Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Mánudagur 1. júnf 1964. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) ________Prentsmiðja Visis. — Edda h.f._____________ Gömul villa leiðrétt Stjómarandstöðublöðin hafa' að undanfömu haldið mjög á lofti að hlutur launþega í þjóðartekjunum hafi farið minnkandi. Svo oft er búið að endurtaka þessa fullyrðingu að vera má að einhverjir séu farnir að leggja trúnað á hana. Hún er hins vegar röng. Hlutur launþega hefir fylgt þróun þjóðarteknanna. Hann hef- ir vaxið eftir því sem þjóðartekjurnar hafa aukizt og er það vel. Efnahagsstofnunin hefir nýlega framkvæmt hlutlæga rannsókn á þessu atriði em tekur af allan vafa um að hlutur launþega hefir sízt farið versnandi. I skýrslunni segir að „tekjuskiptingin milli stærstu launþegahópanna annars vegar og fyrirtækjanna og hins opinbera hins vegar hafi ekki breyzt til neinna muna frá fyrstu árunum eftir stríð, en til þeirra er oft vitnað um hagstæð lífskjör. Þær breytingar sem orðið hafa á tímabilinu launþegum í óhag hafa gengið til baka. Hlutskipti launþega hefir því í stórum dráttum í fylgt þróunarferli þjóðarteknanna". I |>etta sýnir hvílíkar staðleysur Framsóknarmenn og kommúnistar fara með þegar þeir halda því fram að í viðreisnin hafi rýrt hluta hins almenna launþega, rniðað við þjóðartekjurnar. Hagur hans hefir þvert á móti farið síbatnandi í réttu hlutfalli við auknar þjóð- artekjur. ú þróun er bæði sjálfsögð og réttlát og þannig á það að vera í framtíðinni. Æfintýri loftsins }>róun Loftleiða undanfarin ár hefir verið ævintýri líkust. Vöxtur og virðing félagsins sýnir að íslending- ! ar geta tekið sér sæti á fremsta bekk á þessum j mikilvæga vettvangi samgöngumála veraldar, ef ' haldið er á málum með djörfung og festu. Mikilvægasti varasjóður Loftleiða verður ekki í krónum talinn. Hann er framsýni og dugnaður forystumanna félagsins, sem hafa herzt í hverri raun og hvergi látið deigan síga, þrátt fyrir kaldan andblæ risakeppinautanna á Atlants i hafinu. Hröð þróun íslenzku flugfélaganna hefir aukið þjóðinni bjartsýni, svipað og gerðist á árunum eftir stofnun Eimskipafélagsins. Hún hefir sýnt að með því að hugsa stórt má klífa bratta hnúka. Sú saga er vegvísir til framtíðarinnar. Á miklu fleiri sviðum þurfa íslendingar að beita hugviti sínu og áræði til þess að byggja upp stórtækar atvinnugreinar, sem j færa þjóðinni efnalega velsæld og gull í mund. Hverju er oð leyna? S. H. varar í fundarsamþykkt við hættu fyrir fisk- markaðina, sem kann að vera samfara stofnun stórra iðnfyrirtækja, svo sem gæti átt sér stað með stofnun olíuhreinsunarstöðvar. Hvað á S. H. við? Alkunna er að olíuhreinsunarstöð er undirstaða margvíslegs efna- iðnaðar, sem hér gæti risið upp og er því mikið þjóð- þrifamál. Hvers vegna skýrir S. H. ekki frá mótbárum sínum, svo almenningur geti áttað sig á því hvort fisk- soluhagsmunir séu raunverulega í veði? Hér ætti ekki að þurfa að draga fjöður yfir hlutina. * Það væri mjög æski- legt ef gamalt menning arland eins og ísland, sem mjög framarlega stendur á sviði bók- mennta og lista tæki meiri þátt í alþjóðlegri samvinnu á sviði lög- fræði og styrkti með því tengsli milli þjóða heims Þannig komst danski dómar- inn Niels V. Boeg að orði þegar fréttamaður Vfsis hitti hann að málifyrirnokkrum dögum. Boeg dómari er einn af merkustu lög fræðingum Danmerkur, maður sem á Iangan feril að baki sér sem forystumaður danskra lög- fræðisamtaka og fulltrúi þeirra á erlendum vettvangi. Hér á landi kynnti hann Alþjóðasam- tök lögfræðinga, International Law Association, en hann er formaður Damerkurdeildar þess félagsskapar. Flutti hann erindi um samtökin f Háskóla íslands f sfðustu viku, í boði Lögfræð- Ingafélags Islands. N. V. Boeg dómari (Ljósm. Vísis). Alþjóðasamtök lögfræð- inga vinna merkt starf Grænlandsmálið fyrir Hagdómstólinn. Boeg dómari er fædddur 1881 og því nú kominn á nfræðisaldur, en er þrátt fyrir það hinn ern- asti og lætur engan bilbug á sér finna í baráttunni fyrir á- huga- og hugsjónamálum sínum. Eftir embættispróf var hann um skeið fulltrúi í danska dóms- málaráðuneytinu, starfaði síðan á vegum lands sfns f Washing- ton, en var skipaður dómari í blandaða dómstólnum í Kairó árið 1921. Gengdi hann síðan dómarastörfum um hríð bæði í Egyptalandi og einnig í Kon- stantinopel milli stríðanna, auk þess sem hann gengdi einnig dómaraembættum heima í Kaup mannahöfn. Þá var hann einn af þeim fjórum lögfræðingum, sem fluttu mál Danmerkur fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag 1932 og ’33 er Norðmenn gerðu kröfu til Austur Grænlands. Danir unnu málið sem kunnugt er og minnast flestir úrslitanna með ánægju þegar málið berst í tal. Þrír lögfræðinganna eru enn á lífi, en sá fjórði Gustaf Rasmus sen, sem síðar varð utanríkis- ráðherra, er látinn. Hingað til lands kom Boeg dómari til þess að sitja brúð- kaup dóttursonar síns, sem kvæntist fyrir skömmu dóttur Ólafs Geirssonar læknis, en dóttir dómarans er kona sendi- herra Dana á íslandi. Þá daga sem hann dvaldist hér ræddi hann við ýmsa íslenzka lögfræð inga um Alþjóðasamtök lög- fræðinga og flutti um það erindi sem fyrr er getið. International Law Association var upphaflega stofnað í Banda ríkjunum seint á síðustu öld. Fljótlega nam félagsskapur þessi vfðar land og Danmerkur deild samtakanna var stofnuð árið 1923 og hefir um 100 með- limi. Frá 1938 hefi Boeg dóm- ari gengt formannsstöðu í sam- tökunum f Danmörku. Markmið I. L. A. er að ræða ýmis mál á sviði þjóðréttarins og hins al- þjóðlega einkamálaréttar, skrá lagareglur og gera uppköst að samningum á þeim vettvangi, sem síðan koma margir fyrir ríkisstjórnir til samþykktar. Á tveggja ára fresti halda samtök in alþjóðaráðstefnur, sem lög- fræðingar frá öllum aðildarlönd- unum sitja, þar sem málefnin eru rædd, en milli ráðstefnanna starfa nefndir að undirbúningi þeirra. Breytingar á sátt- mála S. Þ. Næsta alþjóðaráðstefna sam- takanna verður haldin í Tokyo í ágúst í sumar. Aðalefnj henn- ar er að ræða tillögur, sem undirbúnar hafa verið um breyt- ingar og endurbætur á sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, en þær tillögur hafa verið samdar af nefnd, sem N.V. Boeg stýrir. Framsögumaður nefndarinnar var prófessorinn í þjóðarrétti við Lundúnaháskóla, G. Schw- arzenberger, en er hann lét af störfum sökum anna tók við þvf embætti mjög kunnur Iaga- prófessor við Harvardháskól- ann, Louis B. Sohn að nafni. Á ráðstefnunni í Tokio mun einnig verða rætt um Haag- dómstölinn og hvernig unnt er að vinna að því að fleiri rfki viðurkenni lögsögu hans í al- þjóðlegum deilumálum en nú tíðkast og dómstóllinn verði þýðingarmeiri þáttur í því að setja niður deilur en hingað til hefir verið. Þá hefir einnig farið fram rannsókn á réttarstöðu fljóta, sem renna um fleira en eitt land, svo eitthvað sé talið. Á sviði hins alþjóðlega einka- málaréttar hefir Intemational Law Association m.a. tekið til meðferðar alþjóðareglur um ættleiðingu og ýmis mál á sviði sifjaréttarins. Einnig hefir ver- ið unnið að því að samræma reglur á sviði hins alþjóðlega verzlunarréttar, en á því hefir reynst mikil nauðsyn, vegna sí- vaxandi alþjóðaviðskipta. Starf Intarnational Law Asso- ciation hefir fyrir löngu borið góðan ávöxt segir Boeg dóm- ari. Nefnir hann um það ýmis Framh. á bls. 5. Rætt við N. V. Boeg dómara um starf International Law Association <a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.