Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 12

Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 12
Iðnrekendur feljn nuuðsyn uð komu upp nýjum iðnfyrirtækjum Aðalfundi Sölumiðstöðvar- innar er lokið. Meðal ályktana, er gerðar voru á fundinum var ályktun er varar við stofnun stórra iðnfyrirtækja er stefnt geti fiskmörkuðum okkar erlend is f hættu. Á Sölumiðstöðin þar við áformin um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar hér sem talið er af forráðamönnum S.H. að gæti teflt freðfiskmörkuðum okkar eystra í hættu. Ályktun SH um þetta efni fer hér á eftir: „Aðalfundur SH haldinn í Reykjavík í maí 1964 varar við þeirri hættu, sem því kann að vera samfara að stofna til stórra iðnfyrirtækja, er geti teflt mörkuðum fyrir íslenzkar sjávarafurðir í mikla hættu, svo sem átt gæti sér stað við stofn- Framh. á bls. 5. „Engim tími til kvíða segir Eygló Viktorsdóttir „Það er auðvitað mjög spenn- andi að vera komin allt í einu í aðalhlutverkið í þessari skemmtilegu óperettu,“ sagði Eygló Viktorsdóttir í morgun, þegar við ræddum við hana á saumastofu Þjóðleikhússins, en þar var hún að máta búninga sína, sem hún mun bera á mið- vikudagskvöld.ð, þegar hún kem ur fyrst fram í aðalhlutverki Sardasfurstinnunnar eftir Kal- man. „Það eina sem skyggir á gleði mína, er hvemig fór fyrir ungversku stúlkunni, sem hafði þetta hlutverk með höndum á undan, — það var leiðinlegt mál.“ Eygló kveðst hafa fengið upp- hringingu á fimmtudaginn eftir frumsýninguna og fékk frest til iniðvikudags að hugsa sig um hvort hún vildi taka við hlut- verkinu. Hún söng siðan fyrir hljómsveitarstjórann, sem var fyllilega ánægður með hana og svo fór að ákveðið var að hún skyldi taka við hlutverkinu. Á Framh. af 5. síðu. Sölumiðstöðin aadvíg olíu- hreinsunarstöð hér Mjög mikil ölvun var í Reykja- vík um helgina og hafði lögreglan ærnu að sinna allt frá þvi á föstu- dagskvöld og þar til í gær. Varð lögreglan að hafa afskipti af fjölda manns. M.a. varð hún að bjarga einum sem var að svamla f Tjörninni, áberandi drkknum. Þá tók lögreglan ennfremur 9 ökumenn, alla ölvaða undir stýr- inu og ennfremur tvo réttindalausa menn við akstur. Myndin er tekin af æfingu á Sardas fustinnunni. Frá vinstri eru ung- verski hljómsveitarstjórinn Szalatsy, Bessi Bjarnason, Eygló Viktors- dóttir og Guðmundur Jónsson. Með fullfermi Hvalfell kom af veiðum í morgun með fullfermi. Skipið var á veiðum við Austur-Græn- land. Togarinn Sigurður kom af Nýfundalandsmiðum í nótt með 260—270 tn., þar af var 200 lestir karfi. Engir íslenzkir togarar munu nú vera á Nýfundalandsmiðum, enda afli verið rýr þar upp á síðkastið. Jarðgas fínnst Þau tíðindi hafa gerzt að jarðgas hefir fundist hjá Suðurtanganum á ísafirði. Er þetta methan gas sem mikið er notað erlendis til iðnaðar og hitunar og talin mikils- verð auðlind. Á þessu stigi er ekki unnt að segja hve gasmagnið er Frá skólauppsögn Kennaraskólans. Skólastjóri dr. Broddi Jóhannesson flytur skólaslitaræðu. (Ljósm. Visis I.M. Kennaraskólamm slitið Kennaraskóla íslands var slit- ið sl. laugardag. Alls braut- skráðust 63 nemendur, þar af 31 stúdent. Um 280 nemendur voru skráðir í skólann í kenn- aradeild, en hátt á annað hundr- að börn voru í æfingardeild skólans. Nálægt 50 kennarar kenndu við skólann, að stund- arkennurum meðtöldum. Skóla- starfið gekk yfirleitt vel í vetur, en þó háir það nokkuð, að nem- tndur þurfa að sækja allar í- þróttaæflngar út í bæ, þar sem á ísafírði! mikið í jörð á ísafirði. Prófun á gasinu hefir Ieitt í ljós að það inniheldur um 88% af methangasi. Það er samá tegund og svipað magn efnisins og f því gasi sem fannst í Lag- arfljóti. Sýnishom af gasinu voru send í siðasta mánuði suður til Reykjavíkur til efna- greiningar hjá Atvinnudelid- inni. Lágu niðurstöður rann- sóknarinnar fyrir nýlega. Jón Jónsson jarðfræðingur frá Jarð- hitadeild Raforkumálaskrifstof- unnar kom til ísafjarðar um fyrri helgi til þess að athuga- þetta uppstreymi. Blaðið Vest- urland skýrir frá því að gas- fundur þessi sé þannig til kom- inn að fyrir hálfu öðru ári var verið að moka með krana upp- fyllingarefni af sandrifinu hjá Suðurtanganum og gerðar tvær djúpar holur í sjóinn norðaust- ur af flugskýlinu. Upp úr þess- um holum hefir verið sífellt uppstreymi alla tíð síðan og koma gasbólur á mörgum stöð- um. Ber mest á þessu þegar Iág sjávað er. Jarðfræðingurinn tel- ur trúlegast að undir eða inni í eyrinni sé mólag sem gasið gæti komið úr. Uppstreymið hefir verið það mikið að áætla má að þarna sé um töluvert magn að ræða af gasi og gæti' það verið jafnvel undir allri eyrinni, segir Vesturland. leikfimisalur er ekki kominn upp. Skemmtana- og félagslíf var með miklum blóma. Eftir að skólastjórinn dr. Broddi Jó- hannesson, hafði flutt skólaslita ræðu voru skólanum færðar margar og myndarlegar gjafir. Freysteinn Gunnarsson af- henti skólanum mynd af séra Magnúsi Helgasyni, skólastjóra. Myndina málaði Örlygur Sig- urðsson, en kennarar braut- skráðir 1913 höfðu forgöngu um gjc’fina. Þrjátíu ára nemendur gáfu skólanum lexikon og hnatt líkan. Tuttugu og fimm ára nemendur gáfu kvik- myndatökuvél. Tuttugu ára nem endur færðu skólanum vandað safn barna- ogunglingabókahátt á tíunda hundrað bindi, ásamt spjaldskrá og spjaldskrárskáp. Þá var afhentur stimpill með merki skólans, sem 30 ára nem endur gáfu skólanum í fyrra, en var þá ekkj tilbúinn til af- hendingar. Verðlaun voru af- hent úr ástundunarsjóði. Hlaut þau Stefán Árnason nemandi í 3. bekk. Þá hlaut Ólafur Proppe verðiaun fyrir störf að félags- málum kennaranema. Mánudagur 1. júní 1964. réttindalausir I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.