Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 17.07.1968, Blaðsíða 13
VlSIR . Miðvikudagur 17. júlí 1968. 13 Mh 9HH 'y 'Ív' ' llsHÍ □ Eíisndir blaðamenn, sem hér voru meðan á ráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins stóð, hrós- uðu mjög aílri fyrirgreiðslu, sem þeir nutu meðan þeir dvöldu hér. Þeir hafa m. a. sent starfsfólki því, sem vann við fréttamiðstöðina í Hagaskólanum þakkarávarp, en það undirrita fréttamenn margra þekktra stofnana eins og t. d. TA5S, Izvestiu, Pravda, CTK (í Prag), Washington Post, Reauters a fl. Þá hafa Bjama Guðmundssyni blaðafulitrúa utanríkisráðuneytisins borizt bréf frá þakklátum frétta- mönnum, en Bjarni skipulagði mót- töku erlendu fréttamannanna. Enginn vafi er á því, að þama hefur veriö unnin mikilvæg land- kjmningarstarfsemi. □ Á 161. fundi Ferðamálaráðs var eftírfarandi tillaga samþykkt: „Ferðamálaráð er þeirrar skoðun- ar, að óheppiiegt só að loka Al- mannagjá fyrir umferð fólksbifreiða og skorar á hiutaðeigandi yfirvöld að opna gjána fyrir umferð fólks- bifreiða I austurátt". □ Nýtt hefti Atíantíca & ICE- LAND REVIEW er komið í bóka- búðir. Grein er um Ásgeir Ásgeirs- son og 16 ár hans á forsetastóli — og grein um Þjóðminjasafnið, sem nýkjörinn forseti, dr. Kristján Eldjám skrifar. Þá er grein um nýja þjóðgarö- inn, Skaftaféll í Öræfum, sem dr. Sigurður Þórarinsson skrifar. Fimm menn skrifa hugieiðingar um Is- land, tilfinningar sínar gagnvart landinu og viðmót þess — og koma þar ýmis sjónarmið fram, sem fróð- legt er að kynnast — íweði fyrir íslendinga og útlendinga. Fjöl- margt ánnaö er i ritinu. □ Veiðimálastofnunin hefur sent frá sér áskorun til veiðimanna, aö þeir geri viðvart, ef þeir veiði merktan lax. Stofnunin hefur stað- ið fyrir umfangsmiklum merkingum á laxi og silungi á þessu sumri eins og fyrri sumur, en árangurinn af merkingunum fer nær eingöngu eftir því hve vel veiðimenn gera grein fyrir þeim. Merkingamar eru gérðar f þágu allra, sem láta sér veiðimál og laxaeldi einhverju skipta. Lax og silungur af mismunandi íStærðum er merktur ýmist með þvf að klippa af þeim einn eða fleiri ugga eftir ákveðnum reglum eða með því að festa merki á fiskana, en þau geta verið af ýmsum gerð- um. Veiðiferð til Grænlands □ Flugfélag fslands skipulegg- ur í sumar veiðiferð til Græn- lands eins og undanfarin sum- ur. Farið verður til Narssars- suaq 26. júlí, en heim verður komið 1. ágúst. □ Þetta verður vikuferð, en auk þess sem þátttakendur veiða verða heimsóttir sögustað- ir á Grænlandi, þar sem Etríkur rauði bjó myndarbúi i Bröttu- hlíð forðum og Leifur sonur hans vistaði skip sitt og sigldi til Vesturáifu fyrstur manna, sem sögur eru um. ERUM FLUTTIR DAGBLAÐIÐ VÍSIR vill vekja athygli viðskiptavina sinna á, að aug- lýsirigaskrifstofa og afgreiðsla blaðsins hafa flutt starfsemi sína frá Þingholtsstræti 1 og Hverfisgötu 55 í Auglýsíngcisímar blpðsins eru 15099,15610 og 11660 Afgreiðslusíminn er 11660 Blaðburðorbörn — Sölubörn Frá og með mánud. 15 þ. m. verður blaðið afgreitt til útburðar- og blaðsölubarna frá Aðalstræti 8, DAGBLÆ9ID VÍSIR Orðsending til opinberra starfsmanna Fjármálaráðuneytið á þess kost að senda starfsmann til 9 mánaða þjálfunar í hagræð- ingu í opinberum rekstri, sem árlega er hald- in á vegum norska ríkisins. Námskeiðið hefst 18. september næstkomandi, og er miðað við að velja starfsmann með staðgóða reynslu á einhverju sviði opinberrar stjórnsýslu til slíkrar ferðar. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 10. ágúst næstkomandi til fjárlaga- og hagsýslustofnunar fjármálaráðuneytisins, og eru þar gefnar allar nánari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Laugavegi 13. KRÍSUVÍK Drekkið kaffi í Krísuvík. — öl, gosdrykkir, heitar pylsur o. fl. Gróðrarstöðin Krisuvik. , 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.