Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 7
tímahraks og kunnáttuskorts míns í safni. Þorkell hugsaði sig um andartak og segir síðan: „Það mátt þú aldrei halda, Björn minn, að nokkur hlutur sé fullkominn eða eigi að vera það, og láttu ekki safnið snúa þig niður.“ Eftir þetta goðsvar þóttist ég fullfær að gera með Olafi Hjartar Bóka- safnsrit 1952, en hefði aldrei reynt það, ef ég liefði haldið að hlutirnir þyrftu að vera fullkomnir. Svo sem til afsökunar því, hve það var ófullkomið settum við Ólafur staf- inn I á titilsíðuna og lofuðum samkvæmt því að gera annað betur samið rit síðar, merkt II. Þegar ég fór að kenna þetta fag, fannst mér að ég hlyti að læra svo mikið innan fárra ára að best væri að fresta sanm- ingu. Því meir, sem ég þokaðist til aukinnar menntunar í bókasalnsfræði, þeim mun ó- mögulegra var að gera úr þessu bók. En í þessu Bókasafnsriti II, sem á prjónunum var stöku sinnum, áttu ekki aðeins að koma þeir hlutir, sem vantaði í ritið frá 1952, heldur áttu þar einnig að koma stórurn umbættir kallar meginatriða, sem teknir voru aðeins í örstuttu ágripi í ritinu, svo sem um út- lánastarfsemi eða Dewey-kerfið sjálft, De- wey-kerfinu gerðum við 4 bókaverðir góð skil síðar eftir aðstæðum og má sjá ávöxt jress, þar sem heitir Flokkunarkerfi fyrir íslenzk bókasöfn 1970. Hefur pér ekki fundist erilsamt starf að vera bókavörður? Þetta veit ég eiginlega ekkert nm. Ég geri ráð fyrir, að í hvaða starfi sem ég hefði verið þessi næstliðin 30 ár mundi'ég hafa gert nrér eitthvað álíka langa vinnuviku að jafnaði og lengstum var. Ég lref nú haft ró- legt á næstliðnum árum, vegna Jress að á- byrgðin hefur smám saman færst yfir á Ein- ar Sigurðsson. En starfið hefur vitanlega tekið mig þannig að ég er þakklátur fyrir að sinna Jrví og er löngu búinn að gleyma, hvort því fylgir meiri eða minni erill en öðrum störfum, sem ég hefði getað hugsað mér að vinna. Eg myndi aldrei hafa unað því að fara í starf þar sem mér hefði leiðst dagsverkið. I upphafi viðtalsins sagðist pú hafa komið i skóla sem fullmótaður sveitamaður. Hvernig hefur pér líkað að verða borgar- búi? Ég get hvergi fundið til þess eins glöggt og í Reykjavík, að ég á allt ísland. „Urbani- sering“ er fyrir mér tækifærið og eiginleik- inn að geta seilst eins langt í Jretta land og önnur lönd og mér þykir þurfa liverju sinni, en ég verð að bæta þarna við: Sjálfur veit ég ekki, hve margir hundraðshlutar í mér kunna að vera orðnir borgarkyns. Ég er ekki fær um að hafa nein persónuskipti, heldur verður „urbaniseringin" að vera víkkun |>ess sem fyrir var í mér tvítugum. Og þá er sú víkkun ekki bundin við mig sem einstakling heldur við mig sem hópsál. Ég hef aldrei skynjað mig öðru vísi en sem eitthvert ósamstætt safn af lífi, af Jressari Jrjóð við sjó og heiðar. Við Björn slítum talinu, og hann fer að huga að bókum enda vinnur hann fullan vinnudag í Háskólabókasafninu enn og mun ætla sér Jrað árlangt þótt hann léti í haust af stjórnarstarfi, kominn að sjötugu, en er við bestu heilsu. Freistandi Iiefði ver- ið að taka meira með í Jæssu viðtali; af kynnum Björns af ýmsum landshlutum, þrekraunum ýmiss konar, stjórnmálaafskipti o. fl. en Jrað verður að bíða betri tíma. Dr. Björn er nú forseti Vísindafélags íslendinga. P. S. 39

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.