Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 24
skráningu, leit og móttöku á færslum. Ekki er hægt að bæta öðrum forritum við EMBLU LITLU. Sérstakt til- boðsverð er á kerfinu, og með því reynt að koma til móts við lítil fjárráð minni bókasafna. Umboð fyrir EMBLU hefur Lindin hf. útgáfa og dreifing. Rúmt ár er síðan EMBLA kom á markað hér- lendis. EMBLA með skráningu og upplýsingaleit kostar kr. 186.750 (með vsk), öll útprentun og skýrslugerð innifal- in. Verð á öðrum þáttum: Utlán kr. 80.925, samskipti og nettenging kr. 18.675, aðföng kr. 24.900, tímarit kr. 24.900, lyklun kr. 24.900, fjarskipti kr. 37.350, samskrá kr. 49.800, flutningur á Dobis-færslum kr. 6.250. EMBLA er í stöðugri þróun með nýjar útgáfur einu sinni til tvisvar á ári, eða eins oft og þurfa þykir, notend- um að kostnaðarlausu. Umboðsaðilar taka á móti ábend- ingum og vandamálum sem upp koma hverju sinni, og vinna í nánu samráði við hönnuðina. Um þessar mundir er verið að mynda notendahóp hér á landi. Notendur Emblu: Bókasafn Landlæknisembættisins, Bókasafn Hagstofu Islands, Sjávarútvegsbókasafnið, Héraðsbókasafn Borg- arfjarðar í Borgarnesi, Héraðsbókasafn A-Skaftafells- sýslu á Höfn, Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík, Safnadeild Ríkisútvarpsins, Skólasafnamiðstöð Reykja- víkur, Glerárskóli, Lundarskóli og Síðuskóli, allir á Ak- ureyri. Notendur Emblu litlu: Sorpa, Rafmagnsveita Reykjavíkur, Bókasafn starfs- manna Landsbanka Islands, Kópavogsskóli, Iðnskóli Hafnarfjarðar. Eiríkur Þ. Einarsson EMBLA í Sjávarútvegsbókasafninu / Sjávarútvegsbókasafninu er notað ástralska bóka- safnskerfið Embla. Kerfið var sett upp á tölvukerfi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hafist var handa við skráningu bóka og tímarita um mitt ár 1992 og um áramótin höfðu verið skráðar um 1500 bækur og u.þ.b. 600 tímarit. Enn er ekki farið að gera kerfið aðgengilegt fyrir al- menning, en það er fyrst og fremst vegna húsnæðisbreyt- inga á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Aðgangur almennings er annars hugsaður þannig að starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins geta klikkað með mús á upplýsingaleit í „Windows“-kerfinu og fengið upp leitarglugga Emblu og leitað beint frá skrifborðum sínum. Verið er að kanna möguleika á því að þetta verði einnig unnt á tölvukerfi Hafrannsókna- stofnunar. Tölvukerfi þessara tveggja stofnana eru ekki samhæfð eins og stendur, en það verður vonandi áður en langt um líður. Á báðum stofnunum sem aðild eiga að bókasafninu eru myndbönd sem einnig eru skráð inn í bókasafnskerf- ið og ennfremur er fyrirhugað að skrá ljósmyndasöfn stofnananna í kerfið. Þannig er unnt að skrá í eitt kerfi gögn í ýmsu formi sem til eru á stofnununum. Enn sem komið er hefur Sjávarútvegs- ráðuneytið ekki tekið þátt í samstarfinu um bókasafnið, en það er í bígerð. Embla er tiltölulega auðveld í notkun og þarf ekki að leita í leiðbeiningabæklingum til að finna út hvernig á að gera hlut- ina. Helstu kostir eru þeir að kerfið er auðvelt í notkun, skráning safnefnis er auðveld. Aðeins ein valmynd er notuð en innskotsvalmyndir birtast þegar höfundar eru skráðir og sést þar hvort viðkomandi höf- undur er kominn áður inn í kerfið. Er hann þannig skráður einu sinni, og seinni rit tengd við hann. Sama á við um útgefanda og efnisorð. Þegar bók er skráð sem hefur svipaðan titil og bók áður skráð í Emblu, lætur kerfið vita og gefur kost á að laga fyrri skráningu. Þetta er mjög þægilegt þegar margra binda verk með sama titli eru skráð. Þarf þá aðeins að breyta því sem er öðruvísi, eins og t.d. samlögn. Flest efnisorð hjá okkur eru á ensku, en reynt er að vísa á milli eftir því sem við á ef efnisorð eru á íslensku. Kerfið gerir ráð fyrir að allt safnefni, þ.e. tímarit, bæk- ur og annað efni, fái strikamerki þegar það er skráð inn í kerfið. Það er reyndar val hvort tímarit eru strikamerkt eða ekki, en ef valið er að sleppa strikamerkingu tímarita, er kerfið nokkuð takmarkandi. Það gefur t.d. ekki möguleika á að lykla greinar úr tímaritum nema þau séu strikamerkt. Þetta er ef til vill skiljanlegt vegna þess að lyklunarþáttur er seldur sérstaklega. Aðrar takmarkanir hafa ekki verið áberandi við skráningu og aðra notkun á kerfinu. Nýjar útgáfur af kerfinu hafa verið settar inn eftir því sem þær hafa birst og hafa engin vandkvæði komið upp sem við höfum þurft að kvarta yfir. Reyndar erum við svo vel sett hér að tæknimaður sá sem sér um uppsetningu á kerfinu vinnur í húsinu og fáum við þess vegna skjóta og góða þjón- ustu ef eitthvað kemur upp á. Samstarf við önnur söfn sem keypt hafa kerfið hefur ekki verið neitt. Við höfum lítillega ræðst við í síma og talað hefur verið um að koma á fót not- endaklúbb, en ekkert hefur orð- ið úr því enn sem komið er. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.