Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. 3 Jassvakning: Blakey bætir jass- leysi Listahátíðar „Þegar ljóst var að ekkert yrði af komu Gerry Mulligan fórum við strax aö leita að jassiistamanni sem f áanleg- ur væri að koma hingað með stuttum fyrirvara. Svo vel vildi til að Art Blakey var í Evrópuferð og var til- leiðanlegur að koma hingaö og halda eina tónleika þann 11. júní,” sagði Vemharður Linnet, forsvarsmaður Jassvakningar, á blaðamannafundi í gær. Art Blakey kemur hingað ásamt hljómsveit sinni The Jass Messengers en Blakey er Islendingum að góðu kunnur síöan hann hélt rómaða hljóm- Ieika í Austurbæjarbíói 1979. Hljóm- leikar hans nú veröa í Háskólabíói, en Vernharður sagði að ekki væri boðlegt að halda jasstónleika í Laugardalshöll. Ennfremur fór Vernharöur ákaflega hörðum orðum um frammistöðu Lista- hátíðar í sambandi við fyrirhugaða komu Mulligans hingað og taldi fullvist að hann hefði mætt til leiks ef rétt hefði verið á málum haldið. DV hafði samband við örnólf Áma- son, framkvæmdastjóra Listahátiðar, vegna oröa Vemharðs og sagði hann að ummæli Vemharðs varðandi tón- leikahaid Mulligans hérlendis væru ágizkanir einar. Upphaflega hefði verið áætlað aö Mulligan kæmi hingað með kvartett, skipaðan heimsþekktum jassleikurum. Þegar breytingar urðu á liðskipan kvartettsins og ljóst varð að þóknun til Mulligans yrði mjög há varð að hætta við þátttöku hans í Lista- hátíð. Varðandi hljómgæði Laugardais- hallar sagði Örnólfur að Vladimir Ashkenasy teldi hljómgæðin í Laugar- dalshöll svipuð og í Háskólabíói og tón- listarmenn þyrftu oft að láta sér nægja verra húsnæöi til tónleikahalds. ömólfur taldi mjög miður að Mulligan kæmi ekki hingað, en sama máli gegndi um ballettatriði Lista- hátíðar sem hefði orðið aö aflýsa. -SKJ Fegurðarsamkeppni Islands fer fram með pompi og pragt á sunnu- dagskvöld í Broadway. Þar verður krýnd fegurðardrottning Islands og valdar stúlkur til að taka þátt í hin- um ýmsu fegurðarsamkeppnum út um heimsbyggðina. Þátttakendur í keppninni annaö kvöld eru sex stúlkur, þær Guðrún Margrét Sólonsdóttir, Fanndís Steinsdóttir, Hildigunnur Hilmars- dóttir, Guðrún Möller, María Björk Steinsdóttir og Kolbrún Anna Jónsdóttir. „Viö völdum þessar stúlkur eftir því hversu vanar þær em að koma fram,” sagði Heiðar Jónsson, einn aðstandenda keppninnar, í samtali viö DV. „Undanfarin ár hefur mátt senda fulltrúa í alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir án þess að haldin væri opinber keppni í viðkom- andi landi. En fyrir mánuði komu boð frá Alþjóðlega fegurðarráðinu í Paris um aö skilyrði fyrir þátttöku þjóðar væri að halda opinbera fegurðarsamkeppni. Það var stuttur Sex keppa um ungfrú ísland tími til stefnu og því brugöum við á það ráð að velja þessar sex stúlkur sem allar eru mjög vanar að koma fram,” sagði Heiðar. I fegurðarsamkeppninni annaö kvöld verða valdar fegurðardrottn- ing Islands, fulltrúi ungu kynslóðar- innar, ungfrú Reykjpvík, bezta ljós- myndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan. Þá verða valdar stúlkur til aö taka þátt i keppnum um Miss Universe, Miss Young Internation- al, Miss International, Miss Nations, Miss World og Miss Scandi- navia. Allar þessar keppnir veröa haldnar á þessu ári. Auk þess var Hlín Sveinsdóttir valin til að taka þátt í keppninni um ungfrú Evrópu. Er hún farin utan en úrslit í þeirri keppni ligg ja fyrir næsta þriðjudag. I dómnefnd í Fegurðarsamkeppni Islands sitja sjö manns, þau Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður, Hanna Frímannsdóttir, Brynja Nordquist, Henný Hermannsdóttir, Olafur Stephensen, Olafur Laufdal og Friðþjófur Helgason. -KÞ r Arbæjarsókn: Fjársöfnun til kirkju Almenn fjársöfnun í Arbæjarsókn verður um helgina. Á kjördag stóð fjársöfnumn yfir við Arbæjarskóla. Þeir sem gáfu þá í söfnunina eru því beönir um aö festa kvittanir sínar á útidyr, eða annan áberandi stað, söfn- unardagana og veröur þá ekki knúiö dyra hjá þeim. Hagnaðurhjá Hafskip Hagnaður af rekstri Hafskips hf. varð rúmlega 4,8 milljónir á siöasta ári. Velta félagsins jókst um 93% í krónum talið frá árinu 1980 og hefur veltan þá tólffaldazt á síöustu fjórum árum. Gengisþróun varð félaginu óhagstæð á síðasta ári, einkum fyrir þá sök að meginhluti rekstrartekna er reiknaður í Evrópugjaldmiðlum en stór hluti rekstrar- og fjármagns- gjalda í Bandarikjadollurum. Skýrt var frá afkomu Hafskips á síöasta ári á aöalfundi þess í gær. Þar kom einnig fram að átak hefur veriö gert í kostnaðaraðhaldi og hefur árangurinn þegar komið í ljós í bættri nýtingu flotans og aukinni veltu. Verð- lagsyfirvöld sýndu í fyrra aukinn skilning á þörfum félagsins hvað varð- ar flutningsgjaldataxta, en hins vegar fóru gjöld vegna uppskipunar og pakkhúsleiga hækkandi. Hjá Hafskip störfuðu að meðaltali tæplega 300 manns á síöasta ári. brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Ath. verö á Lada-bílum hefur aldrei veriö hagstæöara. LADA SAFÍR kr. 75.500- LADA STATIOh kr. 79.500- LADA SPORT kr. 122.700- Muniö aö varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. ■ ■ OLL GARÐYRKJU- VERKRERI Garðsláttuvélar Heykvíslar Garðslöngur Slöngutengi Garðúðarar RR Arfaklórur Stungugafflar Garðhrífur Stunguskóflur Hnausagaflar Hjólbörur Plöntuskóflur Hekkklippur Kantskerar Grasklippur Undirstunguspaðar BYGGINGAVORUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.