Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 11
V í SIR . Mánudagur 1. júní 1964. 11 ar höfðu stigið úr þeim fyrir framan húsið, þar sem de Rodyl bjó í. Þar kvaddi Angela þau með handabandi og svo héldu Soffía, Óskar og vinirnir tveir áfram. Luigi hafði verið vitni að þessu öllu. Hann stakk 20 frönk um að vagnstjóranum og sagði: - Gerið þér svo vel, — ég er búinn að komast að því, sem ég var á hnotskógi eftir. Og svo fór hann í humáttina á eftir þeim fjórum, sem gengu niður Bonapartegötuna í áttina til hafnarbryggjanna og beygðu til hægri. Luigi gætti þess að missa ekki sjónar á þeim. Þau námu staðar á horni Guenegaudgötu, og þar sem Luigi vildi ekki nema stað- ar, því að það gæti leitt að hon um grun, hélt hann áfram, og er hann gekk fram hjá heyrði hann Óskar segja við annan hinna: — Ég ætla bara upp að ná í dálítið. Svo byrja ég aftur að leita að glerskurðarmeistaranum mínum. Þegar Luigi, meðsekur mað- ur Paroli, heyrði þetta, náföln- aði hann og varð gripinn mikl- um ótta. Hættan var þannig miklu meiri en hann hafði getað órað fyrir. Hann var í yfirvof- andi hættu. En hann vissi hvað í húfi var og það var mikilvæg- ast, ályktaði hann. Hann vissi hvað gera skyldi. Luigi nam staðar fyrir utan búðarglugga og þóttist vera að horfa á það sem var í honum, en í reyndinni var hann að gefa þeim gætur áfram. Óskar fór upp og þegar þau Soffía og stúdentamir voru kom in inn í Guenegaudgötuna fór Luigi inn í húsið, sem Óskar bjó í og gat komizt að því, hvar í húsinu hann bjó, og setti allt vel á sig og svo, er hann var kominn í fjölmennið á .götu skammt frá, gekk Óskar rétt fram hjá honum, en þekkti hann ekki og Luigi tautaði: - Leita þú bara að gler- skurðarmeistaranum - og þú verður víst að leita lengi, en þú munt komast að raun um, að meðan þú eyðir tímanum í gagnslitla leit, verð ég athafna- samur. Hann var kominn að Daup- hine-götu. Þar fór hann inn í litla kaffistofu og fékk sér glas af absinth, og dreypti á því við og við, enda var hann að bíða þess, að dimmt yrði. Hann reykti hvem vindilinn á fætur öðrum og hugleiddi hvemig hann gæti framkvæmt áform sitt. Loks var klukkan orðin 8 og dimmt, en frá gasljóskerunum lagði daufa birtu. Luigi reis á fætur og lagði leið sína um Genegaud-götu. - Hann var ekkert að flýta sér, næstum læddist meðfram múr- veggjunum til hússins, sem Osk- ar Rigault átti heima í. Þessa stundina var gatan mannlaus. Þegar að dyrunun kom lagði hann hönd sína varlega á sner- ilinn og reyndi að opna, — bjóst hálft í hvom við, að útidymar væru læstar, en svo var ekki. „Nú má kjarkurinn ekld bila“, sagði hann og vatt sér inn í for- stofuna, en þar hékk steinolíu- lampi, sem litla birtu lagði frá. Hann sá dyr á herbergi opnar í hálfa gátt. Þar sat húsvörður- inn og var að sóla skó og var svo niðursokkinn í starf sitt, að það fór alveg framhjá honum, að maður var kominn inn í for- stofuna og bjóst til þess að læð- ast upp stigann. Þegar Rigault var kominn upp á þriðju hæð nam hann staðar við dyrnar á íbúð Oskars og barði létt á hurðina. Ekkert hljóð heyrðist. Enginn kom til dyra. „Jæja“, hugsaði hann, „hann er víst enn að leita að glerskurð armeistaranum. Ég þarf ekkert að óttast“. Hann kveikti á eldspýtu til þess að athuga skráargatið og veikt bros lék um varir hans. „Létt verk og löðurmannlegt, — “ hugsaði hann, tók lykla- kippu upp úr vasa sfnum, og fann þegar lykil, sem hann hugð- ist mundu geta notað, enda var hann óðara búinn að opna. Svo lokaði hann hægt á eftir sér. Hann kveikti á kerti f vegg- kertastjaka og fór að rannsaka íbúðina. Til vinstri vom dyr, sem hann opnaði, en þær voru að kytru þeirri, sem Oskar hafði sofið í, meðan Emma Rósa var þarna. Teppin höfðu verið brot- in saman. Engin lök vom á rúm- dýnunni. „Hér sefpr lfklega enginn sem stendur", hugsaði hann, „þá hlýt ur að vera hér annað rúm“. Hann opnaði nú dyrnar á her- berginu, sem Emma Rósa hafði sofið f, en í það hafði Oskar flutt, þegar Emma Rósa fór. — Herbergið var lítið og lítið rúm milli rúmgaflsins og dyranna. Svo gekk hann út að gluggan- um. „Nú, þarna er hús, sem stend- ur við Neversgötu“, hugsaði hann. i Þegar hann hafði skoðað sig j um að vild fór hann úr íbúðinni, I lokaði á eftir sér, og læddist út, ' án þess nokkur yrði hans var, I fékk sér svo leiguvagn og ók til ; Montreuil-götunnar, en þangað I hafði Oskar komið áður en ! dimmt var orðið. Hann hafði Iverið þarna um morguninn, og komizt á snoðir um hvar gler- skurðarmeistarar og aðrir í þeirra iðn eyddu kvöldstundum - og þá hafði hann heitstrengt, að koma aftur um kvöldið. Flest ir höfðu bent honum á vínstofu Pastofrollas. Og þar var enn fátt um manninn, er hann kom þar | um kvöldið. í Á þessum tíma voru um sjö eða átta hundrað glerskurðar- meistarar í París og það gat því orðið tafsamt að finna þann rétta, en samt var Oskar stað- ráðinn í að leita þar til hann fyndi þann, sem sett hafði í rúðuna. Óskar settist við eitt smá- borð og bað um glas af víni. Og það var knæpustjórinn sjálf- ur, sem kom með glasið, vafa- laust vegna þess að hann þekkti hann ekki, en nýjum gestum veitti hann ávallt sérstaka at- hygli. — Þér eruð víst ókunnugur hér, sagði knæpustjórinn næst- um hryssingslega. Hann gat ekki stillt sig um að spyrja, til þess að svala forvitni sinni. — Já, ég á ekki heima hér, sagði Oskar. - Já, ég hugsaði sem svo, að þér væruð ókunnugur. Ég gat ekki áttað mig á yður. Það eru fáir, sem hér koma, nema þeir, sem alltaf eru hér með annan fótinn og... — Ég kom sannast að segja til þess að leita upplýsinga hjá yður, sagði Oskar, og þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem hér. — Einmitt það, sagði Pasta- frollas með grunsemdartón f röddinni, þér óskið upplýsinga frá mér. Um hvað? - Um mann, sem er gler- skurðarmeistari. — Það hefur kannski verið stolið einhverju frá yður, með- an verið var að setja í rúðu, ha? Ef svo er myndi ég furða mig á því, glerskurðarmeistarar og þeirra menn eru sem sé yfir- leitt heiðarlegasta fólk, snerta ekki við neinu, sem sé yfirleitt heiðarlegasta fólk, snerta ekki við neinu, sem aðrir eiga og eiga ekki í neinum útistöðum við lög- regluna. .V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.' DÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 18740 SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endumýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. 5 | Hópferða bílor p . i Höfum nýlega 10—17 farþega Merzedes Bens-bfla í styttri og lengri ferðir. I HÓPFERÐABÍLAR S/F I' Sfmar 17229, 12662, 15637 ! Heilsuvernd Tek námskeið í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum. 2. í viku í júnímánuði. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. júní Upplýsingar í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari. T A R Z Á N Hann er andstæðingur þinn, Tarzan, og þú hefur sigrað hann, segir Mambo. Þú hefur rétt á að drepa hann með mínú spjóti. Af hverju gerir þú það ekki? Ég hef ekkert upp úr því að drepa þetta ragmenni, segir Tarzan. Ég skal leyfa honum að lifa, ef þú skipar honum að hengja þennan spjóts- odd um hálsinn, til merkis um ósigur sinn fyrir mér. Sólvallagötu 72. Sími 18615 l Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, slmi 15493. 1 Hárgreiðslustofau P I R O L A Grettisgötu 31, slmi 14787. s Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. slmi 14656. Nuddstofa & sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). STEINU og DÓDÓ Sfmi 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stfgs og Hverfisgötu). Gjörið svo vei og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgrelðslur. Hárgreiðslustofan PERMA, Gaðsendi 21, sími 33968. Dömu, hðrgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sfmi 14662 Hárgreiðslustofan Wrn Ráaleitfsbraut 20 S&ni 12614 \JI UIUUII ((V H E1 fl I 3. V.--' 5 J2997 • Grettisgötu 63 S- SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113 Herrasokkar crepe-nylon « 29.00 MBdatorgl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.