Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 2
 V í SIR . Fimmtudagur 21. október 1965. Kvikmyndin: RANGHERMI UM „LÖG- LEGT MARK" AKRANESS j gær birtist hér á íþróttasíð- unni grein undir fyrirsögn- inni: „Löglegt mark Akraness, sem þó var dæmt af gegn K.R.“ Var í grelninni sagt að kvik- mynd, sem einn áhorfandi að úrslitaleik K.R. og Akraness tók á leiknum, sannaði að Rík- harður Jónsson hafi skoraö lög- legt mark á 32. mínútu leiksins — en dómarinn dæmt það mark af vegna rangstöðu, sem línu- vörðurlnn gaf til kynna með flaggi sínu. í Ijós hefur komið að þessi frétt var byggð á allsendis ó- fullnægjandi upplýsingum, sem ekki gefa tilefni til þeirra full- yrðinga um „löglegt mark“ Akraness, sem þar voru settar fram. Er því ekki tilefnl tii um- mæla sem slíkra, að um mistök dómarans í leiknum hafi verið að ræða, eða úrslit leiksins hefðu átt að vera önnur. Skal það þó tekið fram að f fyrr- grelndr! frásögn byggði íþrótta- fréttamaður blaðsins á frásögn annarra, en hafði ekki sjálfum gefizt kostur á að skoða hina umræddu kvikmynd, sem til frásagnanna leiddi. Biður iþróttasíðan aðila vel- virðingar á því, sem missagt var og ofsagt í greininni f gær. — jbp — Líkan af Idrettens Hus í Narvik. Hús íþróltanna í Narvík 70 milljón króna hús / bæ sem telur aðeins 15 jbús. manns Það fer ekki alltaf eftir stærð borga og bæja, hvel vel er gert við íþróttirnar á staðnum. Narvík í Norður-Noregi er ekki stór borg. Þar munu búa tæplega 15.000 Ármenningar sýna í Keflavík mm mm manns, en samt sem áður státa þeir i Narvfk af beztu íþróttahöll ÍNoregs og verður hún vígð eftir nokkra daga. Höll þessi er sú stærsta i Noregi og jafnframt sú dýrasta, kostar um 70 millj. ísl. króna, enda er sund- laug af stærstu gerð f höllinni, með 6 brautum og stökkbretti og á- horfendasvæði fyrir 1000 manns, auk sjálfs salarins, sem er af hinni réttu stærð fyrir alþjóðlegar hand- knattleiks- og körfuknattleiks- keppnir, en salnum má skipta niður i 4 leikfimisali, sem er mjög hentugt, bæði fyrir íþrótta- félögin og skólana, og reyndar ýmsa aðra aðila líka. Áliorfenda- svæðið tekur 1000 áhorfendur. Þá er í höllinni kaffistofa fyrir 250 manns, unglingamiðstöð fyrir 300 manns, kvikmyndasalur fyrir sýningar á kennslumyndum f íþróttum og fundarsalir, Sá sem teiknaði húsið heitir Jan Inge Hovig og er frá Oslo. HÚS ÍÞRÓTTANNA (Idrettens Hus) er hafnið, sem valið hefur verið þessu nýja íþróttahúsi þeirra í Narvík. slæm aðstaða Frjálsíþróttadeild Breiðabliks f, karla. Þjálfarar félagsins voru þeir Kópavogi hélt aðalfund sinn þriðju I Hörður Ingólfsson og Þorkell Stein daginn 19. okt. 1965. Formaður ; ar Ellertsson. Æfingarskilyrði eru deildarinnar, Pálmi Gíslason flutti skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Starfsemin hafði gengið mjög vel og gat formaður þess m. a„ að félagar f deildinni hefðu sett sam- tals 51 Kópavogsmet í frjálsum íþróttum á árinu. Bjarnleifur Bjarnleifsson tók þessar myndir í Kefiavík um helgina, þegar flokkur Ármenninga sýndi þar glímu í Félagsbíói. Önnur sýnir fjöimarga unga gesti og er greinilegt að þeir fagna mjög hressilegum brögðum giímukappanna. Hin er af svokölluðum hráskinnaleik, sem er fora leikur og getur verið mjög skemmtilegur á að horfa. Félagslíf innan deildarinnar var blómlegt á liðnum vetri og haldin nokkur fræðslu- og skemmtikvöld fyrir unglinga. Félagsmenn deildarinnar tóku þátt f öllum opinberum mótum : sumarsins auk þess sem félagið stóð fyrir alimörgum mótum sjálft, j með mikilli þátttöku. Iláð var | bæjakeppni við Vestmannaeyjar! og sigraði Kópavogur með yfir- i burðum. Landsmótið á Laugarvatni var j að sjálfsögðu stærsti viðburður sumarsins, og átti Breiðablik 21 : keppenda undir merki U.M.S.K. Háð var í fyrsta skipti keppni við j H.S.K. og sigraði U.M.S.K. í karlakeppni en H.S.K. í kvenna- greinum. I Formaður skýrði frá þeirri ný- breytni að veita sérstakt afreks- merki fyrir ákveðin afrek í frjálsum íþróttum samkvæmt stigatöflu sem hér segir: Bronsmerki fyrir 450 stig. Silfurmerki fyrir 600 stig. Gullmerki fyrir 750 stig. Greinum skal skipta f fjóra flokka: Köst, stökk, spretthlaup og í mjög slæm í Kópavogi, fyrir frjáls- ar íþróttir, en standa vonandi til bóta. Stjórn deildarinnar baðst undan endurkosningu og skipa stjórn deildarinnar nú: Form.: Einar Sigurðsson, vara- form.: Hörður Ingólfsson, gjaldkeri Þórður Guðmundsson, ritari Arndis Björnsdóttir og i meðstjórnandi Magnús Jakobsson. Ásbjörn endurkjörinn Ásbjörn Sigurjónsson varj endurkjörinn formaður Hand- J knattleikssambands íslands fyr- < ir nokkru, en ársþing HSÍ var, haldið í félagsheimil! KR við J Kaplaskjólsveg 2. okt. s.l. Með Ásbirni í stjórn voru' kjörnir þeir Axel Sigurðsson,' Björn Ólafsson, Valgeir Ársæls-f son og Rúnar Bjarnason. Axelj Einarsson, sem um mörg undan- < farin ár hefur haft hið vanda- sama gjaldkerastarf með hendi j baðst eindregið undan endur-i kosningu. lengri hlaup, jafnt fyrir konur sem I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.