Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 29
kennitala) sem hægt er að lesa inn í kerfið með strikales- ara. Ef bækur eru strikamerktar, er mjög fljótlegt að meðhöndla útlán og skil á ritum. Búa má til lista yfir bækur í vanskilum. Einnig er hægt að prenta út kvittanir fyrir útlánum. I METRAbók er hægt að flytja gögn úr kerfinu og í það. Hægt er að skiptast á skráningu færslna úr aðalga- gnagrunninum, efnisorðalistum og heimildalistum. Gagnaflutningur úr öðrum kerfum er ekki tilbúinn á þessu stigi, en í ráði er að bjóða upp á flutning úr kerfum á borð við Gegni og MikroMARC. Þess má þó geta að gögn hafa verið flutt inn í METRAbók úr Hugleit, IBM- Skrástoð og Pro-Cite Hugbúnaðurinn er gerður fyrir IBM-PC/XT, IBM- AT, IBM-PS/2 eða IBM „samhæfðar“ einkatölvur. Lág- marks vinnsluminni er 640 Kb. Stýrikerfið þarf að vera DOS 3.3 eða hærra og harðan disk þarf fyrir gagana- grunna. I grófum dráttum má áætla að þörfin sé 20 - 30 Mb fyrir hver 10000 bindi. Til útprentunar þarf prentara sem forritið getur stýrt en auðvelt er að auka við prent- aragerðum. Kerfið hefur verið sett upp á neti á nokkrum stöðum, og hefur í öllum tilvikum verið notað NO- VELL-net. Kerfið er til fyrir DOS-stýrikerfið, en í ráði er að seint á þessu ári verði komin fyrsta útgáfa af því sem keyrir undir Windows-stýrikerfinu. Verð kerfisins er kr. 80.000,- með virðisaukaskatti og eru allir þættir innifaldir í því verði. Einnig aðstoð við uppsetningu og leiðbeiningar um notkun þess. Notendur Bókvers: Biskupsstofa fyrir bókasafnið í Skálholti, Bókasafn Raf- iðnaskólans, Bókasafn sr. Eiríks J. Eiríkssonar og Krist- ínar Jónsdóttur Selfossi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskólinn Ármúla, Fjölbrautaskólinn Breiðholti, Flensborgarskólinn Hafnarfirði, Fósturskóli íslands, Grunnskólinn Kleppjárnsreykjum, Héraðsbókasafn Rangæinga, Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri, Húsnæðisstofnun ríkisins, Iðnskólinn í Reykjavík, Jó- hanna Gunnlaugsdóttir og Kristín Ólafsdóttir - Gang- skör sf., Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskól- inn við Sund, Safnadeild Landsvirkjunar, Samvinnuhá- skólinn Bifröst, Sinfóníuhljómsveit Islands, Skógaskóli, Skrifstofa Alþingis fyrir bókasafn Islendinga í Kaup- mannahöfn, Verzlunarskóli Islands, Þroskaþjálfaskóli Is- lands. Margrét Loftsdóttir METRAbók í Flensborgarskóla Skráningarforritið METRAbók varð fyrir valinu þeg- ar samstarfshópur bókavarða í framhaldsskólum ákvað, veturinn 1989-1990, að tölvuvæða spjaldskrár safnanna. í upphafi keyptu um 10 framhaldsskólasöfn forritið, en það byggir á alíslensku hugviti. Höfundur þess er Ásmundur Eiríksson verkfræðingur. Metrabók er nú í notkun í um 22-25 söfnum, flest þeirra framhalds- skólasöfn en einnig nokkur stofnanasöfn og almennings- bókasöfn. Kerfið hentar vel fyrir flestar safnategundir og hefur höfundur þess verið fús til að laga það að sérþörf- um einstakra safna. Verð kerfisins nú er 80 þús. kr. Hér á eftir verður sagt frá forritinu og notkun þess á einu fram- haldsskólasafni, þ.e. á Bókasafni Flensborgarskóla. Hafist var handa við að tölvuvæða spjaldskrá safnsins vorið 1990 og frá 15. maí 1990 var gömlu spjaldskránni lokað, þ.e. ekkert nýtt efni hefur verið skráð á spjöld frá þeim tíma. I janúar 1993 voru um 10 þúsund færslur komnar í tölvuskrána en talsvert er enn óskráð af eldra efni. Lauslega áætlað er það um 3000-4000 færslur. Aðgangur notenda að kerfinu er á tvo vegu. Þeir sem vinna á safninu komast inn í það með sérstöku lykilorði og geta þá notað alla möguleika þess til skráningar, út- lána, flutnings á færslum milli safna, útprentunar og leit- ar. Safnnotendur hins vegar hafa aðeins leitar- og út- prentunarmöguleika. Þrjár tölvur eru nú á safninu þar af eru tvær fyrir notendur. Kerfið hefur reynst mjög vel og er auðvelt í notkun bæði fyrir starfsfólk safnsins og safnnotendur. Valmynd- ir eru mjög góðar og lýsandi og leiða notendur áfram. Safnnotendur hafa því lært strax að leita í kerfinu. Margir geta notað kerfið samtímis því það er tengt skólanetinu en á því eru tölvur í 2 tölvustofum, á bókasafni og vinnustofu kennara eða samtals 28 tölvur. Nýskráning og viðbætur eru sendar út á netið með vissu millibili og tekur það aðeins augnablik. Tölvukennarar skólans hafa nú áform um að nota tölvuskrána til þjálfunar fyrir nem- endur í tölvufræði við leit í gagnasafnskerfum almennt. Forritið gengur á IBM/PC samhæfðar einkatölvur með hörðum diski. Vegna vinnsluhraða er mælt með því að notaðar séu AT- vélar af því að forritið byggir á disk- vinnslu og leit. Æskilegt er að vinnsluminni tölvunnar sé 2-4 mb. Stærð tölvu er háð fjölda binda í gagnagrunni og er áætlað að þörf sé á 30 mb hörðum diski fyrir hverjar 10.000 færslur eða bindi. Til útprentunar þarf prentara sem forrritið getur stýrt (auðvelt er að bæta við prentað- gerðir). Hægt er að hafa skráningu mjög ítarlega og nota alla þá möguleika sem gert er ráð fyrir í ritinu Skráningar- reglur fyrir bókasöfn, stytt gerð eftir AACR2. Sem dæmi má nefna að hægt er að hafa í venjulegri skráningu 5 ábyrgðaraðila auk höfundar. Gefinn er kostur á 3 undir- titlum og 3 titilafbrigðum auk aðaltitils. Einnig er hægt að skrá sérstaklega einstakar greinar í bókum á svipaðan hátt og greiniskráð var á spjaldskrárspjöld. Þessi þáttur tölvuskráningarinnar kallast liðgreining. Unnt er að gefa ótakmarkaðan fjölda efnisorða. Leiðréttingar á skrán- ingu eru auðveldar. Hægt er að leita að heimildum eftir nánast hverju sem er. Fljótlegast er þó að leita að nöfn- um (s.s. höfunda, ritstjóra, þýðenda, þeirra sem um er fjallað í bókum o.s.frv.), titlum (þar með taldir undirtitl- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.