Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 4
0 '3 © 9 © 4 « > Aðeins 14 ára og orðnir meisfaraskyttur Það er púður í strákunum í skotfélagi Árhússsýslu í Dan- mörku .Ekki færri en 14 strákar undir aldrinum 14 ára náðu árangrinum 200 stig I 20 skotum á 100 metra færi, í skotkeppni um daginn. Þrátt fyrir að riff- illinn er jafnstór þeim og vegur fjögur kíló meðhöndla þeir hann af mikilli nákvæmni. í skotfél'agi Árhúss eru um 400 börn sem æfa með því reglu lega á skotæfingum. Það er byrj að á því að kenna þeim allar varúðarreglur í meðferð skot- vopna og á kvöldin eru skot- æfingar. Fuliorðinn þjálfari er fyrir hverja 4 stráka og reyndar stúlkur líka, því þær taka einnig þátt í þessum félagsskap. Á ofangreindu skotmóti, en í því tóku þá±t skotmenn alls stað ar aö úr Danmörku, var fjöldi yngri meðlima meðal þátttakenda Veitt voru verðlaun fyrir aö ná 200 stigum í 20 skotum og var ekki laust við að sumir þeirra yngri, kæmu þaðan með tár í augum eftir að hafa náð aðeins 198. Samvinnan er góð milli þeirra eldri og strákanna. Hamingjusamt hjónaband þrátt fyrir allar fjölkvænisákærur. Fjölkvænisákæran dregin til baka Dómstólar ógilda hjónaband Loren og Ponti Dómstólamir í Róm úrskurð- ■ uðu fyrir stuttu að hið fyrra hjónaband Sophiu Loren og Carlo Ponti væri ógilt, og ruddu þar með úr vegi síðustu hindruninni fyrir hamingjusömu hjónabandi kvikmyndaleikkonunnar og kvik- myndaframleiðandans. Þau gengu í það heilaga í Mexíkó árið 1957. Við vígsluna í Mexikó mætti staðgengill fyrir hönd Ponti, sém þá hafði fengið skilnað frá fyrri konu sinni fyr- ir mexíkönskum dómstólum. En á Ítalíu fékkst sá skilnaöur ekki viðurkenndur og 1963 var hann ákærður fyrir fjölkvæni. Sophia Loren var einnig kærð sem samsek, því hún hafði gifzt manni, sem „ekki“ var fráskil- inn. Til þess að fara f kringum þessa ákæru reyndu þau aö fá skilnað, en hann fékkst þá ekki viðurkenndur. Áður en fjölkvænisákseran og málið þar að lútandi var end- ánlega afgjört, fékk Ponti skiln aö viöurkenndan fyrir frönskum dómstólum og kvæntist í annað sinn henni Sophiu sinni. Hjóna- vígslan fór fram með leynd 9. apríl 1966, en enginn staðgeng- ill var við hafður £ það sinnið. Fór vígslan fram í Sevres í Frakklandi. Eftir á var látið heita sem svo, að þau hefðu tek- ið sér franskan ríkisborgararétt til þess að losna viö nýjar á- kærur í Ítalíu. Úrskurður dómstólsins í Róm gekk því út á að ógilda vígsluna í Mexikó og þar með var látin niður falla ákæran um fjölkvæni. Ekkert hefur verið lýst neinu yfir um hvort nokkur ákæra vegna síðara hjónabands þeirra verði látin fylgja í kjölfar hinn- ar. o © e a o <» Ct « a o • o © © Mannrán Það vakti stórathygli, þegar það fréttist, aö brezkur- togari, sem var undir lögreglueífjrliti , í Reykjavíkurhöfn, 'vegna méints landhelgisbrots, hefði stungiö af úr höfninni að næt’urþeli með þá tvo lögregluþjóna um borð, sem gæta áttu skipsins. í fyrstu óttaðist fólk, að jafn vel einhver ofbeldisverk hefðu verið framin, sem orsakaö hefðu melðingar, en til allrar ham- ingju höfðu Bretar aðeins beitt smá brögðum og lokað laganna verði inni. Það er ekki aö furða, þó fólk verði hissa. Hvemig getur ann- að eins og þetta skeð? Sumir hafa samúð með Bret- um að því leyti að öll afgreiðsla máls þeirra hafi gengiö með enúemum seint. En aðrir eru reiðir yfir bví, að brezkum sjó- mönnum skuli Iíðast slík uppi- vöðslusemi í höfnum, sem úti á fiskimiöum. Bretar hafa fyrr láumazt héöan úr höfnum að næturþeli ,undir svipuðum kringumstæðum. Á hverju ári bafa verið framin meiri háttar ofbeldisverk frá hendi brezkra sjómanna í íslenzkum höfnum. Skemmst er einnig að minnast framkomu brezks togara út af Vestfjörðum, sem gerði usla i veiðarfærum netabáta, en skip- stjórinn á aflaskipinu Helgu Guðmundsdóttur sýndi þá rögg semi að stöðva þrjótinn þannig að lögum yrði komið yfir hann. Brezkir sjómenn hafa hvað eftir annað sýnt það í skiptum sínum sinum við sjómenn okk- ar og löggæzlu, að fjöldi þeirra hefir megnustu andúð á aö þurfa að virða lög og rétt ann- arra. A. m. k. er of stór hópur brezkra sjómanna haldinn slíkri ofbeldishneigð, þegar því verður við komið. Að fenginni endurteklnni reynslu, sýnir islenzk lögregla alvarleg mistök í því að með- höndla erlendar áhafnir með of mikilli llnkind. í slikum tilfellum, eins og um hefir verið rætt, ættu að vera ekki færri en 4—6 lög- regluþjónar og allir vopnaðir. Það gæti hreinlcga komiö í veg fyrlr slys vegina uppivöðslu eöa tilrauna til undankomu. Ef átök margra manna hefjast. geta hæglega orðiö dauðaslys hrein- lega óvart. Það ætti þvi að tryggja að annar aðiilnn sé ó- yggjandi sá sterkari, og þaö verður að vera okkar löggæzla, hvort sem er í höfnum eða á hafi úti ,innan ískynzkrar lög- sögu. Áhættumimnst er að styrkja þessi hlutföll með nægi- lega mörgum vopnuðum lög- reglumönnum, þannig að þeir sem gæta á, muni aldrei hætta á undanbrögð. Eins og löggæzlumálum er nú háttað, gætum viö átt á hættu, að eimhver brezkur tutt- ugustualdar-Jörundur hefði tek- ið öll völd í sínar hendur ein- hverja nóttina, og borgarbúar vöknuöu við aö Reykjavík hefði verið sett undir vald brezks hundadagakonungs. 1 öllu falli ætti þessi reynsla að kenna okkur að umgangast brezka sjómenn, sepi og aðra útlendinga, með varúð, þvi að þeir hafa of oft baft £ frammi ofbeldi hérlendis. Þrándur i Götu. o >©«©a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.