Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 61

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 61
822 Ensk leikrit 822.33 Shakespeare 822.330-Z Tiltekin verk bakstafur er fyrir hvert verk og tvær tölur, sú fyrri fyrir verkið sjálft, en hin síðari fyrir umfjöllun um það 822.33P7-8 Jónsmessunæturdraumur (þar sem P7 er verkið en P8 umfjöllun) Flokkun í Greini Greinar sem skráðar eru í Greini eru ekki flokkaðar á hefð- bundinn hátt, enda er flokkun þar ekki staðsetningartákn heldur aðeins aðferð til efnisgreiningar. í Greini hafa verið grófflokk- aðar greinar í nokkrum tímaritum, sem skráð hafa verið aftur- virkt, að því marki að fyrstu tveir stafir Dewey flokkstölu eru settir í þar til gert deilisvið um leið og grein er lykluð og er unnt að draga út sérefnisskrár skv. þessu, t.d. skrár sem spanna allt sem hefur flokkunina 59 (dýrafræði). Upphaf Dewey flokkunar á íslandi Ekki hæfir að Ijúka þessum pistli án þess að minnast frum- kvæðis Jóns Olafssonar, ritstjóra og bókavarðar í Landsbóka- safni, og atbeina hans að staðlaðri spjaldskrárgerð og flokkun skv. Deweykerfinu. Á fundi í nefnd um málefni safnsins var í janúar árið 1900 tekin fyrir skrifleg beiðni frá Jóni um að mega taka að sér spjaldskrárgerð fyrir það og birti ég hér glefsur úr bréfi hans sem er dagsett 27. nóv. 1899: „Með því að alþingi síðasta veitti fé til þess, að byrja á samningu skipulegrar spjaldskrár yfír landsbókasafnið, og ég geri ráð fyrir að hugsað verði til að byrja þetta verk upp úr nýj- árinu, þá leyfi ég mér að sækja um að mér verði falinn þessi starfi, þar eð ég mun vera sá eini maður hér á landi (að skóla- stjóra J.A. Hjaltalín frá teknum), sem kann þetta verk. Ég býðst til að vinna verkið hvort heldur vill fyrir 50 kr. borgun um mán- uðinn og fullgera þá eigi minna en 833 spjöld á mánuði, eða þá fyrir tiltekið verð fyrir spjaldatölu 8 kr. fyrir hver 100 spjöld (í Ameríku eru $5,00 fyrir 100 spjöld venjuleg borgun auk borgun- ar fyrir að classificera). Ég geng að því vísu, að stjóm safnsins vilji hafa skrána a classified index catalogue, sem kallað er, hagað að öllu eftir nútímans kröfum. ... “ (Jón J, 1920.) / anda nútímans Hér hef ég aðeins birt hluta af bréfi Jóns um þetta mál, en hann talar einnig um hillulista og hilluröðun, og mismunandi gerðir spjalda. Undir lok ársins 1900 barst nefndinni bréf frá Jóni Ólafssyni þar sem hann óskar eftir að samið sé við sig um „classification", þ.e. flokkun bóka í Landsbókasafninu og verði sérstaklega greitt fyrir þann hluta starfsins auk sjálfrar skráning- arinnar/ spjaldskrárgerðarinnar, enda telur hann flokkunina jafn mikið verk og skrásetninguna. Samningur við Jón um spjald- skrárgerð og flokkun var svo loks undirritaður 3. apríl 1901. Ár- ið 1910 tók þáverandi landsbókavörður saman allítarlegar og metnaðarfullar REGLUR fyrir spjaldskrársemjanda við Lands- bókasafn fslands, þar sem m.a. er kveðið á um flokkun safnkosts eftir kerfi því sem kennt er við Melvil Dewey og ennfremur er þar ákvæði um kjalmerkingar að nútímalegum hætti: „Flokk- marka og nafnmarka skal bundnar bækur á kili, meðan þykt bókar leyfir (ella utan á hlið), en óbundnar bækur á kápu eða saurblaði." (Jón J, 1920, s. 233.) Þessar reglur voru svo staðfestar óbreyttar af ráðherra 9. júlí sama ár. Þær tengja fortíðina við nútímaveruleika á áþreifanleg- an hátt, m.a. með kjalmerkingarákvæðinu og röksemdafærslum Jóns fyrir kjarabótum. Hvort tveggja er enn í góðu gildi þótt hartnær öld sé liðin og tækni hafi fleygt svo fram, að unnt er nú að prenta flokkstölu og nafnmark, þ.e. raðstafi, beint út úr tölvukerfinu Gegni og stýra þannig nýju safnefni á sinn stað. Sjá einnig þessar heimildir: Bjöm Sigfússon. 1952. Bókasafiisrit, I: Myndunar- og skráningarstörf, afgreiðsla, bókaval ; eftir Björn Sigfússon og Ólaf Hjartar. [Reykjavík] : Menntamálaráðuneytið, 1952. Bjöm Sigfússon. 1956. Flokkun safnsbóka. f: Menntamál', tímarit um uppeldis- og skólamál, 29, 1956, s. 137-142 Cutter, Charles Ammi. 1904. Rules for a dictionary catalogue, 4th ed. U.S. Bureau of Education, 2. Washington : GPO, 1904. Dewey, Melvil. 1899. Decimal classification and relative index : for libraries, clippings, notes, etc. 6th ed. [NY] : Library Bureau, 1899. Dewey, Melvil. 1970. Flokkunarkerfi fyrir íslensk bókasöfn ; þýtt og staðfært eftir Dewey Decimal Classification. Reykjavík: Bókafulltrúi ríkisins, 1970. Dewey, Melvil. 1987. Flokkunarkerfi : þýtt og staðfært fyrir íslensk bókasöfn eftir 11. styttri útgáfu Dewey decimal classification. Reykjavík : Samstarfsnefnd um upplýsingamál, 1987. Dewey, Melvil. 1996. Dewey decimal classification and relative index ; devised by Melvil Dewey. Ed. 21 edited by Joan S. Mitchell, Julianne Beall, Winton E. Matthews, Jr., Gregory R. New. Albany, N.Y : Forest Press, 1996. 4 b.: 1. Introduction. Tables - 2.-3. Schedules - 4. Relative index; Manual. Guðni Jónsson 1961. Saga Háskóla íslands : yfirlit um hálfrar aldar starf. Reykjavík : Háskóli íslands, 1961. Guðrún Karlsdóttir. 1990. Um framþróun, flokkun og lyklun. í: Bókasafnið, 14. árg. ; mars, 1990, s. 53-54. Háskólabókasafn - Ársskýrsla 1969-1993. Reykjavík : [Háskóla- bókasafn], 1970-1995. Háskóli fslands - Árbók 1911 - . Reykjavík : Háskólaútgáfan, 1912- Jón Jacobson. 1920. Landsbókasafn íslands 1818-1918 : minningarrit. Landsbókasafn íslands, 1920. Jón Ólafsson. 1902. Smá bókasöfn : ýmislegt um fyrirkomulag þeirra, einkum röðun og skrásetning. í: Tímarit Hins íslenzka bókmennta- félags, 23, 1902, s. 84-110. Landsbókasafn og Háskólabókasafn. 1993. Greinargerð um stöðu og starfsemi safnanna vegna sameiningar þeirra. Bráðabirgðaútg. Reykjavík : Samstarfsnefnd um nýtt þjóðbókasafn, 1993. Landsbókasafn íslands - Árbók 1944-93. Árbók 1-31, 1945-76; Árbók - Nýr flokkur 1-19, 1975-93. Reykjavík : [Landsbókasafn fslands], 1945-1993. Marksnið Gegnis. 1993. Sigbergur Friðriksson þýddi og jók við. Reykjavík : [s.n.], 1993. 1 lausblb. Páll Eggert Ólason. 1945. Landsbókasafnið : stutt yfirlit. [s.n.], 1945. í: Arbók Landsbókasafiis 1944. Reykjavík, Landsbókasafn Islands, 1945. SUMMARY Dewey Decimal Classification and the National and University Library of Iceland DDC was introduced in Iceland in 1900. The librarian and joumalist Jón Ólafsson who had previously spent some years in America brought the system back with him and introduced it in the old National Library. In 1940 the University of Iceland faculty libraries were merged into one University Library, which adopted the DDC. The National Library and the University Library were amalgamated in 1994. Various preparatory steps had been taken before this could take place, such as a common acquisition policy and a more unified approach to the use of the DDC, as regards the length of notation, Icelandic traditions, etc. Two abbreviated editions of DDC have been translated and published in Iceland, the first one in 1970, and the second in 1987. Classmarks with entries in the Icelandic National Bibliography are now based on the 1987 Icelandic edition. The National and University Library adopted the 21 st intemational edition in 1996, and reclassification of phoenix classes is taking place. Special Icelandic features are the use of I for Icelandic material, e.g. 410 Icelandic language, 810 Icelandic literature, etc. Prefixes are used to some extent to distinguish between different literatures using the same language, for names of programming languages, etc. GK BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.