Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 3

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 3
Arminius Vambéry 3 béry með þessum krónum borgað inntökugjald í skólann, en stóð annars uppi með tvær hendur tómar, var klæð- lítill og bókalaus og vantaði bæði mat og húsnæði. Pað er ótrúlegt, hvernig Vambéry gat lánast að komast gegn- um skóla þenna, eins og kringumstæður hans voru, en hann átti það að þakka trúbræðrum sínum, ágætu næmi, og glaðri og fjörugri lund, hvað sem á móti bljes. Ymsir fátækir Gyðingar urðu til þess að gefa honum að borða til skiftis, og húsnæði fekk hann líka á fátækn heimili, en legurúmið var gömul motta í eldhúshorni. Suma daga var hann alveg matarlaus, nema ef skólabræður hans gáfu honum brauðbita eða matarleifar fyrir að hjálpa þeim við lexíurnar, því Vambéry reyndist fljótt fluggáf- aður, næmur og stálminnugur; sumir kennararnir rjettu honum líka stundum hjálparhönd, en allur skólatíminn var þó stöðugt basl og vandræði. Aðalkenslan var inni- falin í latínunámi, og urðu skólasveinar altaf að tala latínu um skólatímann, og var refsað, ef þeir sín á milli ljetu hrjóta orð á öðru máli. Vambéry varð fljótt leikinn í að tala latínu, og kom honum það eitt sinn að góðu haldi. Pegar hann hafði lokið námi við skóla þenna, 14 vetra gamall, með bezta vitnisburði, ætlaði hann að heimsækja ættingja einn, sem bjó í smábæ hinu megin við Vínar- borg; fekk hanu að sitja ókeypis ofan á bændavagni til Wien, en þaðan átti hann að fara með járnbraut; en þeg- ar kom á járnbrautarstöðina, reyndist fje það, sem hon- um hafði verið gefið til ferðarinnar, of lítið fyrir farseðil, og tók hann þá til bragðs, að ávarpa nokkra heldri menn, sem þar voru staddir, á latínu, og bað þá að hjálpa sjer um það, sem á vantaði; urðu þeir alveg hissa, að heyra lítinn, haltan og fölleitan Gyðingastrák tala reiprennandi latínu, svo þeir skutu þegar saman dá- lítilli upphæð handa honum; gat hann svo klaklaust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.