Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 3
VÍSIR . r _ •? 21. október 1935. Það er lítið eftir á færibandinu, enda að verða Þótt ekki sé hún há f Ioftinu, lætur hún ekki búið úr bátnum. á sér standa. Á norðfírzku síldarplani Sá sem einhvem tíma hefur unnið á síldarplani gleymir aldrei stemningunni sem þar rik- ir. \ Því verður áreiðanlega mörg- um hugsað tíl liðinna sfldar- vinnudaga, þegar þeir heyra fréttir af bátunum sem komnir em með yfir 30.000 eða jafnvel 40.000 mál og tunnur. Gamlar síldarstúlkur fer að klæja I fing uma þegar þær heyra að hver söltunarstöðin af annarri sé að veita verðlaun fyrir 10.000 tunn una. Hugurlnn hverfur aftur til þess ara daga, þegar farið var á fæt ur í dögun, og arkað út á plan með beittan hníf og svuntu. Bát arnir lögðust að og upp úr þeim kom hver kassinn af öðrum af silfurlitaðri síld. „Salt — taka tunnu — tóma tunnu“. Þetta hljómar um allt planið. Ragarinn rótar í bjóð- inu strákar velta tunnum og karlar bera sa!t. Botnar em slegnir í, pæklað og tunnum- ar merktar. , Fyrir fólkið á Austfjörðum eru þetta engar endurminningar, þar veiðist síldin enn og nóg er að gera. Þessar skemmtilegu myndir af norðfirzku síldarplani tók von Linden ljósmyndari einn haust- dag fyrir skömmu og eins og sjá má var þá Iíf og fjör á planlnu. Ó Möstur skipanna og öll siglingatækin á þeim og í nágrenni þeirra mynda eins konar skóg í Norðfjarðarhöfn. y % ’’ ■ jj/; ■7 I Ha ■ ú Sp Bl tW. 1 Það eru ekki lítil verðmæti, sem liggja í tunnunum á planinu — tunnum, sem bíða eftir að verða fluttar úr landi, þangað sem inni- hald þeirra verður borið á veizluborð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.