Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 21. október 1965. h—‘U stir -Baskur -Menningarmál1 Sjolokov endurspeglar rússneska þjóðarsál VÍSIR ræðir við rússneskan bókmenntamann, Vladimir Jakúb, sem nemur íslenzk fræði við Háskóla íslands, um hið útvalda nóbelsskáld Mikhail Sjolokov og stórverk hans, „Lygn streym- ir Don“ og ennfremur um fleiri verk eftir hann. Sjolokov hefur verið dáður um allan heim fyrir bók sína um líf Kósakkanna um og eftir byltinguna, og er hann stolt rússnesku þjóðarinnar í dag fyrir bókmenntaafrek sín. „Sjolokov er stærsta skáld okkar í dag“, sagði Vladimir Jakúb, dósent við Moskvuháskólann, í rabbi við blaðamann Vísis á Gamla Garði í gær. „Hann er stór- skáld“, hélt hann áfram. Verk hans „Lygn streymir Doiji“ hefur ekki einungis gildi vegna þess hve hún dregur upp sannferðuga mynd af bylting- unni, heldur er hún líka þver- skurðarmynd af þessum erfiðu árum, sem komu á eftir bylting una. En þá var nauðsynlegt að endurbvggja allt — ekki einung- is stjómmálalega kerfið, heldur hugarfar rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði þessi rússneskj bók menntamaður, og þegar hann var beðinn um að gera grein fyr ir því nánar, hvernig hugarfars breytingin hefði gerzt, sagði hann, að í hinum mikla verki Sjolokovs kæmi bezt fram, hvemig samvizka þeirrá, sem voru andvígir Sovét-hugmynd- inni hefði smátt og smátt breytzt, á þann veg að virða heill lands og þjóðar ofar öllu öðru. Heill þjóðarinnar hefði orð ið heill einstaklinganna: það V '' /% ; Grigorij Grigorlj Mélikhov, hetjan í „Lygn streymir Don“. gerir hosur sínar grænar fyrir Aksinja. orrustu. væri hið bókmenntalega inntak í „Lygn streymir Don“. Þegar Jakúb var ákveðið innt ur eftir þvf, hvort bók hins ný- valda Nóbelsverðlaunahafa hefði komið út ritskoðuð á Stalins- tímabilinu, svaraði ha^n: „Það hlýtur að vera vitleysa. Ég hefði áreiðanlega heyrt um það heima í Rússlandi, ef svo hefði verið". Aðal-þáttur byltingarinnar „Lygn streymir Don“ (sem Jakúb raunar kallaði stundum óvart „Hægt streymir Don“) er verk, sem lyfti Mikhail Sjolokov til vegs og virðingar úti um allan heim. Bókin fjallar um líf Kósakka á bökkum Dónár. Gri- gorij Mélikhov er aðallsöguhetj an, sem höfundurinn spinnur mikinn örlagaþráð um. Vladimir Jakúb sagði: „Mélikhov var á móti bylting- unni, en hann er heiðarlegur og góður karlmaður. Hann er af þeirri stétt Kósakka, sem hlaut að líða undir lok af völdum bylt ingarinnar, en „Lygn streymir Don“ sýnir greinilega aðal-þátt- byltingarinnar — hún sker úr um hið mikilvægasta og stærsta sem fór fram á þessum tímum: sýnir hvað byltingin kostaði“. Persónulegur stíll Um stíl Sjolokovs sagði Vladi mir Jakúb: „Hann hefur sinn persónulega stíi. Hann skrifar Ijómandi fall egan stíl, sem hann byggir á beztu rússnesku bókmenntahefð síðustu aldar. Það er einkenni legt, hvað honum tekst að flétta staðbundið tungutak Kósakk- anna inn í bókmenntamálið". Um náttúrulýsingar í „Lygn streymir Don“: „Þær eru mjög fallegar, ó- gleymanlegar. Náttúrulýsingar hafa alltaf verið aðalstoð í rúss- neskum bókmenntum. Veðrátta og landslag f Rússlandi er svo fjölbreytilegt, að það er mikill þáttur í lífi lands og þjóðar. Sjolokov er ekki eftirbátur ann- arra rússneskra skálda í því að endurspegla náttúruöflin í verk um sínum“. Bækur Sjolokovs eru óður til lífsins Vladimir Jakúb talaði um fleiri bækur Nóbelsverðlaunahaf ans. „Nýrækt“ er ein, sem dregur upp mynd af mikilvægu tfmabili í þjóðfélagslffinu í Rúss landi, þegar samyrkjubúin komu til sögunnar. Bókin endurspegl- ar baráttu þá, sem var þessum tímum samfara, á milli stórbænd anna annars vegar og leigulið- anna hins vegar og þá snöggu breytingu, sem fylgdi vaxandi tækni f landbúnaði. Þá er það bókin „Þeir börð- ust fyrir föðuriandið" um líf einstakra hermanna f sfðustu heimsstyrjöld. Þetta er hetju- kviða. Átakanleg lýsing á hörm- ungum styrjaldar, en samtímis er grunntónninn byggður á trú á lífið og bjartsýni, hvernig sem allt veltur. Þetta er mannlífs- saga um manndóm og stóra hugsun. Fólkið, sem tók þátt f stríðinu, missti aldrei trú á verð- mæti tilverunnar, og bókin gef- ur glögga mynd af því, sem hef- ur þótt einkenna rússneska þjóð- arsál, heiðarleika og hollustu, hvernig sem allt snýst f veröld- inni. Fyrir nokkrum árum birtist löng smásaga eftir Sjolokov í „Pravda“, sem nefnist „Örlög". Vladimir sagði frá henni á þessa leið: ,Hún er saga um ósköp venjulegan mann, sem kemur heim úr stríðinu, sem hefur glat- að öllu: fé og frændum og hvern ig hann byggir sig upp að nýju, fer að lifa lífinu á ný og hvemig hann öðlast trú á tilgang lífs- ins.“ „Þessi saga, „Örlög“ er lista- verk", sagði Jakúb,“ um viljann Framh á 6 sfðu nóbels- skálds TTm sjálfan sig segir Mikhail ^ Sjoiokov, nóbelsskáld eftSr- farandi: „Fæddur er ég 24. maí 1905 í þorpinu Kruzhilin í héraðinu Vyeshenkaya á bökkum Donar, sem áður var þekkt sem „Hérað Donarhers". Faðir minn, úr borgaralegri millistétt, ættaður frá Ryaza, var alltaf að sldpta um starf fram til dánardægurs árið 1925. Hann var „shibai“ — nautgripa sali, bóndi í Kósakka-landi, söiu maður hjá verzlunarfyrirtæki f þorpi, forstöðumáður gufumyllu og sitthvað flelra. Mamma var að háifu leytl kósakki og að hálfu Ieytí úr bændastétt. Hún lærði fyrst að lesa og skrifa þegar faðir mlnn sendi mig í skóla, svo að hún gæti skrifað mér bréf án hans hjáipar. Hún og ég áttum okkar eigið land fram til 1912, hún vegna þess að hún var ekkja eftir kósakka og ég, af því að ég var sonur kósakka. Ég gekk í ýmsa skóla fram til ársins 1918. í byltingunn! átti ég heima á bökkum Donar. Ég byrjaði að vinna fyrir mér árið 1920 og var á ferð og flugi um Donarhéruðin. Um Iangt skeið hafðl ég þann starfa á höndum að leggja hald á kom í þágu ríkisins. Átd ég þá oft í höggi við óeirðarmenn, sem réðu Iögum og lofum á DonarsvæS- um alit til ársins ’22. Gekk á ýmsu í þ&Srri viðureign: Þeir voru á hæhmum á mér, og ég hundelti þá. Ég komst oft í hann krappan, en nú þegar svo langt er iiðið síðan, er það að fymast. Ég hef skrifað síðan 1923, og byrjaðl á verki mínu „Lygn streymlr Don“ árið 1926.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.