sem víðast um landið. Eftirmaður Hammarskjölds. Enn er deilt um það hver eða hverjir skuli vera eftirmenn Hammarskjölds. Tillaga Rússa um að það verði þrír menn er greinilega íallin til þess að leggja Sameinuðu þjóðirnar í rúst. Nógu erfitt er að stjórna slíkum samtökum fyrir einn mann, en hverju manns- barni er ljóst að þremur mönnum sem á öndverðum meiði eru mun reynast það ofurefli. Rússar hafa lagt til að hver þeirra hafi, neitunarvald. Það þýðir með öðrum orðum að öll þau mál sem líklegt er að deilum muni valda er unnt að kæfa í fæðingunni. Framtíðarhagur Sameinuðu þjóðanna er að einn úrvalsmaður verði valinn þar til forystu. Maður, sem hefir þrautseigju og þolinmæði Hammarskjölds til brunns að bera og einnig stefnufestu h&ns og dirfsku á alvörustund. 'ý-i Svartur blúndukjóll frá Markaðnum. Blúndan er frönsk, kjóllinn hlýralaus með þremur pilsum að framan og einu að aftan. Svart er sá litur, sem alltaf er í tízku og sézt á öllum tízkusýningum. ‘f- að er talað um sumartízk- una, hausttízkuna, vor- tízkuna og vetrartízkuna. Ófróðir geta álitið að kven- tízkan taki stakkaskiptum eftir árstíðum. Svo er þó ekki. Að vísu verða alltaf nokkrar breytingar á hverjn ári, en tízkubyltingar verða ekki nema í minnsta lagi á fimm ára fresti. Breytingar á vetrartízku fyrra árs eru litlar. Konur geta hæglega farið í leikhús klæddar fötum frá síðasta vétri — ef þær kæra sig um. En þeim, sem vilja tolla í tízkunni skal bent á, að háls- nálið er örlítið lægra í ár. 'úlssídd er næstum sú sama, kjólarnir eru eilítið lausari við líkamann, mittið er ekki látið njóta sín til fulls, aðeins látið örla á því og notkun skartgripa hefir færzt í vöxt. |slenzka tízkan mótast af tízkunni í París og hér- lcndri veðráttu, en óguðlega háir tollar munu og hafa ein- hver áhrif á innflutning

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.