Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 10
10 VÍSIR. Föstudagur 5. maí 1967. Ambassador Framta. at bls. 1 j — Ég hef veriö hér einu sinni áður, árið 1961, þegar ég var á fyrirlestraferð um Norðurlönd. Mig minnir að það hafi verið f nóvember. Það var þoka og mist ur og ég var hér aðeins í tæpa tvo daga. Samt komst ég aust- ur á Þingvöll og hreifst af. Ekki grunaði mig þá, að ég ætti eftir að eignast heimili hér á landi. Ambassadorinn bendir út um gluggann. — Við höfum betra veður hér í dag. Ég er nýkom- inn frá Bismarck í Norður- Dakota. Þar var hríðarbylur og ófært í öllum bænum. Svo kem- ur maður hingað í sólina. — Nei, ég kann lítið í norsku, segir ambassadorinn, og byrjar að æfa sig. Ekki verður annað heyrt en hann sé fullfær í norsku. Blaðamaðurinn néfnir nafnið Rolvaag, og ambassador- inn leiðréttir: — Ekki með ensk um framburði, heldur norskum, svona: Rolvaag. Og báðir æfa nafnið af kappi. Ambassadorn- um er annt um, aö nafn hans sé rétt fram borið, og líkist þar forfeðrum sínum í Noregi, og Islendingum líka, ef því er að skipta. Karl Fritjof Rolvaag er meðal hár maður og kraftalegur. And- litsdrættir hans minna á Noreg. Hann > gæti alveg eins verið norskur aflaskipstjóri. En hann hefur verið stjórnmálamaður, demókrati, í Bandaríkjunum. Hann var vararíkisstjóri Minne sota 1954 — 1962, en þá var hann kjörinn ríkisstjóri. Því emb ætti gegndi hann þangað til í fyrra. Ambassadorsstarfið á Is- landi er fyrsta eldraun hans í utanríkisþjónustunni. — Samkomulag íslands og Bandarikjanna virðist mér vera prýðilegt, segir Rolvaag, þegar Stúdentakórinn Söngstj.: Jón Þórarinsson. SAMSÖNGUR í Gamla Bíói föstud. 5. maí fyrir styrktarmeðlimi, kl. 19.00. UPPSELT. II. SAMSÖNGUR laugardaginn 6. maí, í Gamla Bíói kl. 15.00. Styrktarskírteini og aðgöngumið- ar við innganginn frá kl. 14^ Vatnabátur Skemmtilegur vatnabátur ásamt vagni til sölu. — Uppl. í síma 22131. Skrifstofur og vörugeymslur vorar verða lokaðar á morgun, laugardag, vegna jarðarfarar frú Emilíu Skagfjörð. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H/F Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Freyjugötu 37 lézt í BæjarsjúkraHúsinu 2. maí s.l. Böm, tengdabörn og bamaböm. Utför móður minnar EMILÍU SKAGFJÖRÐ fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 6. maf kl. 10.30 f.h. Hanna Skagfjörð Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓNSSON, kaupmaður, Laugavegi 139, sem andaðist 30. apríl verður jarösunginn frá Fossvogskapellu, laugardaginn 6. maí kl. 10.30 f. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sigriður Gisladóttir, synlr, tengdadætur og bamaböm. talið berst að stjórnmálum. Blaðamaðurinn fer nánar út í þá sálma, og Rolvaag segir á- kveðinn: — Nei, Island er sko langt frá því að vera leppríki. Bandaríkin óska heldur ekki eft- ir vináttu leppríkja. Samstarf þessara tveggja ríkja er byggt á miklu traustari grunni. — ísland er mikilvægur þátt- takandi í samstarfi Vesturlanda og í Atlantshafsbandalaginu. Gildi Islands er meira en íbúa- fjöldinn segir til um. Okkur Bandaríkjamönnum finnst mik- ið koma til afreka Islendinga í menningarmálum og sagnfræði. Þar hafa íslendingar einkum haft áhrif á alþjóðavettvangi. Taliö berst frá stjómmálun- um yfir í frístundir. — Ef ég hef einhvem tíma aflögu, segir Rolvaag, ætla ég að feröast um landið og einnig að fara á lax- veiöar, ef einhvers staðar verð- ur pláss. Ég hef alltaf haft gaman af ferðalögum og veiðum. Um fjölskyldulífið sagði Rol- vaag: — Kona mín varð mér samferöa hingað. Hún fer nú strax utan aftur, en kemur svo aftur efti^ mánuð með börnin okkar tvöl Hinn nýi ambassador Banda- ríkjanna er 53 ára að aldri. Hann kom til landsins í fyrri- nótt. Hvernig varði hann gærdeg inum ? — Ja, ég fór í langa öku- ferö um Reykjavík og nágrenni. íþróttir — Framh. af bls. 2 (bikarsund) — 100 m. flugsund karla — 4x50 m. fjórsund karla (bikarsund) — 100 m. skriðsund kvenna — 100 m. bringusund kvenna — 200 m. fjórsund kvenna (bikarsund). 3x100 m. þrísund kvenna — 50 m. skriðs.und drengja f. ’51 (bikarsund) — 5Ö m. baksund telpna, f. ’53 — 50 m. bringusund telpna, f. ’55. Flugmenn Byggð verður stífla neðan við gömlu stífluna frá ’39, en aðrennslis göng og stöðvarhúsið verða byggö neðanjaröar, frárennsliö frá nýju virkjuninni verður svo í inntakslón stærri virkjunarinnar, sem nú er í Laxá. Lauslega áætlaður kostnaður viö þessar framkvæmdir er eitthvað á fjórða hundrað milljónir króna. Dieselstöðin, sem nú er á Akur- eyri, til þess að anna rafmagns- þörfinni þar, er um 4 þúsund kw og er áætlað að stækka hana um 3.500 kw. til þess að anna þörfinni þar til nýja virkjunin tekur til starfa. Á Austfjörðum eru margar diesel stöðvar til þess að anna rafmagns- þörf síldarbæjanna og ber nauð- syn til þess að stækka þær næstu ár. Um virkjun á Austurlandi hef- ur mikið verið rætt undanfarið, en Grímsárvirkjun á Fljótsdalshéraði er löngu hætt að anna rafmagns- þörfinni. Með þessari nýju virkjun má hins vegar búast við, að Austur land fái nægjanlegt viðbótarraf- magn um ókomin ár, ef svo fer að rafmagnsveiturnar á þessum svæð- um verði sameinaðar. Furðuskepna — Framh. af 1. bls. þegar skepnan veiddist var stór kúpa ofan á henni. Litur hennar er dökkfjólublár. „Ég held það fari ekki á milli mála, að þetta sé marglytta, sagði Friðrik, og ætla ég að reyna að ná sambandi við fiski fræðing, sem gæti ákvarðað tegundina með mér. Einna helzt hallast ég að því, aö hér sé um portúgalska marglyttu að ræða eða svokallaðan Blámann" Sagði Friðrik að lokum, að hann hefði náð i nokkur egg skepn- unnar, sem hann geymir nú í formalíni. Framhald af bls. 16. Við bílskúrinn á Lyngfelli stóöu nokkrir menn og röbbuðu aman, ' þegar Flugsýnarvélin flaug yfir. Við hittum Odd Guð- laúgsson, ungan bónda á Lyng- felli í gær og sagði hann eftir- farandi um þetta: „Vélin flaug mjög lágt yfir í suðurátt. Viö sáum hana fljúga hérna yfir tvisvar og þaö var engu líkara en hún ætlaði að lenda hérna á þverbrautinni, en síðan tekur hún sveig og rétt skríöur hérna yfir Kinnina". Nokkru síöar heyra þeir félagar þungan dynk, og fara þegar á slysstaöinn. Einn þeirra sneri við og gerði viðvart, en hinir fóru á staðinn. Þar voru þá rústir einar, og lítið eitt af vél- inni utan í fjallinu. Rauk nokk- uö úr brakinu, en enginn eldur laus. I gær geröi Loftferöaeftirlitið rannsókn á flakinu, eöa þeim hlutum, sem hægt var að kom- ast að. Var rannsókn á málinu 1 á frumstigi í morgun. Lík mannanna þriggja hafa^ ekki fundizt, en þeir voru: Egill j Benediktsson, flugstjóri, kvænt- ur Steinunni Jónsdóttur, Ásgeir i Einarsson, flugmaður og Finnur j Thomas Finnsson, flugmaöur, | sem flaug með sem farþegi að þessu sinni. Vírkjun — Framh. af bls. 1 virkjananna tveggja, sem fyrir eru og er áætlað að framkvæma hana í áföngum, þannig að við fyrsta á- fangann fáist 6 þúsund kw., 14 þús- und til viðbótar við annan áfanga, 16 þúsund við þriðja áfanga og um 24 þúsund við fjórða áfanga. Nýjar bækur frn Hetmskringlu Nýlega kom út hjá Heimskringlu IX—X bindi bókarinnar Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Heiti þessa bindis er Logandi runnur. Bókin er prentuð í prentsmiöjunni Hólar og er 432 bls. að stærð. Einnig kom út hjá útgáfunni Sag- an af Serjoza, þættir úr lífi Iftils drengs, eftir Vera Panova í þýöingu Geirs Kristjánssonar. Prentsmiðja Jóns Helgasonar prentaði bókina, sem er 174 bls. Þá hafa komið út tíunda og ell- efta bókin í bókaflokknum Grísk heimspeki. — Fyrri bókin nefnist Plató en sú síðari Aristóteles.,Tekið hefur saman Gunnar Dal. felagsiif KNATTSPYRNUDEILD VÍKINGS Æfingatafla frá 1. maí til 30. sept- ember 1967. Meistara- og 1. flokkur: Mánudaga kl. 8.45—10. Þriðjudaga kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 8.30—10. 2. flokkur: Mánudaga kl. 8.45—10. Þriðjudaga kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 8.30—10. 3. flokkur: Mánudaga kl. 7.30—8.45. Miðvikudága kl. 8.30—10. Fimmtudaga kl. 7—8.30. 4. flokkur: Mánudaga kl. 7.15—8.30. Miðvikudaga kl. 7.15—8.30. Fimmtudaga kl. 7.15—8.30. 5. flokkur A og B : Mánudaga kl. 6.15—7.15. Þriðjudaga kl. 6.15—7.15. Miðvikudaga kl. 6.15—7.15. Fimmtudaga kl. 6.15—7.15. 5. flokkur C: Þriðjudaga kl. 5—6. Fimmtudaga kl. 5—6. Stjómin. TTiTTTFm BELLA Eitt gott er þó við það, að eng’inn skuli hringja og bjóða okkur út. Við þurfum þá ekki að halda dagbók á meðan. VEÐRIÐ I DAG Norðaustan gola eöa kaldi. Léttskýjað. Hiti yfir frost- marki í dag, en tveggja til fjög- urra stiga frost í nótt. BLÓDBAHKiNN Blóðbankinn tekur á móti blóö- gjöfum i dag kl 2—4. Kvenfélag Háteigssóknar. Hin árlega kaffisala félagsins verður sunnudaginn 7. maí i samkomuhúsinu Lídó og hefst kl. 3. Félagskonur og aðrar safnaðar- konur, sem ætla að gefa kökur eða annað til kaffisölunnar eru vinsamlega beðnar að koma því í Lídó að morgni sunnudagsins, milli kl. 9 og 12. Kvennadeild Borgfirðingafélags- ins hefur sitt margrómaða veizlu kaffi og skyndihappdrætti í Tjarn arbúð sunnudaginn 7. maí, kl. 2.30. Vinningar verða afhentir á staðnum. Verið öll hjartanlega velkomin. fijl’ÍT Tilkynning Þú sem hirtir balderaöa beltió sem tapaðist viö biskupsvígsluna skalt skila því strax á afgr. Vísis annars verður það sótt til þín. 5. maí 1917.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.