Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Síða 29

Bókasafnið - 01.04.1993, Síða 29
kennitala) sem hægt er að lesa inn í kerfið með strikales- ara. Ef bækur eru strikamerktar, er mjög fljótlegt að meðhöndla útlán og skil á ritum. Búa má til lista yfir bækur í vanskilum. Einnig er hægt að prenta út kvittanir fyrir útlánum. I METRAbók er hægt að flytja gögn úr kerfinu og í það. Hægt er að skiptast á skráningu færslna úr aðalga- gnagrunninum, efnisorðalistum og heimildalistum. Gagnaflutningur úr öðrum kerfum er ekki tilbúinn á þessu stigi, en í ráði er að bjóða upp á flutning úr kerfum á borð við Gegni og MikroMARC. Þess má þó geta að gögn hafa verið flutt inn í METRAbók úr Hugleit, IBM- Skrástoð og Pro-Cite Hugbúnaðurinn er gerður fyrir IBM-PC/XT, IBM- AT, IBM-PS/2 eða IBM „samhæfðar“ einkatölvur. Lág- marks vinnsluminni er 640 Kb. Stýrikerfið þarf að vera DOS 3.3 eða hærra og harðan disk þarf fyrir gagana- grunna. I grófum dráttum má áætla að þörfin sé 20 - 30 Mb fyrir hver 10000 bindi. Til útprentunar þarf prentara sem forritið getur stýrt en auðvelt er að auka við prent- aragerðum. Kerfið hefur verið sett upp á neti á nokkrum stöðum, og hefur í öllum tilvikum verið notað NO- VELL-net. Kerfið er til fyrir DOS-stýrikerfið, en í ráði er að seint á þessu ári verði komin fyrsta útgáfa af því sem keyrir undir Windows-stýrikerfinu. Verð kerfisins er kr. 80.000,- með virðisaukaskatti og eru allir þættir innifaldir í því verði. Einnig aðstoð við uppsetningu og leiðbeiningar um notkun þess. Notendur Bókvers: Biskupsstofa fyrir bókasafnið í Skálholti, Bókasafn Raf- iðnaskólans, Bókasafn sr. Eiríks J. Eiríkssonar og Krist- ínar Jónsdóttur Selfossi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskólinn Ármúla, Fjölbrautaskólinn Breiðholti, Flensborgarskólinn Hafnarfirði, Fósturskóli íslands, Grunnskólinn Kleppjárnsreykjum, Héraðsbókasafn Rangæinga, Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri, Húsnæðisstofnun ríkisins, Iðnskólinn í Reykjavík, Jó- hanna Gunnlaugsdóttir og Kristín Ólafsdóttir - Gang- skör sf., Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskól- inn við Sund, Safnadeild Landsvirkjunar, Samvinnuhá- skólinn Bifröst, Sinfóníuhljómsveit Islands, Skógaskóli, Skrifstofa Alþingis fyrir bókasafn Islendinga í Kaup- mannahöfn, Verzlunarskóli Islands, Þroskaþjálfaskóli Is- lands. Margrét Loftsdóttir METRAbók í Flensborgarskóla Skráningarforritið METRAbók varð fyrir valinu þeg- ar samstarfshópur bókavarða í framhaldsskólum ákvað, veturinn 1989-1990, að tölvuvæða spjaldskrár safnanna. í upphafi keyptu um 10 framhaldsskólasöfn forritið, en það byggir á alíslensku hugviti. Höfundur þess er Ásmundur Eiríksson verkfræðingur. Metrabók er nú í notkun í um 22-25 söfnum, flest þeirra framhalds- skólasöfn en einnig nokkur stofnanasöfn og almennings- bókasöfn. Kerfið hentar vel fyrir flestar safnategundir og hefur höfundur þess verið fús til að laga það að sérþörf- um einstakra safna. Verð kerfisins nú er 80 þús. kr. Hér á eftir verður sagt frá forritinu og notkun þess á einu fram- haldsskólasafni, þ.e. á Bókasafni Flensborgarskóla. Hafist var handa við að tölvuvæða spjaldskrá safnsins vorið 1990 og frá 15. maí 1990 var gömlu spjaldskránni lokað, þ.e. ekkert nýtt efni hefur verið skráð á spjöld frá þeim tíma. I janúar 1993 voru um 10 þúsund færslur komnar í tölvuskrána en talsvert er enn óskráð af eldra efni. Lauslega áætlað er það um 3000-4000 færslur. Aðgangur notenda að kerfinu er á tvo vegu. Þeir sem vinna á safninu komast inn í það með sérstöku lykilorði og geta þá notað alla möguleika þess til skráningar, út- lána, flutnings á færslum milli safna, útprentunar og leit- ar. Safnnotendur hins vegar hafa aðeins leitar- og út- prentunarmöguleika. Þrjár tölvur eru nú á safninu þar af eru tvær fyrir notendur. Kerfið hefur reynst mjög vel og er auðvelt í notkun bæði fyrir starfsfólk safnsins og safnnotendur. Valmynd- ir eru mjög góðar og lýsandi og leiða notendur áfram. Safnnotendur hafa því lært strax að leita í kerfinu. Margir geta notað kerfið samtímis því það er tengt skólanetinu en á því eru tölvur í 2 tölvustofum, á bókasafni og vinnustofu kennara eða samtals 28 tölvur. Nýskráning og viðbætur eru sendar út á netið með vissu millibili og tekur það aðeins augnablik. Tölvukennarar skólans hafa nú áform um að nota tölvuskrána til þjálfunar fyrir nem- endur í tölvufræði við leit í gagnasafnskerfum almennt. Forritið gengur á IBM/PC samhæfðar einkatölvur með hörðum diski. Vegna vinnsluhraða er mælt með því að notaðar séu AT- vélar af því að forritið byggir á disk- vinnslu og leit. Æskilegt er að vinnsluminni tölvunnar sé 2-4 mb. Stærð tölvu er háð fjölda binda í gagnagrunni og er áætlað að þörf sé á 30 mb hörðum diski fyrir hverjar 10.000 færslur eða bindi. Til útprentunar þarf prentara sem forrritið getur stýrt (auðvelt er að bæta við prentað- gerðir). Hægt er að hafa skráningu mjög ítarlega og nota alla þá möguleika sem gert er ráð fyrir í ritinu Skráningar- reglur fyrir bókasöfn, stytt gerð eftir AACR2. Sem dæmi má nefna að hægt er að hafa í venjulegri skráningu 5 ábyrgðaraðila auk höfundar. Gefinn er kostur á 3 undir- titlum og 3 titilafbrigðum auk aðaltitils. Einnig er hægt að skrá sérstaklega einstakar greinar í bókum á svipaðan hátt og greiniskráð var á spjaldskrárspjöld. Þessi þáttur tölvuskráningarinnar kallast liðgreining. Unnt er að gefa ótakmarkaðan fjölda efnisorða. Leiðréttingar á skrán- ingu eru auðveldar. Hægt er að leita að heimildum eftir nánast hverju sem er. Fljótlegast er þó að leita að nöfn- um (s.s. höfunda, ritstjóra, þýðenda, þeirra sem um er fjallað í bókum o.s.frv.), titlum (þar með taldir undirtitl- 29

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.