Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 12
12 VI S IR . Miðvíkudagur 17. júlí 1968. ANNE LORRAINE Hún opnaði munninn til að malda í móinn, en þagnaði. Hún lagði augun aftur og vonaði að hann færi út og léti hana í friði dálitla stund. Hún hefði ekki átt að vænta n.iunar nærgætni af honum, úr því aö þetta var ekki annað en höfuðverkur. Hann var ekki annað en afsökun fyrir þvi, aö hún nældi sér i ofur litla hvíldarstund eftir erfiðan dag. - Nú? Hún leit upp. — Nú — hvað? spurði hún lágt. Hann hnyklaði brúnirnar. — Klukkan sex eins og vant er, sagði hann ákveðinn. — Pér komið, er það ekki? — Já, sagði hún þreytulega. Svo rétti hún úr sér og sagði einbeitt: — Nei, ég held varla að ég komi, læknir. Ég hef höfuðverk, og ég er þreytt. Ég held að ég verði að taka mér nokkurra tíma frí, ef þér leyfið. Það eru margar vikur síðan ég hef haft frí að kvöldinu. Þér hljótiö þó að hugsa einhvern tíma um eitthvað annað en starfið? — Nei. Hún beit á vörina. — Það ættuö þér að gera, sagði hún. — Allir þurfa að hafa eitthvert áhugamál utan starfsins, hversu mikilsvert sem það er. Og nú er ég þreytt og með höfuðverk. — Já, þér sögðuð það, sagði hann lágt. — Ég sagði yður líka hvað þér ættuð að gera við honum. — Getið þér ekki stillt yður um að tala sem læknir — svona í fimm mínútur? sagði hún reið. Hún þágnaði og skammaðist sín fyrir ósvífnina. Augu þeirra mætt- ust sem snöggvast — hans voru BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Skoðið bílono, gerið góð koup — Óveniu glssilegt úrvol Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala - Vi8 tökum velúilitandi bíla i umboðssölu. Höfum bílana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSON H.E LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 köld og reið — hennar afsakandi. — Það vill svo til að ég er lækn- ir, sagði hann rólega. — Þér verðið að afsaka að ég get ekki hagað mér eftir duttlungum yðar. i — Fyrirgefið þér ... byrjaði hún en hann tók strax fram í fyrir henni. — Eigum við ekki að hætta ar* ónotast? Mig langar til þess að ljúka við þetta í kvöld, og þess vegna bið ég yður að gera svo vel, að gera þaö sem ég segi. — Ég er enginn hjúkrunar- lærlingur, byrjaði hún, en þagnaði þegar hún sá augnaráð hans. i — Þá skuluð þér hætta aö haga ; yður eins og lærlingur, sagði hann | stutt og fór inn í skrifstofu sína. : Hurðin skall eftir honum. — ÞAÐ EINA SEM ÞÉR HAFIÐ ÁHUGA Á. Mary sat á sama staö og starði fokreiö á lokaðar dyrnar. Höfuð- verkurinn var enn verri en áður. Hann var andstyggilegur, hugsaði hún með sér. Hafði hann enga hugmynd um hvernig hann átti aö haga sér við kvenfólk? Var hægt að hugsa sér að Tony, til dæmis, : mundi haga sér svona við hana , þó hún væri meö höfuðverk? Hann mundi vera alúðlegur og nærgæt- inn. Hann mundi biðja hana um að reyna ekki meira á sig í kvöld, og líklega mundi hann stinga upp á aö hún legðist fyrir og hvildi sig nokkra klukkutíma. Elsku Tony ... Hún fór allt I einu að skjálfa. Hún titraði af löngun eftir Tony og ástaratlotum hans. Það var það, sem hún ósjálfrétt þurfti þegar hún var þreytt og angurvær. Konan þurfti verndar og ástar mannsins við, — án þess var hún eins og ósjálfbjarga barn. Klukkan varð sex og enn var Mary með kvalir í höfðinu, en þó dálítið hressari eftir aspírintöflum- ar. Hún hafði ekki farið út í garð- inn, en í stað þess hafði hún hvílt sig um stund í rúminu. Þegai hún kom í skrifstofuna leit Carey á hana og setti stút á munninn. — Jæja — þér hafiö höfuðverk ennþá. Nei, þér skuluð ekki malda í móinn, sagði hann og bandaði frá sér. — Það er auðséð, að yður er illt í höfðinu — maður þarf ekki að vera læknir til þess að sjá það. Hann hallaði sér aftur í stólnum og brosti aðeins. — Nú hafið þér fengið skammt af yðar eigin lyfi, læknir. Ef ég man rétt er ekki langt síðan þér sögðuð mér að einn af sjúklingunum okkar notaði höfuðverkinn sem skálka- skjól fyrir letina í sér. Ég lft svo á, sem ástæöan til þeirrar leti hafi , '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.’.V.V.V PIRA-SYSTEM Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- húsgögnin á markaönum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, ; teak, á mjög hagstæðu verði. ! Lítið f SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178'. ! i STALSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 .VV.VVVVVVVVVVVV.VVVV.VVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.V 1 verið einhvers konar sálarstríð. Eigum við að reyna að finna á- stæðuna til höfuðverkjar yðar? Hún roðnaði og settist beint á móti honum. — Ástæðan er engin, sagði hún og reyndi að svara f sem léttustum tón. — Getur þetta komið af því, að þér séuð ekki alls kostar ham- ingjusöm? Hún hrökk við og ýtti stólnum fjær honum. — Ég er ekki sjúkl- ingur, sagði hún og stökk upp á nef sér. — Ég þarf engrar læknis- hjálpar við. — öllum líður illa öðru hverju, sagði hann hægt. — Hvers vegna eruö þér svona hrædd við að með- ganga, aö það er það, sem gengur að yður, læknir? Hann hallaði sér aftur f stólnum. — Sjáið þér til, ég er ekki eins blindur og þér haldið. Ég hef veitt yður nána at- hygli sfðan þér fóruð að vinna hjá mér, og mig langar til að hjálpa yður. — Það er fallega hugsaö, sagði hún hikandi. Hún varð hissa á þessum vingjarnlega tón. — En þér skuluð ekki hafa áhyggjur af mér. — Ég geri það ekki, sagði hann ofur blátt áfram. — Ekki þá nema óbeinlínis. Það sem< ég hef áhyggjur af, er að maður getur ekki búizt við, að maður geti hjálp- að öðrum — sjúklingunum okkar með öðrum orðum — ef maður á í sálarstríði sjálfur. I þessu starfi verður maður fyrst að gera hreint ?: rir sínum eigin dyrum, áður en maður fer að fást við hreingerning- ar hjá öðrum. Ég geri ráð fyrir að þér séuð sammála mér um það. Hún stóð upp og studdi lófunum á borðið. Jæja, er þaö það eina, sem yður finnst máli skipta? sagði hún bitur. — Ég hefði átt að vita það. Ég hélt sem snöggvast, að það væri ég, sem þér hefðuð á- hyggjur af — ekki samverkamað- urinn eða aðstoðarmaðurinn, eða hvað þér viljið kalla þaö —■' held- ur ég sjálf, persónan Mary Mar- land. Ég játa að það var heimsku- legt af mér, en svona var það nú samt ... Hann stóð upp. — Þér eruð (J 1*4» Umim Irvfvm Vihnir, Þrælasölumennimir heyra hávaSann og koma þjótandl. Hí-hí, krókódíll hef- ur náð í njósnara. Ef Gimla drepur mig ekki, gera þeir það! Sonur Tarzans fylgir skriðdýrinu eft- ir niðri í ánni. Þú hafðir þitt tækifæri, Gimla, en nú er það dauðinn. Gott Þrælasölumennimir geta ekki séð mig hér. Þeir eru á verði núna... en Gimla sjálfur mun bjarga mér! þreytt. Ég skil það. Ég hef verið of vinnuharður við yður. Ég skal annast um þetta einn — sem þarf að gera í kvöld. Hugsið þér ekki um það, en hvílið yður. — Nei-nei, sagði hann þegar hún ætlaði að fara að andmæla. — Ég er sjálfselskur — og ég játa það. Og af því að ég þarfnast ekki annars en starfs míns, hættir mér við að halda, að þér þarfnizt einskis annars heldur. Yöur mvmdi líöa betur ef þér tækjuð yður fri og Iéttuð yður upp. Hún reyndi að segja eitthvað, en gat ekki komið upp nokkru orði. Hún hallaði sér upp aö þilinu fyrir utan skrifstofudyrnar hans og lokaði' augunum og reyndi að harka af sér að gráta. „Taka sér frí“. „Létta sér upp“. Hvernig? Meö hverjum? Hvernig gat nokkur maður veriö svo heimskur að halda, að stúlka sem hafði unniö eins og þræll í striklotu I margar vikur, gæti allt í einu „létt sér upp“? SKÖPUÐ FYRIR ÞETTA LÍF ... Mary fór upp í herbergiö sitt, en hvíld fékk hún enga. 1 stað þess að leggjast fyrir hafði hún kjólaskipti og fór að heimsækja fööur sinn. Marland læknir tók á móti henni með fögnuði, eins og hann var vanur, en hún sá strax að hann var ekki heilbrigður. Hun horfði rannsakandi á andlit hans með djúpu hrukkunum kringum munn- inn og sljóu augun, meðan þau voru að tala saman. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar Vjs,s[ lesa allir OGREIDDIRI REIKNINGARI LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Doð sparat vður t'imo og óttægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN T/arnargötu 10 — 111 hæö — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (34'mur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.