Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagnr 5. mal 1967. 3 Jjijár byggðar eyjar tilheyra Norðurlandskjördæmi eystra Hrísey í Eyjafirði, Grímsey og Flatey á Skjálfanda. Allar eru eyjarnar við ein fengsælustu fiskimið smábáta, sem fyrirfinn ast við ísiandsstrendur. Að vísu hafa þessi mið brugðizt af og til eins og flest fiskimiðin okkar, en yfirleitt hafa eyjabúar haft af miðum sínum góða afkomu, jafnvel æ ofan I æ verið meö tekjuhæstu larídsmönnum. Þetta er meginskýringin á bú- setu fóiks í þessum afskekktu byggðum, sem eyjamar hafa ó- neitanlega verið fram á síðustu n **t Engan myndi undra þótt bú- seta i eyjunum legðist niöur, þrátt fyrir þetta, í ört .stækk- andi menningarlegum og félags legum straumum með þjóðinni, sem enn eiga ógreiða leið út fyrir „meginlandið“. Rökstudd- ar vonir standa þó til þess, að fyrr verði komiö á nauðsýnleg um föstum tengslum milli iands og eyja, svo að eyjabúar megi una um langa framtíð viö sitt og geti notið að verulegu marki þt:rra gæða, sem hafið hefur slitiö frá þeim um aidaraðir. Byggðin í Flatey á Skjálfanda. Á tanganum er Sjótjömin, sem verið er að breyta í lífhöfn og fiskihöfn. BYGGÐAR NORÐUREYJAR Efling flugstarfsemi, út- breiðsla sjónvarps og sitthvað fleira í þeim dúr, eru tæki til að tengja byggð við byggð og jafna aðstöðu þéttbýlis, strjál- býlis og eyja. Og nú er mikil vakning í þessum málum. Með Norðurflugl út f eyjar. Fréttamaður Vísis átti þess kost nýlega að fljúga með Norð- urflugi h.f. á Akureyri út í Grímsey og Flatey á Skjálfanda. Þar tók hann myndir og á heim- leiðinni einnig af Hrísey í Eyja- firði. Hér á síðunni birtist brot af feröasögunni og upplýsing- um, ásamt fáeinum myndum frá eyjunum þremur. FLATEY Það var umrót í Sjótjörn þeirra Flateyinga. Þar er veriö að betrumbæta og taka í notk- un sem lífhöfn og fiskihöfn stóra tjörn á tanganum, sem byggðin liggur að. Þessi fram- kvæmd hófst í fyrra og henni á að ljúka i sumar. Höfnin verð ur fyrst og fremst lægi fyrir 80 — 100 fiskibáta. Nú eru skráðir Flateyingar 50 taisins og hefur þeim fækkað á undanförnum árum, um 50% á síðustu 10 árum. GRÍMSEY 1 Grímsey er nýbyggð beina- mjölsverksmiöja og fyrir dyrum standa töluverðar hafnarbætur. Fálagsheimili, sem einnig er skóli, er að hálfu byggt. Skólinn starfar þar I vetur í fyrsta siim, en húsnæði hans er þó ekki fuli gert. Grímseyingar eru nú skráðir 86 og hefur fjölgað um 16 á síðustu 6 árum. HRÍSEY Á undanförnum þrem árum hafa Hríseyingar endurnýjað hátt og lágt ailt vatnsveitukerfi byggðarinnar. Næsta verkefni er að gera nýjan hafnargarð til að fyrirbyggja sandburð inn í núverandi höfn og bæta aðstöð- una. Ibúar f Hrísey eru nú 296 talsins og hefur fjölgað um 20 fná því 1960. Séð yfir Grenivfk út yfir Hrísey í Eyjafirði. M H Byggðin í Grímsey stendur upp frá Sandvík, þar sem er höfn Grímseyinga. Á myndinni sést og flug- völlurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.