Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 23
framfleyta sér fjarri heimabyggð meðan á námi stendur. Þess vegna tel ég að það hljóti að mega ætlast til þess af þeim að þeir komi sér upp þeim tækjabúnaði sem þarf til að geta stundað fjarnámið á skilvirkan hátt. Með því að læra vel á búnaðinn og kynna sér möguleikana spara fjarnemar sér dýrmætan tima. Þess skal getið að í upphafi varð það ekki gert að skilyrði að fjarnemar hefðu aðgang að tölvubúnaði eða ættu slíkan búnað sjálfir en með aðstoð fræðslustjóra var þeim útvegaður aðgangur að tölvum og búnaði í grunnskólum og á fræðsluskrifstofum (Lára og Sigurjón, 1993). Eins og rakið var í upphafi greinar eru víða uppi áhyggjur af takmarkaðri bókasafnsnotkun fjarnema og eru þær áhyggjur ýmist vegna þess að fjarnemar hafa ekki nógu greiðan aðgang að bókasafns- og upplýsingaþjónustu eða kröfur eru ekki gerðar um slíka notkun. Niðurstaðan af því sem hér het'ur verið reifað er að treysta þarf betur undirstöðuna í upplýsingaöflun og tölvu- samskiptum sé ætlast til þess að fjarnemar auki bókasafns- notkun í námi sínu. Fjarnemar og einnig nemar í staðbundnu námi þurfa að finna að til þeirra séu gerðar þær kröfur að þeir kunni að afla sér heimilda og fara með þær. Notkun og öflun upplýsinga þarf að vera sjálfsagður hlutur í námi og starfi allra, ekki síst þeirra sem hyggjast taka þátt í að búa nemendur í skólum landsins „undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun“ (Menntamálaráðuneytið, 1989, 6). Nemandi sem er sjálfbjarga og sjálfstæður í sínu námi getur metið hvað hann kann og áttar sig á hvað hann þarf að læra. Hann getur skipulagt námið og metið hvers konar upplýsingar hann þarf og leitað þeirra. Hann ber sjálfur ábyrgð á náminu (Lindberg og Chalfoun, 1991). Námskeið í fjarnáminu ætti helst að undirbúa í samvinnu við bókaverði þannig að þeir geti betur lagað notendafræðsluna að þörfum fjarnemanna. Að minnsta kosti þarf að búa svo um hnútana að bókaverðir hafi allar upplýsingar um námið, einstök námskeið og uppbyggingu þeirra þannig að þeir viti alltaf hvað verið er að fjalla um í fjarskólanum og geti því brugðist við lýrirspurnum og beiðnum frá fjarnemum af öryggi þess sem veit hvað er á seyði hverju sinni. Almennningsbókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í námi fjar- nema eins og fram kemur í könnuninni. Því er gott til þess að vita að eftir viðtölum að dæma eru starfsmenn þessara safna fúsir til að veita fjarnemum, ekki síður en öðrum notendum, eins góða þjónustu og þeir hafa bolmagn til. Ekki var talin þörf á að koma á mjög formlegu samstarfi milli almenningsbókasafna og KHÍ en samt gæti komið sér vel að fá upplýsingar um fjamámið og hve margir fjarnemar væm skráðir í nágrenni við stærstu almenn- ingsbókasöfnin svo þau gætu gert sér grein fyrir á hverju þau gætu átt von. Bókaverðirnir sem talað var við töldu vel þess virði að íhuga hugmyndir um að kaupa inn efni sérstaklega fyrir fjar- nema og jafnvel setja upp dálitla skammtímalánsdeild fyrir þá. Að lokum skal tekið undir það með höfundum norsku skýrsl- unnar Bibliotek for fjernundervisning (1996) að það hlýtur að vera á ábyrgð stofnunar, sem býður fram möguleika á fjarnámi, að sjá til þess að allir nemendur hvort sem þeir em í staðbundnu námi eða fjarnámi eigi jafna möguleika á bókasafnsþjónustu. Með nútíma tækni eru ýmsar leiðir færar í þeim efnum. Vefsíður menntastofnana eru dæmi um slíkar leiðir. Vönduð vefsíða með hagnýtum upplýsingum og tengingum minnkar aðstöðumun þeirra sem búa nærri skólastofnun sinni og þeirra sem fjær búa. Hér skal loks ítrekað að þessi könnun tók til fyrsta fjarnáms- hópsins og rétt að geta þess að samkvæmt útlánatölum bókasafns KHÍ vex bókasafnsnotkun fjarnema stöðugt og kemur þar margt til, ekki sfst batnandi tækjabúnaður og aðgengilegri leitartæki. HEIMILDIR Aguilar, William and Kascus, Marie. Introduction, Library Trends 39(4), (Spring 1991), s. 367-374. Association of College & Research Libraries. Task Force to Review the Guidelines for Extended Campus Library Services. ACRL guidelines for extended campus library service, College & Research Libraries News, 51(4), (April 1990), s. 353-355. Bibliotek for fjernundervisning. Rapport fra Utvalget for utredning av bibliotekbehovet for utdanningsspkere i fjernstudier og desentralisert undervising.. Oslo: Hpgskolen i Oslo, Avdelingen for joumalistikk, bibliotek- og informasjoonsfag, 1996. Canadian Library Association, Library Services for Distance Learning Interest Group. Guidelines for library support of distance leaming in Canada. CACUL Occasional Paper Series, no. 8. Ottawa, Ontario: Canadian Library Association, 1993. Crocker, Christine, ed. Guidelines for iibrary services to external students: prepared by a sub-committee ofthe Special Interesl Group on Distance Education. Ultimo: Library Association of Australia, 1982. Faibisoff, Sylvia G. and Willis, Deborah J. Distance education: definition and overview, Journal of Education for Library and Information Science, 27(4), (Spring 1987), s. 223-232. Fisher, Raymond K. Library servicesfor adult continuing education and independent leaming: a guide. Library Association pamphlet, no. 40. London: Library Association, 1988. Holmberg, Börje. Open and distance learning in continuing education, IFLA Joumal, 17(3), (August 1991), s. 274-282. Kristfn Indriðadóttir. Arsskýrsla (bókasafiis Kennaraháskóla Islands ( 1991/1992. Reykjavík 1993. Kristín Indriðadóttir. Ársskýrsla (bókasafns Kennaraháskóla Islands (1992/1993. Reykjavík 1994. Lára Stefánsdóttir og Sigurjón Mýrdal. Fjarkennsla um tölvunet, Uppeldi og menntun: tímarit Kennaraháskóla Islands, 2, (1993), s. 121-130. Lindberg, Dennis and Chalfoun Eileen. “Development of off-campus library services in the Vermount State Colleges”, in OJf-campus library services: selected readings from Central Michigan University’s OJf-Campus Library Services Conferences, pp 22-34. Compiled and edited by Barton M. Lessin. Metuchen, NJ: Scarecrow Press, 1991. Mathews, Anne J. “Accepting the challenge: providing quality library services for distance education programs”, in OJf-campus library services: selected readings from Central Michigan University's Off- Campus Library Services Conferences, s. 209-220. Compiled and edited by Barton M. Lessin. Metuchen, NJ: Scarecrow Press, 1991. Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 1989. Shillinglaw, Noel. Document supply and distance education library service, Interlending and Document Supply, 20(4), (October 1992), s. 143-151. Sigurjón Mýrdal. Teacher education on-line: what gets lost in eiectronic communication? Educational Media International, 31(1), (March 1994), s. 46-52. Unwin, Loma. “I’m a real student now”: the importance of library access for distance leaming students, Education Libraries Joumal, 37(2), (Autumn 1994), s. 11-20. 0vrelid, Bjarne. Fjernstudentars bruk av bibliotek. Lillehammer: 0stlandsforskning, 1995. Óútgefið efiii Þórhildur S. Sigurðardóttir. Library and information services to distance learners: the case of the University College of Education, Iceland. Meistaraprófsritgerð við University of Wales, Department of Infor- mation and Library Studies, Aberystwyth, 1996. Óbirt heimild Anna Kristjánsdóttir. Áhrif upplýsingatœkni á nám og námsaðstœður: könnun á reynslu og hugmyndum kennaranema við KHI. (Gerð vorið 1995.) BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.