Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 68

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 68
Hvað lastu um jólin? í janúarmánuði voru nokkrir bókaverðir og aðrir lestrarhestar teknir tali og spurðir eftirfarandi spurninga: Fékkstu bækur í jólagjöf? Ef svo er hvað fékkst þú margar? Hvað lastu um jólin? Þessar bækur eða aðrar? Hvaða bók fannst þér best og af hverju? Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Ég fékk bæði innlendar og erlendar bækur auk þess, sem ég fjárfesti sjálf- ur í nokkrum jólabókanna. Ef litið er til gjafa eru bækurnar um fimm. Ég las bæði þessar bækur og aðrar. Ég ætla ekki að gera upp á milli bóka en leyfi mér að senda til birtingar kafla úr stuttri ræðu um lestur minn á jólabókum, sem ég flutti á fundi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur í byrjun janúar 1997: „Bókin, sem ég ætla að nefna hér sérstaklega er sögulega skáldsagan Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson. Hún er framhald bókar Böðvars frá því fyrir jólin 1995, Híbýli vindanna. I þessu tveggja binda ritverki segir Böðvar ættarsögu, sem snýst að mestu um Vestur-íslendinga. Ég hugsaði með mér, að þessar bækur hefði ég átt að hafa lesið fyrir rúmum 30 árum þegar ég fór í fyrsta sinn um íslendingaslóðir í Vesturheimi. Þá hefði ég skoðað það, sem fyrir augu bar af meiri áhuga, og haft mun meiri skilning á lífi og örlögum frænda okkar þar. Böðvar segist hafa verið að vinna að þessu verki meira og minna um sex ár. Hann fékk hugmyndina við kennslu í Kanada. Eftir heim- komu þaðan segist hann hafa uppgötvað, að hann átti Iangafa og langömmu, sem fluttu vestur um haf laust fyrir síðustu aldamót. Las Böðvar mikið af bréfum, sem til voru á heimili hans frá þeim og börnum þeirra. Böðvar velur söguhetjum sínum tónl- istargáfuna sem ættarfylgju, en eins og kunnugt er setur ritlistin svip sinn á ævistarf Böðvars og föður hans Guðmundar Böðvarssonar skálds. Bækurnar eru ritaðar í formi bréfaskáld- sögu, þannig að farið er með lesandann fram og til baka í tíma og rúmi. Höfundur segir ekki aðeins sögu einstaklinga heldur stiklar hann einnig á stóru í þróun landnáms fslendinga í Vestur- heimi. Þá eru dregnir fram þættir úr sögu okkar hér heima. Hógvær frásagnarstíll einkennir bækurnar og fellur hann þess vegna vel að því markmiði höfundar, að um bréf sé að ræða. Tilgangur bréfritarans er að vekja dóttur sína, sem býr í London til umhugsunar um uppruna sinn, arf og íslenska tungu, sem hún hefur aldrei kunnað. Bækurnar beina einnig athygli lesenda sinna að þessum þáttum og hafa þannig almennt gildi fyrir okkur Islendinga við mat á eigin stöðu í fortíð og samtíð. Annað íslenskt skáldverk í efstu 20 sætum bóksölulistans á síðasta ári vekur lesandann einnig til umhugsunar um þróun íslensks þjóðlífs, það er íslandsförin eftir Guðmund Andra Thorsson. Þar er aldarhætti lýst með augum erlends ferðalangs, sem kemur hingað í aðdraganda vesturfaranna. Að lokum vil ég nefna tvær bækur, sem lýsa vel þróun þjóðlífsins á þessari öld. Eru það annars vegar æviminningar dr. Benjamíns H. J. Eiríks- sonar skráðar af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og hins vegar I eldlínu kalda stríðsins eftir Val Ingimundarson. Inn í persónu- sögu dr. Benjamíns fléttast llestir stórviðburðir aldarinnar á stjórnmálasviðinu, sem hafa haft mest áhrif á mótun nútíma- aðstæðna hér á landi. Valur segir í bók sinni frá þeim atburðum og ákvörðunum, sem réðu úrslitum um sess Islands í alþjóðlegu samstarfí með öðrum vestrænum ríkjum og þó sérstaklega Bandaríkjunum." bókafulltrúi ríkisins Við hjónin höfum það fyrir sið að gefa hvort öðru nokkrar bækur í jóla- gjöf. En áhugamál okkar skarast að verulegu leyti og til þess að koma í veg fyrir að við gefum hvort öðru sömu bækurnar skrifum við bæði óskalista sem krakkarnir deila svo á milli okkar. Nú man ég ekki hvort okkar fékk hvaða bækur en við feng- um samtals frá hvort öðru og öðrum níu bækur. Ég byrjaði á því að lesa íslandsförina eftir Guðmund Andra Thorsson og svo gluggaði ég í Konur og kristmenn sem Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði. En sú bók sem ég lá mest yfir um jólin heitir The Passionate Quilter en ég fékk hana lánaða hjá vinkonu minni rétt fyrir jólin. I bókinni er sagt frá tólf listakonum sem nota alls konar efni og saumaskap til þess að búa til listaverk. Af jólabókunum fannst mér einna skemmti- legast að lesa Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson en áhugi á þessum kafla í sögu okkar kviknaði í ferðlagi á íslendingaslóðir í Vesturheimi 1989. Besta jólabókin fannst mér þó tvímælalaust Zeta eftir Vigdísi Grfmsdóttur. Hún er meistaralega vel skrifuð. landsbókavörður Fjölskyldunni þykir lítið púður í því að gefa bækur manni sem hefur öll íslensk rit innan seilingar allan ársins hring og ég hef heldur ekki sóst eftir að fá bækur í jólagjöf, a.m.k. ekki í seinni tíð, kaupi heldur sjálfur þær bækur sem ég vil endilega eiga og þær mundu reyndar ekki allar laldar vel fallnar til jólagjafa! Ég tel mig ekki ýkja mikið þótt ég segði að ég liti orðið aldrei í bók, a.m.k. í þeim skilningi sem lagður er í orðið bóklestur. Mér hefur a.m.k. aldrei gefist jafnlítill tími til bóklestrar og eftir að ég tók við núverandi starfi fyrir um hálfu þriðja ári. Sérstaklega gerist það fátítt að ég lesi bók frá byrjun til enda. Þó eru þess dæmi frá síðustu mánuðum, hef meira að segja lesið eina eða tvær skáldsögur og gluggað í fleiri. Slíkt lesefni hefur þó ekki forgang og um gæðin vil ég ekki dæma, læt það öðrum eftir. Ég fór hins vegar að blaða í minningabók, í vagni tímans, eftir skáld sagna og leikrita og fyrrum kollega, Agnar Þórðarson, og endaði það með því að ég las bókina alla. Þarna er reyndar ekki um venjulegar æviminningar að ræða, heldur þætti þar sem höfundur lýsir ferðum sínum erlendis, en einnig bregður hann upp svipmyndum frá sínum fyrri vinnustað, Þóra Óskarsdóttir, Einar Sigurðsson, 68 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.