Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUB 2S. JÚLÍ 1998 - 27 Ðagur Ifeiter UMSJÓN: ^ . l f"' - |~ HALLABÁRA ( | j í j iESTSDÓTTIR ' J J M i i \< I J Finnfrið í elda- mennsk- unni Það eru ekki allir semfinnafrið og ró í því að elda eða baka. Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona gerirþað hins vegarþví hún segist hafa yndi af eldamennsku ogfara í eldamennskuna sem leið til afslöppunar. Jóhanna er mikill matgæðingur og er þekkt meðal vina og ætt- ingja sem meistarakokkur. Elda- mennska og bakstur er enda hennar áhugamál og hún segist hafa yndi af því að elda og baka. „Fyrir mér er það ákveðin leið til afslöppunar," segir hún. Hún er alltaf að prófa eitthvað nýtt og fer að eigin sögn aldrei eftir uppskriftum. Þær hefur hún einungis til hliðsjónar í elda- mennskunni. Jóhanna stundaði söngnám í Piacenza á Italíu og heillaðist þá af ítölskum mat sem og öðru sem finna má á Italíu. Matinn segir hún höfða sérstaklega til sín því ekki sé verið að sulla saman alls kyns kryddum í mat- argerðinni heldur fái bragðið að njóta sín. Matargatið hafði spurnir af þessum áhuga Jóhönnu á ítalska matnum og bað hana að setja saman matseðil á ítalska vísu. Hann samanstendur af fiski- böku, paprikugúmmelaði, sítrónukjúklingi og appelsínueft- irrétti og segist Jóhanna íslenska réttina örlítið. Með matargerð- inni mælir Jóhanna með tónlist, að sjálfsögðu ítalskri, eins og Paulo Conte eða Rossini. Nú er um að gera að prófa. '\fo%rléttlLrl Fiskibaka ________deig:________ 2 bollar hveiti / bolli smjör eða smjörlíki salt 4 msk. mjólk fylling: einhver fiskur sem ykkur langar í, t.d.l lítið ýsuflak eða góður lúðubiti 250 g rækjur / bolli hvítvín 'A bolli vatn salt og pipar 2 msk. smjör eða smjörlíki 2 msk. hveiti 2 hvítlauksrif marin eða smátt skorin 2 egg 'A bolli rjómi steinselja smátt skorin eða skessujurt Hnoðið deigið og geymið í ískáp í klukkutíma (ef þið eruð ekki í tímaþröng), sjóðið fiskinn í hvítvíninu og vatninu og oft er gott að bæta heilum pipar, t.d. rauðum, í svona 7-10 mín. ekki of lengi samt. Geymið soðið. Látið smjörið bráðna í potti og bætið hveitinu við og búið til smjörbollu. Látið soðið saman við, rólega, og hrærið. Bætið hvítlauknum við og látið sjóða í 1 mín. Setið fiskinn og rækjurn- ar ^s'aman við og látið kólna. Bakið nú bökuskelina í 15-20 mín. við 200°C hita. Blandið saman eggjum, ijóma og stein- selju, nú eða skessujurt. Takið bökuskelina úr ofninum bætið fyllingunni við og bakið áfram í 25 mín. eða þangað til hún er fallega gullinbrún. Jóhanna stundaði söngnám á Ítalíu og heillaðist afítölskum mat. Hún eldar hann mikið og gefur hér Matargatinu uppskriftir af þríréttaðri máltíð á ítalska vísu. mynd: e.úl. Þessi baka hentar mjög vel sem forréttur og má þá baka hana deginum áður og bera fram kalda með papriku- gúmmelaði. Paprikugúmmelaði 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir laukar 2 msk. ólífuolía salt 'A bolli edik, má vera rauðvíns- eða hvítvínsedik Skerið paprikurnar og laukinn langsum í fernt. Hitið olíuna í stórum potti, bætið grænmetinu í, saltið og látið malla á lágum hita í ldukkutíma með lokið á pottinum. Takið lokið af, bætið edikinu við og sjóðið áfram í 15 mín. án loks. Kælið áður en þið berið þetta fram. aJzéttux Og þá er það aðalrétturinn en uppskriftin kemur reyndar frá kóngsins Kaupmannahöfn en er í mínum huga al-ítölsk. SítróimkjiiklingiiT 1 kjúklingur 2 sítónur steinselja pipar og salt Skerið sítrónurnar í sex báta og saxið steinseljuna. Troðið þessu í kjúklinginn og lokið vel fyrir gatið með tannstönglum eða einhverju. Nuddið saltinu vel á kjúllann og piprið vel og látið malla í ofninum í góðan klukku- tíma við 200°C hita. Með þessu er gott að bera fram soðin basmati hrísgijón og tómatsalat. Tómatsalat 8 tómatar A hlaðlaukur basilikum soyasósa hunang ólífuolía edik eða sítrónusafi Skerið niður tómatana og blað- laukinn, saxið basilikum og blandið í skál. Setjið smáhunang í edikið eða sítrónusafann og bætið soyjasósu og ólífuolíu saman við og hellið síðan yfir grænmetið. Og til að fullkomna þessa máltíð býð ég uppá appelsínu- eftirréttinn. íxxéttux Appelsínu- eftirréttur 4 stórar appelsínur 1 'A bolli af sykri 1 'A bolli af vatni 2 msk. koníak, brandí, líkjör eða púrtari Flysjið appelsínurnar og skerið þversum í þunnar fallegar sneið- ar. Setjið sykurinn og næstum allt vatnið í pott og smá af flus- inu og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur. Sjóðið nú í 10 mín. Fjarlægið flusið úr pottinum og sjóðið nú varlega þar til sykur- leðjan er orðin fallega gyllt. Bætið vatninu, sem þið geymd- uð áðan, saman við og hitið aft- ur við vægan hita í nokkrar mín- útur. Látið nú kólna og hrærið síðan áfenginu saman við. Hellið þessu síðan á appelsín- urnar og geymið í ískáp í nokkra Idukkutíma eða yfir nótt. Verði ykkur að góðu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.