Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 21
lítið um framtíðarskipan á bókasafnsþjón- ustunni, ef þessum söfnum fækkar að mikl- um mun. Eins og fram hefur komið hér áður í máli mínu, verður að gera ráð fyrir nýrri þróun í þessum efnum. Ýrnsir hafa bent á bókabíla sem lausn. Ég hef gert mér far um að ræða þetta atriði við reynda bóka- verði héraðsbókasafna og hefur niðurstaðan jafnan orðið sú, að tómt mál væri að tala um fullkomnar bókasafnsbifreiðir eins og starl- ræktar eru hér í Reykjavík, úti á lands- byggðinni. Fólksfæðin kemur í veg fyrir slíka lausn. En hvað er þá til ráða? Það er augljóst mál, að stærstu hrepps- bókasöfnin í sveitum landsins má ekki leggja niður. Þörf er skipulagningar og sameiningar, en nokkur útlánasöfn og út- lánastöðvar verða að starfa áfram í tengsl- um við héiaðsbókasöfnin. Bókamiðlun er nauðsynleg, lán nokkurra tuga bóka milli sabia innan héraðs undir yfirumsjón héraðs- bókasafns. Sameiginleg bókainnkaup eru einnig nauðsyn. Algengt er að lítil söfn, sem ein á skilur á milli og aðeins geta keypt 10—20 eintök bóka árlega, kaupa sömu bók- ina, svo að mörg eintök verða e. t. v. til af dægurbók í ekki ýkja stóru héraði, þótt ekkert eintak sé þar til af merkari og lang- lífari bókum. En hvernig á bókamiðlunin innan hvers héraðs að fara fram? Lausnin hlýtur að verða sú, að notuð séu þau farar- tæki, sem fyrir hendi eru, flutningabílar, áætlunarbílar, einkabílar. Senda má bóka- kassa með hvaða bíl sem er, ef vel er um hnútana búið, hvort sem er til útlánastöðva eða einstakra bæja. Þetta hafa héraðsbóka- söfnin á Selfossi, í Borgarnesi og á Sauðár- króki reynt með góðum árangri. Þá má vel gera ráð fyrir, að þegar héraðsbókasöfnun- um vex fiskur um hrygg, geti þau haft til umráða allgóða sendibíla til bókaflutninga milli útlánastöðva og bæja. Þeir ættu að vera fjárhagslega viðráðanlegir, þegar hér- aðsbókasöfnin hafa eflst. Allt ber því að sama brunni: Efla þarf sem fyrst starfsskil- yrði og umsvif sem flestra héraðsbókasafna. Áður hefur verið minnst á bókamiðlun urn sveitir með nemendum heimavistar- og heimanakstursskóla, og er þar vissulega um farsæla lausn að ræða, ef vel er á málum haldið. Og nú er skammt yfir í næsta áfanga þessa máls: samvinnu almenningsbókasafna og skólabókasafna. í lögum um grunnskóla, sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta vori, segir svo í 72. gr. eftir ákvæðið um, að bókasafn skuli vera í hverjum grunnskóla: „Heimilt skal að sameina almenningsbókasöfn og skólasöfn, ef forráðamenn beggja telja slíkt æskilegt og menntamálaráðuneytið samþykkir.“ Nú situr á rökstólum nefnd til að semja reglugerð um skólabókasöfn samkvæmt grunnskólalögum, og tel ég mig mega segja, að við sem sæti eigum í nefndinni gerum fyllilega ráð fyrir samvinnu eða sameiningu þessara tveggja stofnana. Vegna stöðu nriun- ar hef ég að sjálfsögðu velt þessu viðfangs- efni mikið fyrir mér á undanförnum árum. Hef ég jafnan komist að þeirri niðurstöðu, að eðlilegt væri og skynsamlegt í minni sveitarfélögum, að bókasöfn skóla og al- nrennings ynnu sanran eða væru beinlínis saman stofnunin. Af þessunr sökum hef ég verið nreð í ráðum nokkurra arkitekta um athugun á byggingu bókasafnsrýmis í skóla- húsnæði og gert ýnrsar tillögur þar að lút- andi. Mérer þó Ijóst, að um þetta geta verið skiptar skoðanir. Helstu rökin, sem að mínunr dómi mæla með því að reka þessar tvær stofnanir sam- eiginlega eru þau, að á þann hátt nrá gera ráð fyrir að góð bókasöfn verði starfandi í nrörgunr byggðarkjörnum, kauptúuunr og minni kaupstöðunr, þar sem söfnin hafa ver- ið vanbúin og lítils megandi eins og dænrin sanna. Ég lref litla trú á, að betur tækist til að starfrækja tvö eða þrjú söfn í þessunr byggðum. Það er og vitað, að 60—70% not- 53

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.