Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 32
með minnst 20 MB harðdiski og 1 MB RAM. Æskilegt er að hafa 386-vél með DOS 5.0, 40-60 MB harðdiski og a.m.k. 4 MB RAM til að vinnsluhraði sé viðunandi þegar færslum fer að fjölga í kerfinu. Árlegt áskriftargjald af MikroMARC er 10% af kaup- verði kerfisins og fyrir það fá menn nýjar útgáfur og nýj- ar handbækur eftir því sem þær koma frá NSU. Notendur MikroMARC á Islandi er að finna í öllum tegundum safna, en mest áberandi eru framhaldsskólar og stór almenningssöfn. Formlegur notendahópur er ekki starfandi hér, en skyld söfn hafa mörg hver með sér talsverða óformlega samvinnu. NSU sendir út fréttabréf til notenda 2-3svar á ári. Kerfið hentar öllum safnategundum, jafnt smáum sem stórum, því að þótt það sé öflugt er það jafnframt mjög einfalt í notkun og krefst ekki þekkingar á stýrikerfi tölvu. Helsta sérkenni og jafnframt stærsti kostur Mikro- MARC er hve auðvelt er fyrir notendur kerfisins að laga það að sérþörfum sínum. Hægt er t.d. að breyta skjá- myndum eða búa til nýjar, breyta útprentunum og skil- greina nýjar, gera fleiri svið leitarhæf o.fl., án þess að krafist sé nokkurrar forritunarkunnáttu. Aðeins þarf grunnþekkingu á DOS-stýrikerfinu og meðhöndlun skráa ef ekki á að nota kerfið óbreytt eins og það kemur frá framleiðanda. Allt þetta, ásamt þeim eiginleika kerfisins að geta haft marga aðskilda gagnagrunna fyrir mismunandi tegundir gagna, gerir MikroMARC að mjög fýsilegum kosti fyrir söfn með fjölbreyttan safnkost og starfsemi. Notendur MikroMARC: Amtsbókasafnið á Akureyri, Amtsbókasafnið í Stykkis- hólmi, Bókasafn Bolungarvíkur, Bókasafn Garðabæjar, Bókasafn Njarðvíkur, Bókasafn Seltjarnarness, Búnaðar- félag Islands, Bæjar- og Héraðsbókasöfnin á Akranesi, Isafirði og Selfossi, Bæjarbókasafn Dalvíkur, Bændaskól- inn á Hvanneyri, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Grunnskólinn á Ólafsfirði, Háskólinn á Akureyri, Héraðsbókasafn Kjósarsýslu, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Námsgagnastofnun, Norræna húsið, Tækniskóli Islands, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Þjónustumiðstöð bóka- safna. Hólmkell Hreinsson MikroMARC í Amtsbókasafninu / AAmtsbókasafninu á Akureyri er notað bókasafns- kerfið MikroMARC 1.6. Það er keyrt á neti þar sem eru nú 4 notendur: Amtsbókavörður, bókasafns- fræðingur (skráning), afgreiðsla í útlánum og afgreiðsla á lestrarsal. Netið keyrir á 33 Mhz 386 vél og útstöðvarnar eru með 2MB innra minni og 386 örgjörva. Nethugbúnaðurinn er Nowell útgáfa 2.2 Safnið er almenningsbókasafn sem þjónar Akureyring- um, en einnig tekur það við skylduskilum af öllu prent- uðu efni sem út er gefið á landinu. Fjöldi eintaka í útlánadeild er um 40.000. Fjöldi titla í geymslu fyrir prentskil er ein af óþekktu stærðunum í lífinu, en skv. tölum í Islenskri bókaskrá frá 1990 eru út- gefnar bækur það ár 1063, bæklingar 456 og svo er bara að margfalda. Safnið hefur útibú á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og er safnkostur þess skráður með öðrum gögnum Amtsbókasafnsins. Safnið hefur hingað til verið eyland, og ekki verið í sambandi við aðra gagnagrunna, en það stendur til bóta. Frá og með áramótum 92-93 mun það tengjast við Imbu á Kópaskeri í gegnum Fræðsluskrifstofu Norðurlands- kjördæmis eystra, og hafa þannig aðgang að innlendum og erlendum gagnagrunnum og gætum við þá boðið upp á beinlínuleitir. Þeir verkþættir kerfisins sem langmest eru notaðir eru skráning og leitir. Hvort tveggja hefur gefist ágætlega. Skráningarvalmyndin er orðin einfaldari og aðgengilegri en í fyrri útgáfum og fyrir vana \VP notendur er mjög auðvelt að vinna með texta í skráningunni. Flutningur á færslum í og úr gagnagrunnum hefur geng- ið snurðulaust og gerð lista einnig, svo langt sem það nær, en þar koma aðrir kostir kerfisins í ljós sem nánar verða nefndir síðar. Kerfið sjálft er kannski ekki mjög aðgengilegt, en það sem snýr að notandanum er þokkalegt. Handbækurnar eru þó ónothæfar, þar sem þær eiga í nokkrum tilvikum alls ekki við nýjustu útgáfuna, og þeir möguleikar sem þar eru gefnir ekki framkvæmanlegir nema eftir króka- leiðum. Að mínu mati er aðalkostur kerfisins sá að hægt er að sníða það að mjög miklu leyti að þörfum hvers notanda. Hægt er án nokkurra vandkvæða að breyta valmyndum og parametrum. Annar afarstór kostur er sá að skráningin er með MARC sniði, og eins og allir vita er það ómetanlegur kostur í öllum samskiptum með skráningartexta. Sem dæmi má nefna að á Bókasafni Háskólans á Akureyri fást allar skráningarfærslur á ensk-amerískum bókum af geisladiskum og eru þær keyrðar inn í kerfið án nokk- urra vandræða. í framhaldi af því má nefna þriðja kost kerfisins, en hann er sá að Þjónustumiðstöð bókasafna notar þetta kerfi og samskipti og innkeyrsla á færslum frá þeim því enn einfaldari en ella. Að lokum vil ég nefna tvo kosti sem hafa töluvert að segja fyrir skráningu, en það er að hægt er að afrita eldri færslur og nýta þannig áður innsleginn texta (nafn höf- undar, þýðanda, efnisorð o.fl.), en einnig er aðgangur að indexum mjög til fyrirmyndar og munar miklu við inn- slátt að geta afritað nöfn úr indexum yfir í þá færslu sem verið er að skrá. Þó ég hafi hér í nokkrum orðum talið upp þá kosti 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.