Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 4
20 - LAVGARDAGVR 2S.JÚLÍ 1998 U^ur MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L bókaB Kolbrun Bergþórsdóttir skrifar HILLAN Með kuju í sumartrfið Það er vel við hæfi að gefa sumr- inu bókmenntalegan blæ og taka nokkrar kiljur með í sumarleyfið. Ur nógu er að velja en hér verða gerðar að umtalsefni þijár nýjar kiljur frá Máli og menningu sem hver um sig kostar innan við þús- und krónur. Astæða er til að mæla með tveimur þeirra. Eg heyrði eitt sinn lærðan bók- menntafræðing halda því fram að Islendingar tækju því illa þegar erlendir rithöfundar sæktu sér söguefni hingað til lands. Máli sínu til staðfestingar nefndi bók- menntafræðingurinn þær af- undnu viðtökur sem Ljómi Görans Tunströms hefði hlotið hér á landi. Þetta þótti mér heldur furðu- leg kenning en þar sem bók- menntafræðingur án kenninga er eins og landlaus maður ákvað ég að leyfa fræðingnum að lifa í sinni trú og mótmælti ekki hátt. En máttleysi skáldsögu Tund- ström kom Islandsþætti hennar ekkert við. En hvað um það. Ráðgátan er heiti á fyrstu kiljunni sem hér er fjallað um. Gerrit Jan Zwier, hol- lenskur mannfræðingur og rit- höfundur, sækir söguefni sitt til Islands og atburða sem gerðust við Öskju árið 1907. Þrír þýskir vísindamenn dvöldust þar við rannsóknir. Tveir þeirra reru út á Öskjuvatn og sáust aldrei eftir það. Ari síðar hélt unnusta ann- ars þeirra til Islands og reisti vörðu við vatnið til minningar um unnusta sinn. Söguefnið er gott og ætti að bjóða upp á dramatík og spennu, en því miður klúðrast það í með- förum höfundar. Sagan nær aldrei flugi, persónur eru úti á þekju mest allan tímann og les- andinn tapar snemma áhugan- um. Helst er tilþrif að finna í lýs- ingum á landslagi og náttúru en þær nægja einfaldlega ekki til að lyfta sögunni yfir meðallag. Ólíkt meiri tilþrif er að finna í reyfaranum Morðingi án andlits eftir Henning Mannkell sem val- in var glæpasaga ársins 1991 í Svíþjóð. Hrottaleg morð eru framin í litlu þorpi í Svíþjóð og lögregluforinginn Kurt Wallend- er mætir til leiks, illa upplagður því eiginkonan hefur farið frá honum, einkadóttirin er búin að slíta tengsl við hann og faðir hans er orðinn illilega elliær. Þetta er vel skrifuð og sérlega trúverðug saga þar sem persónu- sköpun er með miklum ágætum. Ein af þeim bókum sem lesand- Sjjfs Þrjár kiljur. Ein fjallar um atburði við Kötlu snemma á öldinni, önnur er vandaður reyfari og sú þriðja geymir meistaralega smíðaðar smásögur Gyrðis Elíassonar. inn er Iíklegur til að lesa allt til enda án þess að taka sér hvíld. Þó má vel vera að einhvetjir sætti sig illa við hinn skandinavíska raunsæisdrunga sem hvflir yfir verkinu. Þarna er einfaldlega ekkert hopp og hí á ferðinni heldur raunveruleiki eins og hann gerist einna verstur. Eftir lesturinn veltir maður því óneit- anlega fyrir sér hvernig á því standi að íslenskir rithöfundar hafa aldrei komist almennilega upp á lag með að skrifa glæpa- sögur. Það má svo sem vel vera að sakleysi þjóðarinnar sé svo sterkt að harðsoðnir glæpir geti vart orðið trúverðug uppistaða í skáldverki íslensks rithöfundar. Rithöfundar mættu þó ögra því viðhorfi og Ieggja til atlögu við sakleysismúrinn í meira mæli en þeir hafa gert. Og þá er komið að meistara- verkinu. Trésmíði í eilífðinni er heiti á úrvali úr smásögum eftir Gyrði Elíasson. Guðmundur Andri Thorsson, Páll Valsson og Kristján B. Jónasson völdu sög- urnar. Sá síðastnefndi skrifar ágætan eftirmála þar sem hann lýsir þróuninni í þessum töfrandi og draumkennda skáldskapar- heimi sem fangar mann svo auð- veldlega. Þetta er einmitt bókin sem maður á að lesa úti í guðs grænni náttúrinni þegar tekið er að rökkva. Eg er í hópi þeirra sem er á þeirri skoðun að Gyrðir sé í hópi mestu ritsnillinga þjóð- arinnar á þessari öld. Lestur þessa úrvals er ekki til þess fall- inn að koma mér af þeirri skoð- un. Reyndar furða ég mig helst á því að þessi skoðun skuli ekki vera útbreiddari, því svo sannar- lega er þarna höfundur sem á skilið að vinna öll hugsanleg verðlaun, innlend og erlend, fyr- ir skáldskap sinn. Þetta er ein- faldlega nútímalitteratúr í heimsklassa. Gott að æfa tónlist í sveitasælunni. Áheyr- endurekki þeirsömu og íReykjavík. Stóra sviðið kl. 20.00 lau. 25/7, uppselt sun. 26/7, uppselt sun. 26/7, aukasýnlng kl. 15:00 fim. 6/8, örfá sæti laus fös. 7/8, örfá sæti laus lau. 8/8, örfá sæti iaus Skoðið GREASE vefinn www.mbl.is Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 Sú tíð er liðin þegar allt menn- ingarlíf lagðist niður í Reykjavík yfir sumarmánuðina. Og ekki er nóg með að höfuðborgarbúar nái að halda menningunni á lofti í borginni á meðan sólin skín hæst, þeir hafa tekið upp á því að færa sig Iangt út í sveit. Reykholtshátíð Tónlistarmenn hafa ekki síst not- fært sér aðdráttarafl Iandsbyggð- arinnar yfir sumarmánuðina. í fyrra bættist ný tónlistarhátíð við þær sem fyrir eru, Reykholtshá- tíð. Hvatamaðurinn að stofnun hennar er Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari, sem jafn- framt er listrænn stjórnandi. Við slógum á þráðinn til Steinunnar upp í Reykholt, þar sem hún hef- ur haldið til síðustu daga. - Er fyrirmyndin sótt í Skál- holtshátíð? „Nei, hreint ekki. Skálholtshá- tíð er allt annars eðlis. Hún stendur allt sumarið, en okkar hátíð er aðeins í eina viku. Tón- litarfólkið er hér saman á æfing- um þann tíma og síðan lýkur há- tíðinni með tónleikum nú um helgina. Hugmyndin kviknaði þegar ég var sjálf að spila á hátíð úti á Spáni. Hún var haldin úti í sveit og mér fannst það aðlaðandi. Það skapast allt aðrar vinnuað- stæður, sem allir fá notið, bæði tónlistarmenn og áheyrendur. Það er mjög vinsælt víða er- lendis að halda svona hátíðir úti á landi á sumrin. Finnar iðka það mikið, en finnski þátttakandinn hjá okkur, Risto Lauriala píanó- leikari, hefur einmitt haft nóg að gera í sumar við að spila á slíkum hátíðum. Hann gaf sér að- eins tima til að koma hingað í sumarfríinu sínu.“ Fengur í tónlistarfólMnu - Geturðu sagt okkur eitthvað frá hinum tveimur gestunum sem koma að utan? „Nina Pavlovski frá Danmörku er ein aðal söngkonan við Kon- unglegu óperuna í Kaupmanna- höfn. Það er mikill fengur að fá hana, hún er svo stórkostlega góð söngkona. Martynas Svégzda von Bekker kemur frá Litháen, en hann var líka á hátíðinni í fyrra. Við feng- um hann til að koma aftur vegna þess hve yfirþyrmandi góðar viðtökur hann fékk í fyrra. Það má eiginlega segja að hann hafi slegið í gegn, fólki fannst hann svo frá- bær. Það er gaman að geta teflt fram jafn sterku tónlistarfólki á ekki stærri hátíð. Von Bekker kom hingað í fyrsta skipti fyrir um þremur árum fyrir tilstilli vina sinna. Hann var þá að undirbúa sig fyr- ir keppni og vantaði píanóleikara. Honum var bent á mig og ég þáði að spila með honum. Síðan höf- um við unnið heilmikið saman og erum núna að taka upp geisla- disk.“ - Hverjir eru kostir þess fyrir tónlistarfólk aðfara út á landi? „Þar er endalaus tími til að æfa sig, enda ekkert annað við að vera. Okkur líður Iíka vel og þar sem enginn þarf að sinna öðrum erindum gefst ekki aðeins nægur tími til spilamennsku heldur einnig til að kynnast." Túristar í ullarháleistum Hverjir sækja tónleikana? „Það er afar blandaður hópur. Túristar í ullarháleistum, bænd- ur í gúmmískóm og Reykvíkingar á spariskóm," segir Steinunn Birna og útskýrir þetta svona nánar. „Við tókum alveg sérstak- lega eftir Ijölbreyttum fótabúnaði fólks sem kom á tónleikana í fyrra. Þar ægði öllu saman, en allt voru þetta þakklátir áheyr- endur. Það er tilbreyting fyrir okkur að spila ekki alltaf fyrir saman hópinn, þann sem mest sækir tónleika í Reykjavfk." -MEÓ Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.