Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 33
sem ég tel MikroMARC hafa fer því fjarri að það sé gallalaust, frekar en önnur kerfi. Með síðustu útgáfu hætti kerfið að vera allsbert DOS- forrit og inn voru settar e.k. valmyndir sem í raun ein- falda kerfið ekki neitt, en að mínu mati færa þær notand- ann fjær grunni kerfisins og gera DOSskipanir flóknari og þarf að fara krókaleiðir til að framkvæma þær. Eg er líka forfallinn Windows notandi og finnst það umhverfi vera mun betra en DOS. Eg bíð því spenntur eftir því að forritarar Norsk system umskrifi kerfið fyrir Windows. Annar galli að mínu mati er að hver þáttur er aðskilinn með forriti, þ.e. það þarf að keyra upp sérstakt leitar- forrit, skráningarforrit, o.s.frv. og vilji maður gera litla leit, eða „sjá“ færslur í leitarþættinum verður að fara út úr skráningarþættinum, ræsa leitir, leita, fara út úr, ræsa, o.s.frv. . . . Þetta er að mínu mati mjög hvimleitt og tímafrekt, ekki síst hjá þeim notendum sem enn eru með hæggengar PC vélar. Ég hef því farið í kringum þetta með því að keyra leitir upp í gegnum Windows. Það er mjög þægilegt þegar verið er að flytja inn færslur og flytja milli gagnagrunna. Á sama hátt má skipta milli skráningar og leita. Þýðing kerfisins og staðfæring mætti vera betri þó þar séu engin stórmál á ferðinni. Einnig mætti gefa mögu- leika á s.k. „Shortcut keys“ t.d. fyrir algengar skipanir. Það litla sem við höfum þurft að nota þjónustu um- boðsaðila hér á landi hefur verið með miklum ágætum, hins vegar mættu höfundar kerfisins sníða af því agnúa og koma oftar með nýjar útgáfur og handbækurnar eru orðnar ansi úreltar. Ég hef átt ágætt samstarf við þau söfn hér á Akureyri sem nota MikroMARC, en þau eru söfnin í Háskólanum á Akureyri, MA og VMA. Höfum við skipst á færslum, ábendingum og reynslusögum. Hafa þau samskipti verið afargóð bæði þau mannlegu og vélrænu. Einnig hef ég skrafað við Jóhann bókavörð á Isafirði og við höfum skipst á færslum, og svo er Þjónustumiðstöð og „sam- starf“ okkar við hana seint oflofað. Þrátt fyrir ýmsa þá ókosti og agnúa sem ég hef tíundað hér að framan er ég enn sannfærður um að það var rétt ákvörðun að Amtsbókasafnið valdi MikroMARC á sín- um tíma. Ég held að lokum að ég geti tekið undir orð norsks kollega míns sem sagði að MikroMARC væri „vel brukbart system“. MikroMARC í Windows ✓ g er einn af þeim notendum einkatölva sem hafa hrifist mjög af forritinu Windows frá Microsoft og hef orðið svo forfallinn gluggagægir að ég reyni að troða öllum DOS forritum sem ég get í gegnum glugga. Raun- ar er ég ekki enn búinn að fá útgáfu 3.1 af Windows, en samkvæmt því sem ég hef lesið um þá útgáfu er enn auð- veldara að keyra DOS forrit í glugga í því en áður. Bókasafnsforritið MikroMARC er eitt af þessum „dreary DOS“ forritum og því leið ekki mjög langur tími þar til ég reyndi að keyra það í gegnum Windows. Raunar var það mjög einfalt, a.m.k. með síðustu útgáfu, en það er sú útgáfa sem ég hef notað á einmenningsvél. Að keyra MikroMARC gegnum Windows á neti þarfn- ast annarra tilfæringa en ég vil lýsa hér. Uppskriftin er þessi: Ræsið Windows og veljið PIF editor. Búið til PIF skrá sem getur heitið t.d. Katalog.pif eða Skráning.pif þar sem Program filename væri Katalog.exe, Windows title væri Skráning og Start up directory væri C:/MM/PROG/. Síðan eru herlegheitin vistuð. Sama má gera við leitirnar (Online.pif eða leitir.pif, file- name = online.exe, startup = C:/MM/PROG/), og þó ég hafi ekki prófað, þá má eflaust gera það sama við Frálag, ílag o.fl. Síðan er bara að setja upp Gluggahóp fyrir Mikro- MARC. I Program manager er valið file og New og Pro- gram group, sem nefna má t.d. Bókasafn eða Mikro- MARC. Veldu þennan nýja hóp og aftur File New og Program item. Description væri þá t.d. Skráning og Command line væri þá pif-skráin sem inniheldur Katalog.exe og á sama hátt er sett upp valtákn fyrir Leitir og fleira ef vill. Einnig má prófa að setja: C:/MM/PROG/Online.exe beint í Command line. Annars verður bara að þreifa sig áfram með þetta og sjá hvort gengur og hvað þarf að bæta. Til dæmis man ég eftir því að einu sinni þurfti ég að slá mm og síðan win til að ræsa Windows svo að þetta gengi, en þá má setja það inn í Autoexec.bat skrána að gera þetta fyrst. Til hvers að vera að þessu? Jú kostirnir eru ótvíræðir. Hægt er að hafa bæði skráningu og leitir í gangi í einu, þess vegna skráningu í mörgum grunnum ( það er allavega hægt í netútgáfunni). Jafnframt er hægt að hafa önnur forrit í gangi, t.d. rit- vinnslu eða dagbókina í tölvunni, vinna í töflureikni við gerð fjárhagsáætlunar og alltaf er hægt að smella á milli forrita með Ctrl+Esc, eða Alt+Tab, gá að bók, slá upp símanúmeri o.s.frv án þess að slökkva á nokkru forriti. Oh brave new world. P.S. Ef þú ert lesandi góður með Word for Windows er hér ein tillaga: Opnaðu nýtt skjal. Veldu Record Macro í Tools og búðu til nýjan fjölva sem heitir SPIFF. Farðu aftur í Tools og veldu Stop recorder, þá fjölvann. Veldu SPIFF af listanum yfir fjölva og veldu Edit. Eyddu Sub Main og End Sub skipununum. Lokaðu og vistaðu tóman fjölvann. Farðu nú í Help og veldu About og smelltu á merki Microsoft og bíddu eftir því hvort ekki birtast þar menn. Ef ekki reyndu aftur. Hólmkell Hreinsson 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.