Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 9
Ekki eignaðist þetta iélag safn bóka, því að í lögum þess var svo á kveðið, að bækurnar skyldu seldar jafnóðum og félagsmenn hefðu lesið þær og andvirðinu síðan skipt milli félagsmanna. Um aðgang alþýðu manna að Hinu norðlenzka lestrarfélagi er sömu sögu að segja og um Lestrarfélag Suð- urlands. Ekki er fullvíst, hvenær norðlenzka félagið lagðist niður, en sennilegt, að félag Húnvetninga liafi hætt þegar árið 1798, og með vissu var félag Skagfirðinga liðið undir lok fyrir 1805, en um haustið það ár stofn- uðu Skagfirðingar til lestrarfélags, sem átti að ná til allra sýslubúa, en það leystist upp fjórum árum síðar. I byrjun 19. aldar var lestrarfélag starf- andi á Djúpavogi, og var Jón Stefánsson verzlunarstjóri forstöðumaður þess, en ann- ars er harla lítið um þetta lestrarfélag vitað. I Barðastrandarsýslu var stofnað lestrar- félag árið 1801. Það lagðist svo niður fimm árum síðar, en var endurreist árið 1817 og starfaði þá ein fimm ár, en þá voru hækur þess seldar á opinberu uppboði. Fyrsta bókasain, sem alþýða manna átti greiðan gang að, var bókasafn Framfara- stofnunarinnar í Flatey, sem komið var á fót árið 1833 fyrir forgöngu séra Olafs Sívert- sens og gegndi margþættu menningarhlut- verki, eins og mörgum er kunnugt. Til þessa bókasafns runnu m.a. bækur úr Barða- strandarsýslufélaginu. Aftur á móti var Lestrarfélag Gufdæla -fyrsta lestrarfélag hér á landi, sem stofnað var til af alþýðu manna. Allir hreppsmenn, jafnt karlar sem konur, gátu orðið félagsmenn, svo fremi, að kring- umstæður þeirra væru þannig, að þeim væri trúandi fyrir bókum. Enn er sá varnagli sleginn. Þegar hér var komið sögu, tók lestrarlé- lögum að fjölga. Þau urðu vitanlega mis- jafnlega langlíf, og sum höfðu jafnvel fleiri en eitt líf. Fundargerðabækur og önnur gögn nokk- urra lestrarfélaga eru varðveitt í handrita- safni Landsbókasafns, m. a. sumra þeirra félaga, sem minnzt var á hér að framan, og vafalaust eru slík gögn einnig varðveitt í söfnum víðar á landinu. Á árinu 1958, það er að segja fimm árum eftir að fyrra bindi Vestlendinga Lúðvíks Kristjánssonar kom út, barst handritadeild- inni fundargerðabók Hins austfirzka lestr- arfélags (Lbs. 689, fol.) frá árunum 183,5— 1854. Samþykktir eða lög þessa félags hníga mjög í sömu átt og lög hinna eldri lestrar- félaga, og skulum við því líta (jgn á þau til glöggvunar. í formálsorðum fyrir samþykkt- unum segir á þessa leið: „Þar er vér búum svo langt frá bókasöfn- um hér á landi, stiftisins í Reykjavík, skól- ans á Bessastöðum og frá norðuramtsins bókasafni í Eyjafjarðarkaupstað, að vér ei auðveldlega getum haft not af þeim, þá hef- ur oss með tilliti til þess, að enginn vor get- ur af eigin efnum keypt þær bækur, er bæði væri nytsamt og fýsilegt fyrir hann að lesa, litizt þénanlega, auk þess að geta því betur fært oss í nyt þá höfðinglegu bókagjöf pró- fessors Jens Möllers og annarra göfug- menna, er með bókagjöfum kynnu að vilja auðga oss, að skjóta litlu fé sarnan árlega til að kaupa þar fyrir fróðleiks-, skemmtunar- og vísindabækur, sem safnist á einn stað, hvaðan vér getum, nær tími og hentugleik- ar leyfa, fengið bækurnar til að lesa; og höf- um vér í þessu tilliti fundið þénanlegt að samantaka fylgjandi ákvarðanir." Jens Möller, sem þarna er getið, var pt'ó- fessor við Kaupmannahafnarháskóla og var uppi á árunum 1779—1833. Hann gerði það höfðingsbragð að gefa andlegri stétt á ís- landi allmikið bókasafn, sem skipta skyldi milli prófastdæma landsins. Var til þess ætl- azt, að söfn þessi yrðu aukin og prestar landsins hefðu að þeim greiðan gang. Gaf konungur 300 ríkisdali til styrktar þessum söfnum, sem gengu undir nafninu möller- isku lestrarfélögin, og var Hið austfirzka lestrarfélag eitt þeirra. Sumir prófastar, er 41

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.