Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 5
hann er mér gleðiefni svo lengi sem ég lifi. En störf eru unnin til þess að fá fyrir þau kaup eftir vanalegum taxta hvers árs, og því tók ég hverja atvinnu sem var. Veturinn 1931—32 var ég kennari á Laugum í Þing- eyjarsýslu, hafði kennt dálítið við Sam- vinnuskólann veturinn áður, og kennslu greip ég alltaf í til stríðsloka samfara öðrum verkum. Mér fannst þetta ekkert frábrugð- ið því að lifa af handafla sínum í byggingar- vinnu á sumrin eða við heyskap. Þetta var gert til jness að hafa sitt kaup og lila af því. Ég giftist 1932 og við hjónin áttum 5 böm á því skeiði sem ég var nú að lýsa, og batn- aði hagur heldur eftir Jrví sem fjölgaði í heimili eins og vera ber og þá get ég ekki farið að lýsa Jressum störfum nánar. Þegar ég vann að útgáfu bóka, gat varla átt sér stað á þeirn tíma að maður hefði upp úr Joví taxtakaup, sem maður fékk við handafla- störfin hin. Og þess vegna varð lítið úr samningu og útgáfu bóka um skeið. En breyting kaus ég Jrar á, Jregar stríðslok nálg- uðust, Jrví þá sá ég fram á, að atvinnuástand væri að breytast og ég fékk þá hugmynd á miðjum stríðsárunum að Háskólinn kynni að verða mér vinnuveitandi. Þá hallaði ég mér meira að Jrví að taka saman bækur, og titlum þeirra má slá upp í skrá um rit há- skólakennara, svo ég tel þau ekki, en þetta var jxi ekki laust við jrað að miða til kom- andi atvinnu. Ég mundi hafa keppt eftir dósentsstöðu, en slíkt var ekki laust. Síðan sóttir pú um stöðu hdskólabóka- varðar. Ég gerði það, hafði verið sjálfboðaliði í 3 mánuði áður en ég lilaut bókavarðarstarfið sjálft við burtför Einars Ólafs í prófessors- stöðu við Háskólann 1945. Hann hafði sinnt bókakosti heimspekideildar fyrst, og frá 1940 bókakosti allra háskóladeilda, sem þá voru lögfestar. Það vissu allir, að þetta starf rnyndi verða tímafrekt og starfskraftur eins manns myndi verða ónógur. Og mér hefur alltaf verið söknuður að Jdví að Páll Eggert, sem lét sér detta í hug að sækja um þetta, skyldi ekki taka stöðuna og ég þá gerast aðstoðarbóka- vörður hans, Jrví ekki hefði Páli verið boð- ið annað en láta hann hafa aðstoðarmann. Páll missti heilsuna stuttu síðar. Ófróður er ég liverja af samöldrum mínum kann að hafa langað í embættið. En þó vissi ég minnsta kosti um dr. Bjarna Aðalbjarnar- son, að hann treysti sér ekki í Jretta heilsu sinnar vegna. Hvernig þróaðist safnið svo undir þinni stjórn? Ég steypti — í óleyfi — söfnum deildanna saman meir en til stóð á dögum fyrirrennara míns. Ymsir kennarar, og ekki þeir lakari, stóðu last á því, þegar ég var orðinn bóka- vörður, að sitt skráningarkerfi skyldi vera á bókum hverrar deildar og þeim deildar- eigrium ekki blandað sanran nema sem minnst. Það skyldi í rauninni reka fjögur bókasöhi, sitt fyrir hverja deild geguum eitt afgreiðsluauga, Jrví húsnæði safnsins var Jrá sniðið til þess að hleypa engunr inn fyrir disk nema prófessorum. Mér þótti vera framför í Háskólabóka- safni fyrstu tíu árin, sem ég Jrjónaði Jrví, en lýsti Jrví í Árbók Háskólans að möguleikar Jress til framfara Jrrengdust í öfugu hlutfalli við stækkun og notkunarjrarfir Háskólans og er þá skiljanlegt, þegar ég segi Jrað nú, að Jressi uggur rættist og hnignunarskeið, hlutfallslega séð, varð í Háskólabókasafni frá miðjum 6. tug aldarinnar til 1964. Það var einnig hugmynd mín frá upphafi að skylt væri að lána bækur til kandidata og annarra, sem líklegir voru til að þurfa þeirra, þótt ekki væru þeir nemendur Há- skólans lengur eða hefðu kannski aldrei verið það. Háskólabókasafn hefur frá því að ég fór að starfa í Jrví stundað útlán sem al- 37

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.