Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 16
'V Föstudagur 5. mai 1967. „AUSTFIRÐINGUR" RAKST A FJALL I VESTMANNA- EYJUM í HRÍÐARBYL Á MIÐVIKUDAG 3 UNCIR FLUGMENN LÉTU LÍFIB Það sorglega slys varð í Vestmannaeyjum á mið- vikudaginn að þrír ungir flugmenn létu lífið, þeg- ar flugvélin Austfirðingur, tveggja hreyfla flugvél af DC-3 gerð flaug inn í svokallaða Stakkabót í Kervíkurf jalli. Þegar fréttamaður Vísis kom til Eyja í gær hvíldi sorg yfir kaupstaðnum. í bezta veðri ársins til þessa drúptu fánar í hálfa stöng víða um bæinn. Á slysstað vann björgunar- sveit Vestmannaeyja að því að ryðja flakinu niður í sjó, en f 3 Bjami Herjólfsson, flugumsjón- armaður. fyrir neöan staöinn er þver- hnípt í sjó fram. Gekk það verk vel, aöeins lítill hluti vélarinn- ar hefur orðið fastur í brekk- unni, vængir og afturhluti hafa þegar lent í sjónum. Oti fyrir sást brak úr vélinni á floti og annað aðalhjólanna maraði í kafi. Ógreinilega sást í væng- ina undir haffletinum. Um kl. 15.30 í gær var lítið að sjá á staðnum, en ásókn á staöinn haföi verið mikil og bægöi lög- reglan fólki burtu eftir megni, enda staðurinn mjög' hættuleg- ur yfirferðar. Þegar slysið varö var á vakt í flugturninum á Vestmanna- eyjaflugvelli Bjarni Herjólfsson, flugumsjónarmaður. Fréttamað- ur hitti Bjarna aö máli í flug- turninum í gær. Honum sagöist svo frá m. a.: „Kl. 17.36 er mér tilkynnt að TF-AIO hafi farið til Vest- mannaeyja í sjónflug, og yfir Sigurður frá Draumbæ og Oddur á Lyngfelli ben da yfir Kinnina, þar sem flugvélin flaug yfir mjög lágt. Skömmu síðar heyrðist dynkurinn. Vélin haföi þá snúið við og rekizt á fjallið. fjallgaröinum hef ég samband við hann og þá er svartasnjó- koma hérna, óvenjustórar flygsur. Hann fær nú uppgefið LOKAÐ á vellinum, en hann kveðst halda áfram og sjá til, telur auðsjáanlega aö þetta sé stutt él. Síðan tilkynnir hann mér yfir Þrídröngunum 17.56 og segist sjá þá. Ennþá er snjókoma mjög dimm hér og segi ég honum loftþyngdina hér viö brautina og stillir hann hæöina inn hjá sér og hann fær aftur aö allt sé lokað hér; einnig að ég sjái ekki lengur farþegaskýliö á vellinum, sem er í ca. 300 metra fjarlægð frá flugturninum til austurs. Kl. 18.05 segist hann sjá smáeyjar og klettana þar, þ.e. Blátind og Hvalfjallið, aftur á móti sé ég það ekki. Svo kemur að hann segist kl. 18.08 vera fyrir vestan Eyjar og held- ur áfram. Hann segist sjá klett- ana. Þá fær hann vindstöðuna, hvaða braut er f notkun og hæðarmæli. Þá er fíngerðari snjór kominn. Svo tilkynnir hann mér ekkert, en ég sé hann í krappri beygju kl. 18.10 hérna suður af og engu líkara en hann hafi komið inn undir endann á austur-vestur brautinni og mér fannst þetta mjög kröpp beygja af Douglas-vél að vera. Svo sé ég ekki meira til hans." Bjarni kallaði síðan á flugvél- ina á öllum tiltækum bylgjum, en tókst ekki. Fór hann aö kalla þegar eftir að hann sá hana I beygjunni, en fékk ekkert svar. Það var ekki fyrr en um 18.30 að Bjarna var tilkynnt um slys- ið frá Lyngfelli og hafði maður þar heyrt dynkinn, er vélin lenti á fjallinu. Lét Bjarni þá rétta aöila þegar vita um slysið og kom björgunarsveit á vettvang mjög fljótlega svo og bátar á sjó. Á sjúkrahúsinu var allt til reiöu ef ske kynni að menn heföu komizt af. Framh. á b)s 10 Itahka sýningin opnuð í gær Frá slysstaðnum. Björgunarsveitin að róta vélarleifum fram af bjargbrúninni Stálu 3 kg af kararn „La Linea Italiana" ítalska vöru- sýningin var opnuð í gær í Há- skólabíói og mun standa þar yfir næstu tíu daga. I sambandi við sýn- inguna hefur öll miðborgin verið skreytt veifum í ítölsku fánalitun- um, verzlunargluggar allmargir hafa einnig veriö skreyttir eins og vegfarendur hafa tekið eftir. en aö lokinni sýningu veröur þeim veitt verðlaun er hefur fallegustu glugga skreytinguna aö dómi nefndar. Á morgun flytur ítalski prófess- orinn Marco Scovazzi erindi um ítalska og íslenzka menningu á vegum Háskóla íslands. Sýningin f Háskólabíói er opin næstu daga frá kl. 11—23 daglega, •' sambandi við hana veröa tízku- sýningar, kynningar á ítölskum réttum o. fl„ sem getið verður um síðar. Sýningin í Listasafninu — gáfu sig fram v/ð lögregluna daginn eftir í fvrrinótt var ráðizt að útidyr- um Kaupfélagsins í Sandgerði og unmð á sérstaklega styrktri plast- rúðu með grjóthnullungi. Dymar voru síðan opnaðar og farið um verzlunina með nokkrum bægsla- gangi. Málningardolhim var velt um koll, svo að búðargólfið var állt löðrandi 1 málningu, þegar Sandgerðingar komu til þess aö kaupa mjólkina í gærmorgun. Enn frémur var farið inn á lagerinn og skemmdar leiðslur í sambandi viö íshólf þar, og fleira. Hér voru á ferðinni tveir sjó- arar, illa drukknir að eigin sögn og höföu þeir með sér úr inn- brotinu þrjú kíló af karamellúm, og nokkur karton af sígarettum. — Karamellurnar fundust á tröpp unum hjá öðrum þeirra um morg- uninn, en hann mun sjálfur hafa gefið sig fram við lögregluna, seg- ist ekki muna nóttina og spurði hvort hann .hefði stoliö einhverju. Talsvert mun vera um fyllirík á frídögum í Sandgerði eins -og víð- ar i verstöðvum á þessum tíma og slark, þegar versc lætur. Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni Islands sýning á verk um nokkurra listamanna af eldri kynslóðinni. Eru þar sýnd verk Nínu Sæmundsson, Gunnlaugs Blöndal, Guðmundar Einarssonar, Finns Jónssonar, Jóns Þorleifsson- ar, Sveins Þórarinssonar, Magnúsar i Árnasonar, Eggerts Laxdal, Krist- I jáns H. Magnússonar, Ólafs Túbals, iÁsgeirs Bjarnþórssonar, Höskuldar i Björnssonar, Karen A Þórarinsson, Freymóðs Jóhannessonar og Krist ins Péturssonar. Sýningin var opnuð 8. apríl s.l og verður lokaö 21. maí. Þegat hafa séð hana 1255 gestir. Sýn ingin er opin laugardaga og sunnu daga kl. 1.30—6 s.d. og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—i s.d Nú er komin út sýningarskrá, sem m. a. hefur að geyma æviatriði listamannanna, sem eiga verk á sýningunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.