Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 22
Safnahúsið d Husavik Frumkvæðið að byggingu þcss kom frá Jóhanni Skaptasyni sýslumanni. Var haldinn fundur um málið árið 1964 en fjórum árum síðar voru framkvæmdir hafnar. Er fyrsti áfangi þess risinn, og sésl hann hér á myndinni en gert er ráð fyrir að húsið verði menningarmiðstöð héraðs- ins, þegar það er fullbyggt. Bókasafn Suður-Þingeyjar- sýslu er á miðhæð þeirrar álmu, sem á myndinni sést. Er það eitt elsta starfandi bókasafn landsins og á það töluvert yfir 20 þús. bindi skrásett og nokkuð óskrá- sett. BÓkavörður er Þórir Friðgeirsson. enda almenningsbókasafna eru börn og ung- lingar, og má því segja, að í báðum tilfellum sé um sama fólk, sömu fjármuni og að mörgu leyti sömu bækur að ræða. Meiri lík- ur eru til, að hæfur bókavörður fáist til starfa, ef tveir aðilar standa undir launa- greiðslum. Þá hefur þessari skipan allvíða verið komið á í sveitnm, eins og ég hef þegar greint frá, og fæ ég ekki séð, að þeirri þróun verði snúið við, þótt óneitanlega megi bæta þessa ráðabreytni í mörgum atriðum. Helstu skilyrði til að vel ráðist um slíkan samrekstur eru að mínu áliti þessi: I. Sé bókasafnsrými hluti af skólahús- næði, þarf það að vera sérstök álma eða byggingarhluti með sérinngangi fyrir al- menning. Bókasafnið verður þannig sér- stök stofnun, sem fólk lítur á sem sína engu síður en nemendur skólans. Heppilegast væri að lestrarsalur væri tengirými milli skóla og útlánasalar, og mætti þá nýta hann jafnt af skólafólki og almenningi og loka á milli eftir að skóla lýkur á daginn. 2. Slíkt bókasafn verður að vera sem mest sjálfstæð stofnun, sem rekin sé að jöfnu í samráði við skólastjóra og bókasafnsnefnd samkvæmt sérstökum samningi. Má þar á hvorugan aðilann halla. 3. Bókavörður verður að vera ráðinn af skólayfirvöldum og bókasafnsnefnd sarneig- inlega og starfa í umboði beggja þessara aðila og standa þeim báðum reikningsskap gerða sinna. Sé þessum skilyrðum fullnægt og starfið miðast við það að veita sem besta þjónustu á báðum vettvöngum, inni í skólanum og úti meðal almennings, tel ég að hér sé um framfaraspor að ræða. Eins og áður er sagt er aðalhlutverk almenningsbókasafns að gera fólki kleift að lesa bækur, viðhalda lestrarþörf og bókelsku og fullnægja lestrar- þrá. Fæ ég ekki betur séð en slík samstofn- un sé vel til þessa hlutverks fallin, ef mark- miðið er Ijóst og vinnubrögðin heilsteypt. 54

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.