Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 9
VtSIR . Fimmtudagur 21. október 1965. 7 HAFNAR- MINNINGAR J einhverjum fræðum er ég las í bemsku stóð setning um eina borg suður á ftalíu, sem mér varð minnisstæð: „Sjá Napólí og dey síðan“. Þetta orkaði einkennilega á ungan dreng, hversvegna deyja, þótt maður hefði séð Napólf? Hugs- unin á bak við kom reyndar smámsaman fram í dagsljósið: til eru svo glæsilegir staðir, áð hafi maður séð þá, láta aðrir staðir mann ósnortinn þaðan í frá, þess vegna er hægt að leggjast út af og deyja án þess að missa af nokkru. En ítalir eru víst eng um líkir nema sjálfum sér og Lilendingar einu sinni eins og þeir eru og þeim er ekki lagið að láta hrifningu sína í ljós á jafn hástemmdan hátt. íslend- ingi mundi aldrei detta í hug að segja: Sjá Seyðisfjörð og dey, jafnvel þótt hann hefði al- izt upp á Seyðisfirði á þeim ár- um, þegar ritsiminn var nýjasta nýjungin, sfldin kom í torfum upp að bryggju, og staðurinn veitti R-vfk harða samkeppni í menningarlegu tilliti. Eigi að síð ur getur Seyðisfjörður átt sterK ítök í huga fslendinga, kannski engu síður en Napoli í ítölskum huga. Þar kom meðal annars fram í skemmtilegri ferðasögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum — sögumaður hafði farið vestur til Ameríku og kunni frá mörgu að segja, hafði séð stór ar borgir og glæsileg mannvirki, margar stofnanir og mikið af menningu, en þó bliknaði þetta allt og varð að hjómi í sam- anburði við minninguna um það, er hann kom niður af Fjarðar- heiði i fyrsta sinni saklaus sveitapiltur og sá húsaraðimar og rafljósadýrðina á Seyðisfirði. En þetta sannar Iíklega ekki ann að en það að áhrif eru ekki síð ur komin undir þeim sem sér heldur en því sem séð er. En ég hafði hvorki séð Seyð isfjörð né Napólí, þegar ég sigldi utan í fyrsta sinni tií náms, þá nýbakaður stúdent, og þess vegna var ég kannski upp næmari fyrir áhrifum en ella og þess vegna er mér líklega ferð- in og það sem fyrir augu bar minnisstæðari en ella. Tvennt er mér þó einkum minnisstætt frá sjálfri ferðareisunni — auk sjóveikinnar sem mér fannst víst þá að ég mundi aldrei gleyma, hversu gamall sem ég yrði — tvær stemningar. Sú fyrri er frá brottförinni: ég var nýbúinn að kveðja foreldra og frændur og var að fara að heim- an i fyrsta skipti svo að heitiö gæti, til langdvalar. Gullfoss gamli öslaði gráan sjóinn og Ijósaröðin í Reykjavlk fjarlægð- ist meir og meir og dvínaði unz hún varð að litlum, daufum og umkomuleysislegum ljóshnapp i fjarska. Það greip mig einhvdr kynleg tregakennd, hér var skil ið eftir allt það sem þú þekktir og unnir — skyldirðu nokkum tíma eiga eftir að sjá það aftur’ Hin mjmdin er frá því er við komum til Hafnar: bflferð að kvöldi dags upp gegnum mið- bæinn, meiri ljósadýrð, fleira fólk, meiri ys og þys en maður hafði nokkru sinni áður lifað. Og eftir skamma viðdvöl á hóteli var haldið beint í Tívólí. Austurlenzkir töfraheimar garðsins, Ijós og gosbrunnar eins og úr þúsund og einni nótt komu mér alveg í opna skjöldu, og gerðu mig áð bami á ný. En Kaupmannahöfn brosti ekki ekki alltaf jafn blíðlega við ungum stúdent og þetta fyrsta kvöld. Þar voru líka til gráir og úrsvalir rigningadagar, með vot ar götur og óvingjarnlegar, næst um fjandsamlegar húsaraðir. Og hvergi var hægt að leita á náðir náttúrunnar alls staðar voru spjöll af verkum manna, hvergi ósnortinn reit að finna. 1 þessar tilfinningar ófst stundum einmanakennd og sðknuður — ég hef reynt að lýsa þessu áður og skal ekki endurtaka það hér. ÞAR STÓÐ TÍMINN KYRR En Smám saman samlagaðist maður þessari stóru borg og fór að horfa á hana sem kunn ingja eða jafnvel vin. Og ýmsar ánægjulegar minningar á ég frá þessum fyrsta vetri. Ég var svo heppinn að bekkjarbróð'r minn og sambýlismaður fyrsta áfang ann var náskvldur Finni pró- fessor Jónssyni. Ég naut þessa vinar míns þannig að mér var boðið með honum til miðdegis verðar hjá prófessorshjónunum einu sinni í viku allan veturinn. Þetta góða heimili var úti á Friðriksberg við kyrrláta götu. Þar innan^veggja var eins og tíminn hefði staðið kyrr um langt skeið. Þar var miðdegis verður etinn á sama tíma og tíðkaðist fyrir heimsstyrjöldina fyrri, síðan fékk heimafölk sér miðdegislúr en yið ungu menn- irnir glugguðum í bók eða fór- um út að ganga. Eftir miðdeg s blundinn spiluðu svo sona Finns og mágkona bridge við okkur stúdentana en Finnrr settist við skrifborðið, honum féll sjaldan verk úr 'hendi, þótt orðinn væri hálfátt- ræður. Á þessu heirniii virtisí aldrei neitt fara úr skorðum, frá því snemma á morgnana að Politiken smeygði sér inn um bréfarifuna, eins og hún hafði gert á hverjum morgni í hálfa ö!d eða frá því hún hóf göng’: sína, og þar til klukkan tíu á kvöldin að gengið var til náða En stundum gaf prófessor Fi tn ur sér tima til að spjalla dálitið verulega við okkur, segja okk- ur frá fyrri tímum. Þá var eins og íslandssagan yrði lifandi, skáld og þjóðskörungar 19. aldar komu inn ; stofuna til okkar og urðu mennskii menn, séðir af samtíðarmanni, sýndu sig eins og þeir komu honum fyrir sjón- ir. með kostum sínum og göil um, svipmóti og sérkennura, er gerðu þá að lifandi persónu.n, en sögubækurnar kunnu engin skil á. Sjálfur var Finnur sér- kennilegur persónuleiki, sem gaman er að hafa kynnzt. Hann var hálfáttræður og þetta var síðasti veturinn sem hann lifði, en því fór fjarri að nokkur merki feigðar sæjust á honum. Hann var sívinnandi að fræðum sínum, líkamlega mjög ern, til- tölulega nýlega hættur að stunda leikfimi og svo frár á fæti á göngu um borgina að við ungu mennirnir áttum fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Hann hafði drukkið í sig boð- skap raunsæisstefnunnar, var radikal og frjálslyndur, dálítið fanatískur I frjálslyndi sínu, stundum kannski ögn hrjúfur á ýtra borði, en hjartað það var gott, eins og stendur í kvæði um annan mann, Finni mjög ólíkan. Fyrri hluti Ég nefndi, að okkur hafi fund- izt fjölskylda Finns Jónssonar lifa í heimi, sem hefði á viss- an hátt orðið viðskila við tím- ann. En sá tími, sem ég er hér að segja frá, fyrstu stúd- entsár mín, er í rauninni miklu fjarlægari okkur nú en tíminn í Nyvej var okkur nýstúd- entunum þá,. stökkið yfir í nú- tímann miklu stærra. Þessi fyrstu stúdentsár voru tími, þeg- ar stúdentar léku það að lifa fjnir 100 kr_ danskar á mánuði, voru þeir að vísu oftast blankir, þekktu ekki lífsþægindi á borð við sima eða baðherbergi, en leigðu í einhverri herbergis- kytru hjá hjartagóðri konu, sem framreiddi morgunkaffi fyrir lítinn pening og þeir þóttust alsælir ef þeir áttu fyr ir miðdegisverðj það sem eftir var mánaðarins. Helztu skemmt Fluttar af Guðmundi Arnlaugssyni, rektor, á Landamóti Oansk- íslenzka félagsins 15. þessa mánaðar Guðmundur Arnlaugsson. animar voru stúdentafundir, bíó eða landamót auk þess mikla menningarseturs sem hét Ungarsk Vinhus, þar sem menn gátu á einhvern óskiljanlegan hátt setzt inn stöku sinnum þrátt fyrir alla fátæktina, dreypt á glasi, verið háfleygir í orðum og hlustað á dillandi músfk úr strengjum. STYRJÖLDIN BRÝZT ÚT Cvona liðu árin og er nú víst ° bezt að fara hratt yfir sögu, taka undir sig stökk allt fram til ársins 1939. Það ár sigldi ég síðast til náms í Kaupmanna- höfn og var sú ferð með nokk- uð ólíkum hætti og sú fyrsta. Örlögin höfðu skákað mér sem snöggvast til Suður-Ameríku og ihfeðan ég var þar, brauzt út styrjöld í Evrópu, heimsstyrj- öldin síðari. Þessi styrjöld var að vísu háð á takmörkuðum vígvelli fyrst í stað, en fréttir frá Evr- ópu voru ískyggilegar og mörg um úr þeim glaða hóp er var samskipa mér vestur hraus hug ur við að snúa þangað aftur, enda urðu ýmsir gestanna eft- ir og settust að í Suður-Amer- íku fyrir fullt og allt. Mér er minnisstætt á svipaðan hátt og er ég sigldi í fyrsta sinn frá íslandi með Gullfossi gamla, er við héldum úr höfn í Rio de Janeiro áleiðis til Evrópu. Hið stóra skip, er hafði komið frá Evrópu fullt af glöðum farþeg- um, skrölti nú hálftómt út í náttmyrkrið með örfáar hræð- ur í farþegasal og innsiglaðar fyrirskipanir um siglingaleið, því að nú voru veður válynd. Tíðindalítið var í ferðinni unz við nálguðumst England, en þar tók okkur brezkt herskip og flutti okkur til Yarmouth og þar vorum við f kví á ytri höfninni í rúmlega viku, i eins konar stofufangelsi og allt skip ið formyrkvað eftir að skyggja tók. Þetta var leiðinleg dvöl. Enginn vissi neitt og enginn fékk neitt að vita, en loks var okkur þó sleppt um borð í ann- að skip, er var á sömu leið. Þegar til Belgíu kom voru þær skipaferðir til Noregs sem við höfðum treyst á niður lagðar og var því ekki um annað að ræða fyrir okkur en að leita á náðir Þjóðverja. Við fengum leyfi til að fara yfir Þýzka- land og gerðum það, ferðuð- umst með járnbrautarlestum dagfari og náttfari, lestum sem voru svo jrfirfullar af hermönn um að sæti voru engin fáanleg. ! þetta skipti komum við til Danmerkur að sunnan og nú fannst okkur við vera komin heim þegar til Kaupmanna- hafnar kom. Og nú hófst sá tími sem ég býst við að sé okkur öllum í fersku minni, þótt rúmlega tveir áratugir séu nú liðnir. Ferðir heim til íslands urðu strjálli og strjálli, unz svo kom að þær lögðust alveg niður og sá stóri hópur landa, er var i Kaupmannahöfn einangraðist. Síðasti farþegafarmur heim var yfir Petsamo eins og segir í vísunni: Von er til um víðan sjó verði brátt frá Petsamó. Siglt af stað með söng og spil suður og vestur Islands til. Já einmitt suður og vestur. Það átti eftir að koma í ljós að íslendingar í Höfn héldu rétt- um áttum, þrátt fyrir langa einangrun frá fósturjörðinni. 30. júní 1944 varS allsherjarverkfall í Kaupmannahöfn. Hemaðarástand ríkti um alla borgina, fjöldi húsa var sprengdur i loft upp og víða kom til átaka milli andspymuhreyfingarinnar og þýzku iög- reglunnar. Hér á myndinni sést uppistand á Nörreborgade.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.