Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 25.07.1998, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 25 .JÚLÍ 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU L Nú á dögum þykir sjálfsagt að konur leggist inn á sjúkra- hús til aðfæða böm. Það vill gleymast að fæðing erekki sjúkdómur, heldur eðlilegt framhald afþungun, sem er heldurekki sjúkdómuref konan erheilbrígð. Þess vegna varEyrún Ingadóttir ekkertað flíka þeirrí ákvörð- un sinni aðfæða heima,fyrr en allt varkomið afstað. Þórdís, Yngvi Páll, Eyrún, Dagur Ingi og Halla. Þórdís var sú eina sem ekki var heima þegar Dagur Ingi fæddist. Hún var send á leikskólann. Heimafæðing - ekki hættuleg Eyrún Ingadóttir er sagnfræðingur, fram- kvæmdastjóri Trausta, félags sendibif- reiðastjóra og móðir tveggja barna. Þórdís fæddist fyrir fimm árum, á Sjukrahúsi Selfoss, en Dagur Ingi kom í heiminn 29. maí síðastliðinn. Þegar Eyrún gekk með Dag Inga fannst henni tilhugsunin um að eiga á Landspítalanum Iítið spennandi. „Mér fannst þetta stóra sjúkrahús frá- hrindandi og það hvarflaði að mér að fara frekar út á land,“ segir hún. „Þar sem von var á barninu um vorið, þegar mest er að gera á fæðingardeildinni, hafði ég líka áhyggjur af því að deildin yrði full.“ yinkonan og ritgerðin A sama tíma og Eyrún byijaði að hafa áhyggjur af fæðingunni var vinkona hennar, Halla Hersteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur, að ljúka ljósmæðranámi. Eyrún las yfir lokaritgerðina hennar, sem fjallar um annað stig fæðingar, og við lesturinn kviknuðu ýmsar spurningar. Fljótlega voru þær stöllur komnar á bólakaf í vangaveltur um fæðingar al- mennt. Halla er hlynnt því að heilbrigðar kon- ur fái að fæða heima og bendir á, að lík- ami konunnar sé nú einu sinni gerður með fæðingar í huga. Eyrúnu fannst þetta aðlaðandi valkostur, sem hún hafði ekki vitað að væri til staðar. „Eg vissi ekki einu sinni að þetta mætti og að það væru Ijósmæður, tilbúnar til að taka á móti börnum heima,“ segir hún. Halla skýrir afstöðu Ijósmóðurinnar: „Heima hjá sér er konan í sínu umhverfi, það er ekkert ókunnugt í kringum hana, ekkert sem truflar hana.“ Og hún leggur áherslu á að kunnugleikinn hafi jákvæð áhrif á líðan konunnar. Eftir var að bera málið undir eigin- manninn, Yngva Pál Þorfinnsson. „Mér leist ekkert á þetta í fyrstu. Fannst satt að segja fráleitt að taka slíka áhættu,“ segir Yngvi og minnir á að nauðsynlegt sé að viðra hugmyndina um heimafæðingu til- töiulega snemma á meðgöngutímanum. „Eg ákvað að Ieggja þetta í salt. Svo fór ég að hugsa málið og varð þá að viðurkenna að þegar ekkert kemur upp á í fæðingu er enginn nema ljósmóðirin á staðnum, jafnvel þótt fætt sé á sjúkrahúsi. Það er því enginn eðlismunur á að fæða barn heima eða á spítala.“ Má treysta ódeyfðiun likama Yngvi var ekkert farinn að hugsa um eigin þátt, enda vissi hann ekki þá hve mikil- vægu hlutverki hann ætti eftir að gegna. Samt var hann viðstaddur fæðingu dóttur sinnar fyrir fimm árum. „Eg skildi það ekki fyrr en eftir að þessi fæðing var af- staðin, að ég hafði verið meiri áhorfandi en þátttakandi í fyrstu fæðingunni." „Sé konan heilbrigð og meðgangan einnig, ætti sjálf fæðingin að ganga eðli- lega fyrir sig,“ segir Halla. „Erfiðleikar gera yfirleitt boð á undan sér og því á alltaf að vera hægt að gera viðeigandi ráð- stafanir. En ef hjartsláttur barnsins er eðlilegur og konunni líður vel má treysta því að allt sé í lagi. Og það er eiginlega alveg ótrúlegt hve vel er hægt að treysta ódeyfðum líkama konunnar." Hér grípur Eyrún inni í: „Það kom aldrei neitt annað til greina en að bruna upp á Landspítala ef ég fyndi til óöryggis. Það var alveg á hreinu frá upphafi." En til þessa kom aldrei. Eyrún segist hafa fyllst ótrúlegu sjálfstrausti í sjálfri fæðingunni og fundist hún geta allt. „Þetta er spurning um að treysta eigin líkama," segir hún, en ljósmóðirin undir- strikar „að traustið verði að koma á með- göngtímanum. Konan þarf að undirbúa sig vel, helst með ljósmóðurinni. En það er móðgun að segja konum að þær geti ekki átt börn án aðstoðar tækja og deyfi- lyfja. Það hentar auðvitað ekki öllum konum, en þessi valkostur ætti að vera sjálfsagður." Slökun nauðsynleg Fæðing Dags Inga gekk áfallalaust fyrir sig, en honum tókst að leyna þyngd sinni og lengd, 4850 grömmum (19,5 merkur) og 57 sentimetrum, þar til hann kom í heiminn. Eyrún fékk hríðir að morgni dags og byrjaði á að fara í bað til að lina sársauk- ann. „Baðið hjálpar til að slaka á,“ segir Halla. „Og slökun er mjög mikilvæg ef fæðingin á að ganga vel. Hún dregur úr framleiðslu streituhormóns sem getur haft neikvæð áhrif á framgang fæðingar- innar.“ Hélt á henni Eftir baðið tók við nudd á mjóhrygg, sem einnig dregur úr sársauka. Yng\d sá um nuddið og fékk litla hvíld. „Svo dansaði ég birthdance, sem ég hafði lesið um að egypskar konur dansi þegar þær fæða börn,“ segir hún sposk. Og Halla skýtur inn: „Eg held hún hafi ekkert vitað að þær rugga sér í mjöðmunum til að hjálpa barninu að komast neðar f grindina. Eyrún valdi alveg ómeðvitað stellingar og gerði hreyfingar, sem hún vissi ekki að myndu hjálpa henni við fæðinguna." Sjálf segist Eyrún alltaf hafa verið ákveðin í að reyna að nota þyngdarkraft- inn og standa í fæturna. Þegar hríðar- verkirnir ágerðust reyndist þó erfitt að standa upprétt. Þá var komið að erfiðasta kaflanum fyrir Yngva. „Ég tók mér stöðu fyrir aftan Eyrúnu og tók undir handar- krikana á henni til að halda henni upp. Ég stóð svo þétt fyrir aftan hana að ég komst ekki hjá því að finna greinilega öll átök Iíkamans og svitann, sem reyndar rann af okkur báðum. Ég held að karl- maður geti varla komist nær því en þetta að fæða barn,“ segirYngvi. „Við höfum fyllst ofurtrú á tækninni og gleymt því að við getum ýmsilegt sjálf, án þess að tæknin komi þar nálægt," segja Halla og Eyrún í kór. Báðar eru reyndar sannfærðar um að viðhorfin séu að breyt- ast, sem muni hafa þau áhrif að heima- fæðingar verði aftur taldar álitlegur kost- ur. „Það er alveg ótrúlegt hvað líkaminn getur gert sjálfur," heldur Halla áfram. „Eyrún fékk enga deyfingu, en hún fram- leiddi mikið af endorfíni, hormóni sem deyfir sársauka, svo það var engu líkara en að hún væri í pethidin rússi.“ Halla heldur að róandi umhverfið hafi haft mikið um framleiðslu endorfínsins að segja. En ekki eru allir sammála um ágæti þess að konur ali börnin heima. „Heimil- islækninum svelgdist á þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fæða heima, hon- um fannst þetta ekki rétt ákvörðun,“ segir Eyrún og bætir því við að hún hafi ekkert verið að láta mömmu sína og tengdamóð- ur vita af þessu fyrirfram. „Þær hefðu aldrei tekið þetta í mál. Það er mildu frekar að ömmurnar segi, gott hjá þér. Þær hafa kannski fætt sín börn heima sjálfar, allavega reka þær ekki upp stór augu,“ segir hún. Eyrún væri tilbúin að ganga í gegnum aðra heimafæðingu núna, nema hvað, hún ætlar eiginlega ekki að eignast fleiri börn! „Er ekld vísi- tölustærðin ágæt?“ -MEÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.