Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 16
.t - #H i í . ? s. !í i!H.(v«k; ;• 32-LAUGARDAGUR 25. jULÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU r.oO- LJÓS- BROT Gunnar Sverrisson myndar ÁJfabyggðin við Austurvöll í nýlegri skoð- JÓHANNESAR- anakönnun DV kemur fram að 54,4 prósent ís- lendinga trúa á álfa og huldu- fólk. Og kemur ekki á óvart enda fyrirfram vitað. Hinsvegar hafa væntanlega færri vitað um samhengi álfa- trúar og fylgi við tiltekna stjórnmálaflokka, en þetta kemur einmitt fram í könnun DV og er forvitnilegt og vekur um leið ýmsar spurningar. Rauðgrani á þingi Stuðningsmenn Framsóknar- flokksins eru mestir álfatrúar- menn á landinu, einkum fram- sóknarkonur, en rúm 80 prósent framsóknarkvenna trúa á álfa, en í heildina trúa 64 prósent framsóknarfólks á álfa og huldu- fólk. Um 53 prósent sjálfstæðis- manna eru trúaðir á álfa, 50 prósent stuðningsmanna AI- þýðuflokks og Kvennalista og 48 prósent allaballa. Um þessar niðurstöður er margt hægt að fabúlera og spekúlera. Þannig eru fyrirbærin álfar og huldufólk ekki skil- greind í könnuninni og eins víst að einhveijir svarendur séu á þeirri skoðun að stærsti álfa- steinn á landinu standi einmitt við Austurvöll og þar starfi 63 þingálfar. Ef svo er þá varpar þetta um leið ljósi á skefjalausa þörf stjórnmálamanna fyrir hól. Flestir hljóta þó að viður- kenna að 63-menningarnir í álfasteininum við Austurvöll séu réttir og sléttir mannálfar en ekki ekta. En sterkar líkur eru þó á að þar innan veggja geti Ieynst raunverulegir álfar sem hafi áhrif á ákvarðanatöku mannálfa. Hér er líka hugsanlega komin fram skýring á Hulduhernum Alberts forðum tíð. Stjórnmála- skýrendum gekk illa að henda reiður á þeim hópi og átta sig á því hveijir skipuðu hann. Skoð- anakönnun DV bendir til að þar í flokki hafi riðið dvergurinn Rauðgrani, (tvífari Steingríms J?), Alfinnur Álfakóngur, Olafur Liljurós og fleiri slíkir hulduher- menn. Álfkirkjulegt starf Niðurstaða skoðanakönnunar DV hljdur að hafa verulegar pólitískar og trúarlegar afleið- ingar. Stjórnmálamenn hafa löngum verið þefvísir á mál sem njóta almannahylli og eru líkleg til að afla þeim vinsælda og skila þeim fjöldafylgi í kosningum. Málefni álfa falla greinilega undir mál af því tagi. Þar er sannarlega óplægður akur fyrir stjórnmálamenn, ef það er stað- reynd að Islendingar séu í raun helmingi fleiri en manntalstölur Hagstofunnar herma. Flvað varðar trúarleg áhrif þá er alveg Ijóst að álfatrúarsöfnuð- urinn er annar stærsti söfnuður landsins á eftir fylgjendum Lút- ers heitins. Milljörðum er varið í þágu kirkju og ríkistrúar í land- inu en fjárveitíngar til álfatrúar- bragða hafa hingað til verið af skornum skammti og er ótækt þegar á annað hundrað þúsund landsmanna trúa á álfa, eða Iitlu færri en þeir sem trúa á Jesús Krist. Nauðsynlegt er að hafa upp á eintaki af álfabiblíunni og þýða á manníslensku. Skipu- leggja þarf álfkirkjulegt starf frá grunni og hefja skjólbeltaræktun við álfasteina, þannig að trúaðir þurfi ekki að híma í roki og rign- ingu við klettakirkjur í óbyggð- um. Og þar fram eftir götum. Álf-Finnur álfþingismaður Hvað pólitíkina varðar þá má t.d. leggja afturvirka fasteigna- skatta á alla álfasteina og aðra staði sem grunur leikur á að álf- ar og huldufólk byggi. Ef skatt- heimtumenn koma að tómum kofunum, eða öllu heldur stein- unum, þá ber að sjálfsögðu að krefja Iandeigendur um skatt- inn. Þrautpíndir bændur hafa axlað þyngri byrðar á síðustu árum. Kanna þarf réttindi og skyldur álfa og huldufólks á ýmsum sviðum, skoða þarf trygginga- og lífeyrismál þeirra og síðast en ekki síst hugsanlegan kosninga- rétt álfa. Því á meðan hálf þjóð- in hefur ekki kosningarétt þá er tómt mál að tala um raunveru- legt lýðræði í þessu landi. Þetta er ekki síst brýnt hagsmunamál fyrir menn á borð við Sverri Hermansson og Steingrím J. Sigfússson sem sannarlega þurfa á nýju fylgi að halda, vilji þeir komast til áhrifa, enda vitað að Vestfirðir og Þistilfjörðurinn eru mjög fjölálfuð svæði. Ef hinsvegar kemur í ljós að álfar eru þegar komnir með eig- ið Alþingi eða öllu heldur Alf- þingi, þá er sjálfsagt að kanna möguleika á að sameina þingin, enda sameining lausnarorðið í dag. Og verður auðvitað forvitni- legt að fá að sjá (sjá?), nýja þing- menn á sameinuðu Alálfþingi á borð við Álf-dór, Álf-Iaf, Álf- grím, Álf-geir, Álf-björgu, Álf- hvat og Álf-Finn. Alltént er alveg ljóst að ráða- menn þjóðarinnar, geistlegir og veraldlegir, geta ekki setið með hendur í skauti og Iátið sem trú og fullvissa 54 prósenta Iands- manna og 80 prósenta fram- sóknarkvenna, komi þeim ekki við. Það þarf að gera stórátak í álfamálum þjóðarinnar og rétta hlut álfa og álfatrúarmanna, sem svo sannarlega og sam- kvæmt DV eru ekki lengur neinn minnihlutahópur eða sér- trúarsöfnuður. SPJALL Jóhannes Sigurjonsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.