Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 8
24 — LAUGAUDAGUR 2 5. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU Skmogskúrir í lífi ráðherra Mikið hefur mætt á Finni Ingólfssyni und- anfama mánuði en engan bilbug erað finna á ráðherranum. í viðtali við Dag ræðir hann um einkalífog áhugamál, ríkisstjóm- arsamstarfið, samein- ingu vinstrí manna og bankamálin víðfrægu. - Hvenær vakn- aði áhugi þinn á pólitík? „Það má segja að ég hafí verið ópólitískur framundir tví- tugt en þá hóf ég nám í Sam- vinnuskólanum. Þar þótti fínt að vera kommúnisti og þá hélt ég að ég væri kommúnisti. Eg átt- aði mig þó fljótlega á því að vinstri pólitíkin gekk ekki upp. Þegar ég hóf nám í viðskipta- fræði við Háskólann tókum við okkur nokkrir saman og sköpuð- um stjórnmálaafl sem hlaut nafnið Félag umbótasinnaðra stúdenta við Háskólann. Að fé- laginu stóðu aðallega framsókn- armenn og alþýðuflokksfólk og tilgangur var að velta ríkjandi öflum úr sessi. Barátta þeirra snerist að okkar mati ekki um hagsmunamál stúdenta heldur fyrst og fremst um það hvar menn ættu að staðsetja sig í hinu pólitíska litrófi. Félag okk- ar hlaut brautargengi í kosning- um og ég varð formaður Stúd- entaráðs. I því starfi þurfti ég að hafa töluverð samskipti við stjórnmálamenn og ég komst fljótt að því að þeir menn sem traustastir voru og best var að tala við voru framsóknarmenn. Ég ákvað því því að skipa mér í þeirra sveit. I hópi þessara manna var Halldór Asgrímsson sem þá átti sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Allt sem hann sagði stóð hann við og beitti sér fyrir. Þetta var upphaf að ágætum kunningsskap og vináttu okkar Halldórs. Arið 1982 varð ég formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna og Halldór réð mig sem aðstoð- armann sinn 1983 í sjávarút- vegsráðuneytið." - Og þú varðst ráðherra eftir síðustu alþingiskosningar. Síð- ustu mánuði hefurðu orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna hanka- mála. Tekurðu þessa gagnrýni nærri þér? „í stjórnmálum verða menn fyrir endalausri gagnrýni, stund- um réttmætri, stundum órétt- mætri. Ég er ekki ónæmur fýrir því þegar ráðist er á mig per- sónulega og að ósekju en ég leggst ekki í rúmið vegna þess. Ég reyni einfaldlega að gera mun á persónu minni og emb- ættinu." - Hvernig tilfinning er það að vera kosinn óvinsælasti stjóm- málamaður landsins og hefurðu einhverja skýringu á því af hverju þú hlýtur titilinn? „Það væri óneitanlega þægi- legra að vera valinn sá vinsælasti og vissulega þykir mér þetta að sumu leyti leiðinlegt. Ég man hins vegar ekki betur en núver- andi forseti Islands og núver- andi forsætisráðherra, að ógleymdum sendiherra Islands í Washington, hafi allir hlotið þennan vafasama heiður. Það má því segja að ég sé í góðum hóp. Samt sem áður tel ég að þessi niðurstaða sýni ekki síst að ég hef verið að framkvæma hluti sem hreyfa við fólki og þannig vil ég vinna. Ég kæri mig ekki um að eftirmæli mín verði þau að ég hafi verið farsæll stjórn- málamaður en farsældin hafí fyrst og fremst verið fólgin í að- gerðaleysi. Ég er í pólitík til að láta liggja eftir mig breytingar, sem ég er sannfærður um að um að þjóðin mun njóta góðs af. Það tel ég mig hafa verið að gera ogþví mun ég halda áfram. Ég er trúlega að taka út óvin- sældir vegna neikvæðrar um- ræðu um bankana undanfarnar vikur. Það sýnir sig að hlutafé- lagavæðing bankanna og þar með nútímavæðing, sem ég hef staðið fyrir var nauðsynleg. Það er hins vegar eins og þessi já- kvæða aðgerð hafi kafnað í nei- kvæðri umræðu um stjórnendur bankanna. En svona er nú bara lífið, það skiptast á skin og skúr- ir og ekkert annað að gera en taka því.“ - Hvemig tekur jjölskyldan gagnrýni á þig? „Við hjónin höfum lagt okkur fram við að ræða það við börnin okkar að þau megi búast við að heyra gagnrýni og verði að láta hana sem vind um eyrun þjóta því þetta sé nú einu sinni eðli stjórnmálanna. En gagnrýnin getur birst börnum í mismun- andi myndum. Þannig kom ung stúlka, leikfélagi dóttur minnar, hlaupandi heim einn daginn, skömmu eftir að Sverrir Her- mannsson hafði hótað að grípa til haglabyssunar, og sagði: „Veistu mamma að það er mað- ur sem ætlar að skjóta pabba hennar Huldu'?" Engtn formlegheit - Hvemig kann konan þín við að vera ráðherrafrú? „Ég veit að henni þykir það stundum leiðigjarnt. Hún er ekki mikið fyrir formlegheit og sama á við um mig. Þú mátt ekki misskilja mig, ég hef mikla ánægju af að vera ráðherra en í öllum störfum eru skyldurnar misjafnlega ánægjulegar. Sumir halda að kvöldverðarboð og ut- anlandsferðir séu skemmtileg- asti hluti starfsins. Það er þvert á móti. Utanlandsferðirnar eru leiðinlegustu ferðir sem ég fer í. Þær eru lýjandi og maður sér ekki nokkurn skapaðan hlut. Maður er ke^rður frá flugvellin- um, sest inn á fund á hóteli og er keyrður aftur út á flugvöll. Búið. Sumar veislur eru vissu- Iega ágætar en aðrar eru hund- Ieiðinlegar. En þetta er partur af starfinu og Kristín kona mín sættir sig við að vera þátttakandi en henni finnst það ekki mjög skemmilegt og vildi frekar hafa annað fyrir stafni.“ - Hvað starfar hún? „Hún er sjálfstætt starfandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.